Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 2. febrúar 2025 22:09 Sigurjón segir að hagsmunir hans vegna handfærabáts í hans eigu séu óverulegir. Vísir Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, segir að hagsmunir sínir af strandveiðibáti í hans eigu séu óverulegir. Hann efast stórlega um að hann sé vanhæfur til að setja lög um sjávarútveg, en hann verður tilnefndur sem formaður atvinnuveganefndar þegar þing kemur saman, þar sem til stendur að semja löggjöf um eflingu strandveiða. Þá segir hann ekkert rangt við hagsmunaskráningu sína sem hafi verið fyllt út árið 2023. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur sagði í gær að siðareglur fyrir alþingismenn hindruðu aðkomu Sigurjóns Þórðarsonar að vinnu við lagabreytingar á strandveiðikerfinu, vegna eignarhlutar hans í strandveiðibáti. Siðareglurnar hafi áhrif á hæfi hans til að fjalla um einstök mál eins og strandveiðar, en ekki hæfi hans til að sitja sem formaður. Þá hefur verið greint frá því að ekki hafi verið greint frá strandveiðum Sigurjóns í hagsmunaskráningu þingmanna frá árinu 2023. Hagsmunaskráningin var fyllt út þegar Sigurjón tók sæti sem varaþingmaður, en hann segir að hann hafi ekki farið á veiðar það árið, og því sé ekkert rangt í hagsmunaskráningunni. Úlfaldi gerður úr mýflugu Sigurjón segir að þegar menn líti á tekjurnar af strandveiðum hans, sjái menn að hagsmunirnir séu óverulegir. Viðskiptamódel hans hafi fyrst og fremst verið að eiga fyrir kostnaðinum við rekstur bátsins. „Þannig það er verið að gera úlfalda úr mýflugu,“ segir hann. „Þetta eru það miklu minni hagsmunir og miklu minni tekjur sem ég hef nokkurn tímann haft af þessu en öðru sem ég hef tekið mér fyrir hendur, og þetta er bara algjörlega óverulegt. Þetta snýst um almenn lög fyrir alla landsmenn, en ekki eitthvað sem bara ég mun fá,“ segir Sigurjón. Sigurjón segir að ályktanir hafi verið gefnar út í sambærilegum málum og hans, og þar hafi verið komist að því að þetta væru óverulegir hagsmunir. „Jafnvel bændur geta verið formenn atvinnuveganefnda, þeir eru stöðugt að fjalla um sín mál. Og mega eldri borgarar þá ekki fjalla um lífeyrismál?“ segir hann. Lilja Rafney Magnúsdóttir var formaður atvinnuveganefndar Alþingis kjörtímabilið 2017 - 2021, en eiginmaður hennar rekur strandveiðibát á Suðureyri. Lilja Rafney sagði sig úr Vinstri grænum í fyrra þegar flokkurinn samþykkti frumvarp um kvótasetningu grásleppunnar. Hún bauð sig fram fyrir Flokk fólksins í nýafstöðnum kosningum og hlaut kjör. Þjóðhagslega hagkvæmt að endurskoða kerfið og bæta í veiðarnar Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að til standi að bæta í strandveiðarnar og tryggja 48 daga veiðitímabil á hverju sumri. Síðastliðin ár hafa veiðar verið stöðvaðar þegar heildarpottur strandveiðikvótans, um 10 þúsund tonn, er kláraður, og hefur það iðulega gerst um miðjan júlí. Engar útfærslur hafa verið kynntar í þeim efnum og ekkert liggur fyrir um hvaðan kvótinn eigi að koma. Sigurjón Þórðarson hefur sterkar persónulegar skoðanir á stjórn fiskveiða, en hann telur þjóðhagslega hagkvæmt að endurskoða allt kerfið og bæta verulega í fiskveiðar. „Við erum að veiða núna árið 2025, ríflega 120 þúsund tonn, en við veiddum 60 prósent meira árið 1925 fyrir hundrað árum síðan. Þannig menn geta alveg lagst rólegir á koddan hjá Morgunblaðinu þótt menn fái að veiða nokkra þorska hér hringinn í kringum landið,“ segir hann. „Ég held það sé þjóðhagslega hagkvæmt að endurskoða kerfið og bæta verulega í veiðarnar.“ Hann segir að ekki liggi fyrir að ráðast í slíkar róttækar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á komandi kjörtímabili, en hann vonist til þess að ná fram jákvæðri umræðu. „Ég held að sú umræða þurfi að dýpka. Ég held það sjái það flestir að þetta er ekki að ganga upp,“ segir Sigurjón. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur sagði Sigurjón ekki vanhæfan til að leiða nefndina heldur til að fjalla um strandveiðar vegna hagsmuna sinna. Fjallað er um það í annarri frétt hér. Fréttin hefur verið uppfærð 3.2.2025 klukkan 08:48. Sjávarútvegur Stjórnsýsla Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Sjá meira
Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur sagði í gær að siðareglur fyrir alþingismenn hindruðu aðkomu Sigurjóns Þórðarsonar að vinnu við lagabreytingar á strandveiðikerfinu, vegna eignarhlutar hans í strandveiðibáti. Siðareglurnar hafi áhrif á hæfi hans til að fjalla um einstök mál eins og strandveiðar, en ekki hæfi hans til að sitja sem formaður. Þá hefur verið greint frá því að ekki hafi verið greint frá strandveiðum Sigurjóns í hagsmunaskráningu þingmanna frá árinu 2023. Hagsmunaskráningin var fyllt út þegar Sigurjón tók sæti sem varaþingmaður, en hann segir að hann hafi ekki farið á veiðar það árið, og því sé ekkert rangt í hagsmunaskráningunni. Úlfaldi gerður úr mýflugu Sigurjón segir að þegar menn líti á tekjurnar af strandveiðum hans, sjái menn að hagsmunirnir séu óverulegir. Viðskiptamódel hans hafi fyrst og fremst verið að eiga fyrir kostnaðinum við rekstur bátsins. „Þannig það er verið að gera úlfalda úr mýflugu,“ segir hann. „Þetta eru það miklu minni hagsmunir og miklu minni tekjur sem ég hef nokkurn tímann haft af þessu en öðru sem ég hef tekið mér fyrir hendur, og þetta er bara algjörlega óverulegt. Þetta snýst um almenn lög fyrir alla landsmenn, en ekki eitthvað sem bara ég mun fá,“ segir Sigurjón. Sigurjón segir að ályktanir hafi verið gefnar út í sambærilegum málum og hans, og þar hafi verið komist að því að þetta væru óverulegir hagsmunir. „Jafnvel bændur geta verið formenn atvinnuveganefnda, þeir eru stöðugt að fjalla um sín mál. Og mega eldri borgarar þá ekki fjalla um lífeyrismál?“ segir hann. Lilja Rafney Magnúsdóttir var formaður atvinnuveganefndar Alþingis kjörtímabilið 2017 - 2021, en eiginmaður hennar rekur strandveiðibát á Suðureyri. Lilja Rafney sagði sig úr Vinstri grænum í fyrra þegar flokkurinn samþykkti frumvarp um kvótasetningu grásleppunnar. Hún bauð sig fram fyrir Flokk fólksins í nýafstöðnum kosningum og hlaut kjör. Þjóðhagslega hagkvæmt að endurskoða kerfið og bæta í veiðarnar Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að til standi að bæta í strandveiðarnar og tryggja 48 daga veiðitímabil á hverju sumri. Síðastliðin ár hafa veiðar verið stöðvaðar þegar heildarpottur strandveiðikvótans, um 10 þúsund tonn, er kláraður, og hefur það iðulega gerst um miðjan júlí. Engar útfærslur hafa verið kynntar í þeim efnum og ekkert liggur fyrir um hvaðan kvótinn eigi að koma. Sigurjón Þórðarson hefur sterkar persónulegar skoðanir á stjórn fiskveiða, en hann telur þjóðhagslega hagkvæmt að endurskoða allt kerfið og bæta verulega í fiskveiðar. „Við erum að veiða núna árið 2025, ríflega 120 þúsund tonn, en við veiddum 60 prósent meira árið 1925 fyrir hundrað árum síðan. Þannig menn geta alveg lagst rólegir á koddan hjá Morgunblaðinu þótt menn fái að veiða nokkra þorska hér hringinn í kringum landið,“ segir hann. „Ég held það sé þjóðhagslega hagkvæmt að endurskoða kerfið og bæta verulega í veiðarnar.“ Hann segir að ekki liggi fyrir að ráðast í slíkar róttækar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á komandi kjörtímabili, en hann vonist til þess að ná fram jákvæðri umræðu. „Ég held að sú umræða þurfi að dýpka. Ég held það sjái það flestir að þetta er ekki að ganga upp,“ segir Sigurjón. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur sagði Sigurjón ekki vanhæfan til að leiða nefndina heldur til að fjalla um strandveiðar vegna hagsmuna sinna. Fjallað er um það í annarri frétt hér. Fréttin hefur verið uppfærð 3.2.2025 klukkan 08:48.
Sjávarútvegur Stjórnsýsla Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Sjá meira