„Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2025 15:00 Luka Doncic er allt í einu orðinn leikmaður Los Angeles Lakers, eftir tíðindin ótrúlegu um helgina. Getty/Joshua Gateley Aðalmálið í Lögmálum leiksins í dag er að sjálfsögðu risaskiptin á milli Dallas Mavericks og LA lakers, á þeim Luka Doncic og Anthony Davis, og eru sérfræðingarnir ekki alveg sammála um hversu galin þau séu. „Þetta er svo ævintýralegt sjokk,“ segir Leifur Steinn Árnason, einn af sérfræðingunum í Lögmálum leiksins og telur að málið hljóti hreinlega að kalla á eigendafund í NBA-deildinni þar sem þessi viðskipti verði stöðvuð. „Ef að David Stern væri ennþá framkvæmdastjóri NBA þá myndi hann bara hringja og segja: „Þetta trade verður ekki samþykkt. Bless.“ Þetta hlýtur bara að kalla á eigendafund. NBA 2K samþykkir ekki þetta trade því þeir segja bara: „Þið eruð ekki að fá nógu mikið fyrir Luka“. Stuðningsmenn liðanna í NBA… hverjir fagna núna? Það eru Lakers. Og hverjir gráta? Dallas og Boston. Það vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas. Boston-stuðningsmenn eru bara grátandi,“ segir Leifur og fullyrðir að nú verði Lakers einfaldlega meistarar í sumar. Því mótmæltu hinir sérfræðingarnir strax. Lögmál leiksins eru á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20 í kvöld en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins - Hart deilt um risaskiptin „Lakers verða ekki meistarar [í ár] en þeir verða, með Luka á næstu tíu árum, nokkrum sinnum meistarar,“ sagði Maté Dalmay en finnst Leifur ganga fulllangt: Súperstjarna fyrir súperstjörnu? „Hann segir að deildin þurfi að stoppa þetta. Það er vika síðan þú sagðir að Anthony Davis væri einn af fimm bestu leikmönnum deildarinnar!“ Leifur vildi nú leiðrétta það og benti á að hann hefði aðeins sagt að Davis og LeBron James væru tveir af fimmtán bestu leikmönnum deildarinnar. „En þá þarf ekki að stoppa þetta. Þetta er súperstjarna fyrir súperstjörnu,“ segir Maté. „Nei, nei, nei. Luka er ein af súperstjörnum NBA, Anthony Davis er það ekki. Luka er alþjóðleg súperstjarna, næstbesti leikmaður í heiminum, hefur leitt lið til lokaúrslita í NBA, og verið í fimm af fyrstu sex árum sínum í NBA í „All NBA first team“,“ segir Leifur en hluta af umræðunum má sjá í klippunni hér að ofan. Þetta er aðeins brot af því sem fram kemur í Lögmálum leiksins í kvöld, á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20. NBA Tengdar fréttir Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Sasa Doncic, pabbi Luka Doncic, er ekki síður en allir aðrir furðu lostinn yfir þeirri ákvörðun forráðamanna Dallas Mavericks að láta einn allra besta leikmann heims fara. 3. febrúar 2025 09:02 Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers komu öllum á óvart með einum stærstu leikmannaskiptum sögunnar í NBA deildinni þegar liðin skiptust á súperstjörnum í nótt. Það sem meira er Dallas Mavericks var tilbúið að láta frá sér leikmann sem flest félög dreymir um að byggja lið sín í kringum. 2. febrúar 2025 10:23 Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks hafa snúið NBA-heiminum á hvolf með skiptum sem senda Luka Doncic til Lakers og Anthony Davis til Mavericks. 2. febrúar 2025 07:28 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
„Þetta er svo ævintýralegt sjokk,“ segir Leifur Steinn Árnason, einn af sérfræðingunum í Lögmálum leiksins og telur að málið hljóti hreinlega að kalla á eigendafund í NBA-deildinni þar sem þessi viðskipti verði stöðvuð. „Ef að David Stern væri ennþá framkvæmdastjóri NBA þá myndi hann bara hringja og segja: „Þetta trade verður ekki samþykkt. Bless.“ Þetta hlýtur bara að kalla á eigendafund. NBA 2K samþykkir ekki þetta trade því þeir segja bara: „Þið eruð ekki að fá nógu mikið fyrir Luka“. Stuðningsmenn liðanna í NBA… hverjir fagna núna? Það eru Lakers. Og hverjir gráta? Dallas og Boston. Það vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas. Boston-stuðningsmenn eru bara grátandi,“ segir Leifur og fullyrðir að nú verði Lakers einfaldlega meistarar í sumar. Því mótmæltu hinir sérfræðingarnir strax. Lögmál leiksins eru á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20 í kvöld en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins - Hart deilt um risaskiptin „Lakers verða ekki meistarar [í ár] en þeir verða, með Luka á næstu tíu árum, nokkrum sinnum meistarar,“ sagði Maté Dalmay en finnst Leifur ganga fulllangt: Súperstjarna fyrir súperstjörnu? „Hann segir að deildin þurfi að stoppa þetta. Það er vika síðan þú sagðir að Anthony Davis væri einn af fimm bestu leikmönnum deildarinnar!“ Leifur vildi nú leiðrétta það og benti á að hann hefði aðeins sagt að Davis og LeBron James væru tveir af fimmtán bestu leikmönnum deildarinnar. „En þá þarf ekki að stoppa þetta. Þetta er súperstjarna fyrir súperstjörnu,“ segir Maté. „Nei, nei, nei. Luka er ein af súperstjörnum NBA, Anthony Davis er það ekki. Luka er alþjóðleg súperstjarna, næstbesti leikmaður í heiminum, hefur leitt lið til lokaúrslita í NBA, og verið í fimm af fyrstu sex árum sínum í NBA í „All NBA first team“,“ segir Leifur en hluta af umræðunum má sjá í klippunni hér að ofan. Þetta er aðeins brot af því sem fram kemur í Lögmálum leiksins í kvöld, á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.
NBA Tengdar fréttir Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Sasa Doncic, pabbi Luka Doncic, er ekki síður en allir aðrir furðu lostinn yfir þeirri ákvörðun forráðamanna Dallas Mavericks að láta einn allra besta leikmann heims fara. 3. febrúar 2025 09:02 Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers komu öllum á óvart með einum stærstu leikmannaskiptum sögunnar í NBA deildinni þegar liðin skiptust á súperstjörnum í nótt. Það sem meira er Dallas Mavericks var tilbúið að láta frá sér leikmann sem flest félög dreymir um að byggja lið sín í kringum. 2. febrúar 2025 10:23 Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks hafa snúið NBA-heiminum á hvolf með skiptum sem senda Luka Doncic til Lakers og Anthony Davis til Mavericks. 2. febrúar 2025 07:28 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Sasa Doncic, pabbi Luka Doncic, er ekki síður en allir aðrir furðu lostinn yfir þeirri ákvörðun forráðamanna Dallas Mavericks að láta einn allra besta leikmann heims fara. 3. febrúar 2025 09:02
Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers komu öllum á óvart með einum stærstu leikmannaskiptum sögunnar í NBA deildinni þegar liðin skiptust á súperstjörnum í nótt. Það sem meira er Dallas Mavericks var tilbúið að láta frá sér leikmann sem flest félög dreymir um að byggja lið sín í kringum. 2. febrúar 2025 10:23
Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks hafa snúið NBA-heiminum á hvolf með skiptum sem senda Luka Doncic til Lakers og Anthony Davis til Mavericks. 2. febrúar 2025 07:28