Körfubolti

GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á at­lögu að björgun?

Aron Guðmundsson skrifar
Viðureign Álftanes og Hauka er GAZ-leikur kvöldsins.
Viðureign Álftanes og Hauka er GAZ-leikur kvöldsins.

„Í raun og veru má teikna þetta upp sem svo að þetta sé jafnvel síðasti séns Hauka á að geta talað sig inn á að halda sæti sínu í deildinni,“ segir Pavel Ermolinskij um GAZ-leik kvöldsins í Bónus deild karla í körfunolta þar sem Álftanes tekur á móti Haukum.

Pavel og Helgi Már Magnússon ætla að gasa í beinni útsendingu á Stöð 2 BD 1 rásinni  klukkan 19:10 í kvöld þar sem þeir fylgjast með leik Álftaness og Hauka. Frítt er á völlinn fyrir þá sem hafa áhuga á að mæta.

Upphitun þeirra má sjá hér að neðan.

Haukar sitja á botni deildarinnar sex stigum frá öruggu sæti en það er Álftaness sem þar situr. Álftanes hefur styrkt sig mikið að undanförnu á meðan að Haukar hafa verið að bæta leik sinn svo um munar.

„Miðað við hvernig þeir eru búnir að spila í síðustu leikjum býst maður við því að þeir komi bandbrjálaðir út í þennan leik,“ segir Helgi Már um Haukana. „Stilla þessu upp sem einhvers konar úrslitaleik. Þeirra síðasta atlaga á að halda sér í deildinni.“

Og Helga langar að verðlauna Haukana. 

„Það eru svo mörg lið í þessari stöðu sem eru leiðinleg, búin, flöt og búin að gefast upp. Senda leikmenn heim og svo framvegis á meðan að Haukarnir djöflast og láta öll lið hafa fyrir þessu.“

Klippa: GAZ-leikur Pavels: Álftanes - Haukar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×