Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 22:40 Donald Trump áður en hann skrifaði undir tilskipunina. EPA/FRANCIS CHUNG Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir tilskipun sem bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum. Tilskipunin er ein af mörgum sem hefur áhrif á réttindi trans einstaklinga í Bandaríkjunum. Tilskipunin ber titilinn „að halda körlum frá kvennaíþróttum“ og tekur hún strax gildi. Trans konur og stelpur mega því ekki taka þátt í neinum íþróttaviðburðum sem haldnir eru fyrir konur. „Með þessari tilskipun er stríðinu gegn kvennaíþróttum á enda,“ sagði Trump samkvæmt umfjöllun The Guardian. Allar íþróttastofnanir eiga að breyta reglum sínum í samræmi við tilskipun Trumps. Samkvæmt umfjöllun BBC mun menntamálaráðuneyti Bandaríkjanna sérstaklega rannsaka framhaldsskóla sem talið sé að munu ekki fylgja tilskipuninni. Þá sé tilskipuninni sérstaklega beint að trans framhaldsskólanemum, háskólanemum og fólki sem stundar íþróttir sem tómstund. Fyrsta dag sinn í embætti skrifaði Trump undir tilskipun sem sagði að formleg stefna bandarískra stjórnvalda sé að einungis séu til tvö kyn, karl og kona. Hann tilkynnti þessa tilskipun í innsetningarræðu sinni og fékk standandi lófaklapp frá viðstöddum. Þá undirritaði hann í síðustu viku tilskipun sem bannar trans einstaklingum undir nítján ára aldri að fara í kynstaðfestingarmeðferð. Einnig skrifaði hann undir tilskipun sem skipar alríkisyfirvöldum að fjarlægja „allar róttækar leiðbeiningar um kynjahugmyndafræði.“ Einhver bandarísk sjúkrahús hafa nú þegar neitað að sjá um kynstaðfestingarmeðferð ungmenna. Í fangelsum landsins eru dæmi um að trans konur séu einangraðar og þeim sagt að þær verði fluttar í fangelsi fyrir karla þar sem þær fá ekki lengur lyf fyrir kynstaðfestingarmeðferð sína. Bandaríkin Donald Trump Málefni trans fólks Tengdar fréttir Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi segir tilskipanir nýs forseta Bandaríkjanna mikið reiðarslag fyrir borgara landsins. Ný lög hafa vakið upp ótta meðal innflytjenda. 23. janúar 2025 21:23 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Tilskipunin ber titilinn „að halda körlum frá kvennaíþróttum“ og tekur hún strax gildi. Trans konur og stelpur mega því ekki taka þátt í neinum íþróttaviðburðum sem haldnir eru fyrir konur. „Með þessari tilskipun er stríðinu gegn kvennaíþróttum á enda,“ sagði Trump samkvæmt umfjöllun The Guardian. Allar íþróttastofnanir eiga að breyta reglum sínum í samræmi við tilskipun Trumps. Samkvæmt umfjöllun BBC mun menntamálaráðuneyti Bandaríkjanna sérstaklega rannsaka framhaldsskóla sem talið sé að munu ekki fylgja tilskipuninni. Þá sé tilskipuninni sérstaklega beint að trans framhaldsskólanemum, háskólanemum og fólki sem stundar íþróttir sem tómstund. Fyrsta dag sinn í embætti skrifaði Trump undir tilskipun sem sagði að formleg stefna bandarískra stjórnvalda sé að einungis séu til tvö kyn, karl og kona. Hann tilkynnti þessa tilskipun í innsetningarræðu sinni og fékk standandi lófaklapp frá viðstöddum. Þá undirritaði hann í síðustu viku tilskipun sem bannar trans einstaklingum undir nítján ára aldri að fara í kynstaðfestingarmeðferð. Einnig skrifaði hann undir tilskipun sem skipar alríkisyfirvöldum að fjarlægja „allar róttækar leiðbeiningar um kynjahugmyndafræði.“ Einhver bandarísk sjúkrahús hafa nú þegar neitað að sjá um kynstaðfestingarmeðferð ungmenna. Í fangelsum landsins eru dæmi um að trans konur séu einangraðar og þeim sagt að þær verði fluttar í fangelsi fyrir karla þar sem þær fá ekki lengur lyf fyrir kynstaðfestingarmeðferð sína.
Bandaríkin Donald Trump Málefni trans fólks Tengdar fréttir Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi segir tilskipanir nýs forseta Bandaríkjanna mikið reiðarslag fyrir borgara landsins. Ný lög hafa vakið upp ótta meðal innflytjenda. 23. janúar 2025 21:23 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi segir tilskipanir nýs forseta Bandaríkjanna mikið reiðarslag fyrir borgara landsins. Ný lög hafa vakið upp ótta meðal innflytjenda. 23. janúar 2025 21:23