Jimmy Butler endaði hjá Golden State Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2025 06:31 Jimmy Butler er orðinn leikmaður Golden State Wariors og liðsfélagi Steph Curry. Getty/ Brennan Asplen NBA liðin Miami Heat og Golden State Warriors skiptust á leikmönnum í nótt og þar með líkur tíma Jimmy Butler hjá Miami. Butler fer til Golden State en í staðinn fær Miami Heat þrjá leikmenn og valrétt í fyrstu umferð nýliðavalssins. Detroit Pistons er líka með í skiptunum og fær þá Lindy Waters og Josh Richardson. ESPN segir frá. Leikmennirnir þrír sem eru nú orðnir leikmenn Miami Heat eru Andrew Wiggins, Dennis Schröder og Kyle Anderson. Miami ætlar þó ekki að halda Schröder. Allir eru þeir að renna út á samningi í sumar sem gefur Miami tækifæri að bjóða einhverjum stjörnuleikmanni stóran samning eftir tímabilið. Butler vildi helst komast til Phoenix Suns en honum verður ekki að ósk sinni. Hann hefur verið með Miami Heat frá árinu 2019 en hefur verið settur margoft í agabann í vetur eftir að hafa opinberlega talað um að hann nyti þess ekki lengur að spila í Miami og vildi komast í burtu. Hann hefur ekki spilað með Heat síðan 21. janúar. Hinn 35 ára gamli Butler er með 17,0 stig og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í vetur. Stephen Curry og Butler munu nú mynda nýtt tvíeyki hjá Golden State og það verður fróðlegt að sjá hvernig það kemur út. Butler mun framlengja samning sinn um tvö ár við Golden State og fá fyrir það 121 milljón dollara. BREAKING: The Miami Heat are finalizing a deal to send Jimmy Butler to the Golden State Warriors for Andrew Wiggins, Dennis Schroder, Kyle Anderson and a protected first-round pick, sources tell ESPN. pic.twitter.com/82mWHKCnVM— Shams Charania (@ShamsCharania) February 6, 2025 NBA Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Sjá meira
Butler fer til Golden State en í staðinn fær Miami Heat þrjá leikmenn og valrétt í fyrstu umferð nýliðavalssins. Detroit Pistons er líka með í skiptunum og fær þá Lindy Waters og Josh Richardson. ESPN segir frá. Leikmennirnir þrír sem eru nú orðnir leikmenn Miami Heat eru Andrew Wiggins, Dennis Schröder og Kyle Anderson. Miami ætlar þó ekki að halda Schröder. Allir eru þeir að renna út á samningi í sumar sem gefur Miami tækifæri að bjóða einhverjum stjörnuleikmanni stóran samning eftir tímabilið. Butler vildi helst komast til Phoenix Suns en honum verður ekki að ósk sinni. Hann hefur verið með Miami Heat frá árinu 2019 en hefur verið settur margoft í agabann í vetur eftir að hafa opinberlega talað um að hann nyti þess ekki lengur að spila í Miami og vildi komast í burtu. Hann hefur ekki spilað með Heat síðan 21. janúar. Hinn 35 ára gamli Butler er með 17,0 stig og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í vetur. Stephen Curry og Butler munu nú mynda nýtt tvíeyki hjá Golden State og það verður fróðlegt að sjá hvernig það kemur út. Butler mun framlengja samning sinn um tvö ár við Golden State og fá fyrir það 121 milljón dollara. BREAKING: The Miami Heat are finalizing a deal to send Jimmy Butler to the Golden State Warriors for Andrew Wiggins, Dennis Schroder, Kyle Anderson and a protected first-round pick, sources tell ESPN. pic.twitter.com/82mWHKCnVM— Shams Charania (@ShamsCharania) February 6, 2025
NBA Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga