Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Kári Mímisson skrifar 6. febrúar 2025 17:40 Sara Rún Hinriksdóttir átti frábæran leik í kvöld og skoraði 29 stig. FIBA Basketball Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta var nálægt því að ná einum óvæntustu úrslitum undankeppni Evrópumótsins þegar liðið stóð vel í toppliði Tyrkja á útivelli. Tyrkland vann leikinn á endanum með sjö stiga mun, 83-76. Tyrkirnir eru á toppi riðilsins, í sautjánda sæti á heimslistanum og búnir að tryggja sig inn á Eurobasket en þær tyrknesku þurftu heldur betur að hafa fyrir þessum sigri. Tyrkneska liðið var vissulega með frumkvæðið allan leikinn en losaði sig aldrei við baráttuglaðar íslenskar stelpur. Íslenska liðið gaf mikið í þennan leik og voru búnar með bensínið í lokin þegar Tyrkland kláraði leikinn. Sara Rún Hinriksdóttir sneri aftur inn í landsliðið eftir meiðsli og átti frábæran leik. Hún skoraði 29 stig í kvöld á þessum erfiða útivelli. Danielle Rodriguez var með 17 stig og 5 stoðsendingar en þær tvær voru að spila sinn fyrsta landsleik saman. Frekari umfjöllun kemur inn á Vísi seinna í kvöld. Landslið kvenna í körfubolta
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta var nálægt því að ná einum óvæntustu úrslitum undankeppni Evrópumótsins þegar liðið stóð vel í toppliði Tyrkja á útivelli. Tyrkland vann leikinn á endanum með sjö stiga mun, 83-76. Tyrkirnir eru á toppi riðilsins, í sautjánda sæti á heimslistanum og búnir að tryggja sig inn á Eurobasket en þær tyrknesku þurftu heldur betur að hafa fyrir þessum sigri. Tyrkneska liðið var vissulega með frumkvæðið allan leikinn en losaði sig aldrei við baráttuglaðar íslenskar stelpur. Íslenska liðið gaf mikið í þennan leik og voru búnar með bensínið í lokin þegar Tyrkland kláraði leikinn. Sara Rún Hinriksdóttir sneri aftur inn í landsliðið eftir meiðsli og átti frábæran leik. Hún skoraði 29 stig í kvöld á þessum erfiða útivelli. Danielle Rodriguez var með 17 stig og 5 stoðsendingar en þær tvær voru að spila sinn fyrsta landsleik saman. Frekari umfjöllun kemur inn á Vísi seinna í kvöld.