Körfubolti

Ár­mann á­fram ósigrað eftir há­spennu­leik í Vestur­bæ

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Birgit Ósk Snorradóttir var öflug í liði Ármanns í kvöld.
Birgit Ósk Snorradóttir var öflug í liði Ármanns í kvöld. Ármann

Ármann lagði KR með minnsta mun þegar topplið 1. deildar kvenna í körfubolta mættust í Vesturbænum. Ármann er þar með enn ósigrað á toppi deildarinnar á meðan KR er í 2. sætinu eftir að hafa tapað aðeins tveimur leikjum, báðum gegn toppliðinu.

Leikur kvöldsins var æsispennandi og spennustigið hátt. KR var hænuskrefi framar að loknum fyrsta leikhluta en gestirnir sýndu klærnar í öðrum leikhluta og voru fimm stigum yfir í hálfleik.

KR gerði hvað það gat í síðari hálfleik en á endanum vantaði örlítið upp á. Gestirnir fóru með eins stigs sigur af hólmi, lokatölur 74-76.

Cheah Emountainspring Rael Whitsitt var stigahæst hjá KR með 23 stig. Hún tók einnig 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Rebekka Rut Steingrímsdóttir skoraði þá 19 stig og tók 13 fráköst.

Í liði Ármanns var Carlotta Ellenrieder stigahæst með 24 stig ásamt því að taka 10 fráköst. Birgit Ósk Snorradóttir kom þar á eftir með 17 stig.

Stöðuna í deildinni má sjá á vef KKÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×