Josh Allen bestur í NFL-deildinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2025 13:01 Enginn háskóli hafði áhuga á Josh Allen er hann kom úr framhaldsskóla. Hann er núna verðmætasti leikmaður NFL-deildarinnar. vísir/getty Lokahóf NFL-deildarinnar, NFL Honors, fór fram í nótt en þá voru bestu leikmenn deildarinnar heiðraðir. Snoop Dogg var veislustjóri hátíðarinnar og fór á kostum eins og hans var von og vísa. Hér að neðan má stórkostlegt atriði með honum og Roger Goodell, yfirmanni deildarinnar. Looks like Roger Goodell has picked up some new lingo hanging out with Snoop 😂 @SnoopDogg @nflcommish📺: #NFLHonors on FOX & @NFLNetwork📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/mArz3JcBFM— NFL (@NFL) February 7, 2025 Josh Allen, leikstjórnandi Buffalo Bills, var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar, MVP, en valið stóð á milli hans og Lamar Jackson, leikstjórnanda Baltimore Ravens. Þeir voru langefstir í kjörinu en Allen fékk fjögur fleiri atkvæði í efsta sætið. A moment that MVP Josh Allen will cherish for the rest of his life 🏆 @Invisalign📺: #NFLHonors on FOX & NFLN📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/GaafXND5pV— NFL (@NFL) February 7, 2025 Sóknarleikmaður ársins var Saquon Barkley, hlaupari Philadelphia Eagles, en hann hljóp yfir 2.000 jarda á tímabilinu og var óstöðvandi. Varnarmaður ársins var bakvörður Denver Broncos, Patrick Surtain II. Hann stal fjórum boltum í vetur og aðeins voru 34 gripnir boltar í horninu sem hann sá um. Hann sló Trey Hendrickson og Myles Garrett við í þessu vali. Endurkomuleikmaður ársins var Joe Burrow, leikstjórnandi Cincinnati Bengals. Hann var að koma til baka eftir meiðsli og átti geggjað ár þó svo liðið hafi ekki staðið undir væntingum. Þjálfari ársins var síðan Kevin O´Connell, þjálfari Minnesota Vikings. Ekki var búist við neinu af liðinu en það kom gríðarlega á óvart í allan vetur og fór í úrslitakeppnina. Kevin O'Connell is your Coach of the Year! @Vikings📺: #NFLHonors on FOX & @NFLNetwork📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/g66Za07wEe— NFL (@NFL) February 7, 2025 Besti sóknarnýliðinn var síðan hinn magnaði leikstjórnandi Washington Commanders, Jayden Daniels. Besti varnarnýliðinn var síðan Jared Verse, leikmaður LA Rams. From the Heisman to the No. 2 overall pick to OROY 🙌 @JayD__5📺: #NFLHonors on FOX & NFLN📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/AhnNwCidau— NFL (@NFL) February 7, 2025 Fjórir leikmenn voru síðan teknir inn í frægðarhöll deildarinnar, Hall of Fame. Það voru þeir Eric Allen, Jared Allen, Antonio Gates og Sterling Sharpe. Bróðir Sterling, Shannon, er þegar í frægðarhöllinni en þeir eru fyrstu bræðurnir sem komast þangað. Super Bowl fer svo fram á sunnudag. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefst upphitun fyrir leikinn 22.00. NFL Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Sjá meira
Snoop Dogg var veislustjóri hátíðarinnar og fór á kostum eins og hans var von og vísa. Hér að neðan má stórkostlegt atriði með honum og Roger Goodell, yfirmanni deildarinnar. Looks like Roger Goodell has picked up some new lingo hanging out with Snoop 😂 @SnoopDogg @nflcommish📺: #NFLHonors on FOX & @NFLNetwork📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/mArz3JcBFM— NFL (@NFL) February 7, 2025 Josh Allen, leikstjórnandi Buffalo Bills, var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar, MVP, en valið stóð á milli hans og Lamar Jackson, leikstjórnanda Baltimore Ravens. Þeir voru langefstir í kjörinu en Allen fékk fjögur fleiri atkvæði í efsta sætið. A moment that MVP Josh Allen will cherish for the rest of his life 🏆 @Invisalign📺: #NFLHonors on FOX & NFLN📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/GaafXND5pV— NFL (@NFL) February 7, 2025 Sóknarleikmaður ársins var Saquon Barkley, hlaupari Philadelphia Eagles, en hann hljóp yfir 2.000 jarda á tímabilinu og var óstöðvandi. Varnarmaður ársins var bakvörður Denver Broncos, Patrick Surtain II. Hann stal fjórum boltum í vetur og aðeins voru 34 gripnir boltar í horninu sem hann sá um. Hann sló Trey Hendrickson og Myles Garrett við í þessu vali. Endurkomuleikmaður ársins var Joe Burrow, leikstjórnandi Cincinnati Bengals. Hann var að koma til baka eftir meiðsli og átti geggjað ár þó svo liðið hafi ekki staðið undir væntingum. Þjálfari ársins var síðan Kevin O´Connell, þjálfari Minnesota Vikings. Ekki var búist við neinu af liðinu en það kom gríðarlega á óvart í allan vetur og fór í úrslitakeppnina. Kevin O'Connell is your Coach of the Year! @Vikings📺: #NFLHonors on FOX & @NFLNetwork📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/g66Za07wEe— NFL (@NFL) February 7, 2025 Besti sóknarnýliðinn var síðan hinn magnaði leikstjórnandi Washington Commanders, Jayden Daniels. Besti varnarnýliðinn var síðan Jared Verse, leikmaður LA Rams. From the Heisman to the No. 2 overall pick to OROY 🙌 @JayD__5📺: #NFLHonors on FOX & NFLN📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/AhnNwCidau— NFL (@NFL) February 7, 2025 Fjórir leikmenn voru síðan teknir inn í frægðarhöll deildarinnar, Hall of Fame. Það voru þeir Eric Allen, Jared Allen, Antonio Gates og Sterling Sharpe. Bróðir Sterling, Shannon, er þegar í frægðarhöllinni en þeir eru fyrstu bræðurnir sem komast þangað. Super Bowl fer svo fram á sunnudag. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefst upphitun fyrir leikinn 22.00.
NFL Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Sjá meira