Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar 7. febrúar 2025 14:47 Nýleg sala hugverkaréttinda Kerecis til móðurfélagsins Coloplast fyrir um 1.300 milljónir dala (rúmlega 180 milljarða króna) hefur vakið verðskuldaða athygli. Þessi sala, sem skilar íslenska ríkissjóðnum um 40 milljörðum króna í skatttekjur, er skýr áminning um mikilvægi nýsköpunar og hugverkaiðnaðar fyrir íslenskt efnahagslíf. Hún varpar einnig ljósi á mikilvægi Vestfjarða fyrir þjóðarbúið og nauðsyn þess að styðja við innviðauppbyggingu á svæðinu. Vestfirðir í forgrunni verðmætasköpunar Kerecis, sem hefur verið í fremstu röð líftæknifyrirtækja vil ég segja á heimsvísu, er skýrt dæmi um hvernig nýsköpun getur skapað umtalsverð verðmæti fyrir samfélagið. Fyrirtækið hefur skapað hundruð starfa og aflað gríðarlegra tekna í íslenskt hagkerfi. Þess ber að geta að af 130 starfsmönnum Kerecis á Íslandi starfa 80 á Ísafirði. Þessi starfsemi sýnir skýrt að Vestfirðir geta verið lykilþáttur í þróun hugverka- og líftækniiðnaðar á Íslandi. Þegar sala Kerecis til Coloplast fór fram árið 2023 runnu 22 milljarðar króna til hluthafa á Vestfjörðum, sem undirstrikar þann mikla efnahagslega ávinning sem svæðið getur veitt landsmönnum öllum. Ef litið er til skattteknanna sem ríkið fær af þessari einstöku sölu og þær settar í samhengi við það fjármagn sem þarf til nauðsynlegrar innviðauppbyggingar á Vestfjörðum þá er það næstum fjórðungur af því þeirri upphæð. En gróft mat á þeim samgöngubótum er um 84 milljarðar króna. Þessar framkvæmdir eru grunnurinn í nýjum samgöngusáttmála fyrir Vestfirði, Vestfjarðalínu. Innviðauppbygging er grunnur að frekari verðmætasköpun Vestfirðir eru fjórðungur mikilla tækifæra og atvinnusköpunar sjávarútvegi, fiskeldi, ferðaþjónustu og hvers kyns nýsköpun. Hins vegar hefur innviðaskortur staðið í vegi fyrir frekari uppbyggingu og efnahagslegri þróun, og tækifæri hafa glatast. Samgöngur eru sérstaklega veikur hlekkur, þar sem vegakerfið er ekki í samræmi við þarfir nútíma atvinnulífs. Það er því skoðunarvert að líta til þessara nýju skatttekna sem hluta mögulegs fjármögnunar fyrir nauðsynlega vegabætur og aðra innviðauppbyggingu á Vestfjörðum. Síðustu ár hafa myndast gríðarleg verðmæti í fjölmörgum atvinnugreinum á Vestfjörðum og hefur uppgangur síðustu ára aukið skattspor Vestfjarða verulega. Samkvæmt greiningum sem KPMG gerði fyrir Innviðafélag Vestfjarða þá skilaði atvinnulífið á Vestfjörðum 40 milljörðum á árunum 2019-2022 í sameiginlega sjóði landsmanna sem er dágott fyrir ekki stærri landshluta þar sem 2% þjóðarinnar býr. Nýsköpun sem burðarás íslensks hagkerfis Saga Kerecis sýnir að hugverkaiðnaður getur skapað gífurleg verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Það skiptir máli að styðja við og efla nýsköpun á Íslandi, og búa til góða vaxtarumgjörð fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Góður árangur Kerecis undirstrikar hversu mikilvægt er að styðja við fyrirtæki sem byggja á nýsköpun, bæði með beinum fjárfestingum í rannsóknum og þróun, en ekki síður með innviðauppbyggingu sem gerir svæðum eins og Vestfjörðum kleift að blómstra. Vestfirðir eru og geta áfram verið mikilvægur hluti íslensks efnahagslífs, en til þess að svo verði þarf markvissa uppbyggingu innviða. Saga Kerecis er frábært dæmi um það hvernig nýsköpun getur skilað þjóðarbúinu gríðarlegum tekjum, en hún sýnir einnig að til þess að slík verðmætasköpun eigi sér stað, þurfa að vera til staðar góðar aðstæður fyrir nýsköpun og atvinnuuppbyggingu. Hödundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Lára Jónsdóttir Ísafjarðarbær Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Nýleg sala hugverkaréttinda Kerecis til móðurfélagsins Coloplast fyrir um 1.300 milljónir dala (rúmlega 180 milljarða króna) hefur vakið verðskuldaða athygli. Þessi sala, sem skilar íslenska ríkissjóðnum um 40 milljörðum króna í skatttekjur, er skýr áminning um mikilvægi nýsköpunar og hugverkaiðnaðar fyrir íslenskt efnahagslíf. Hún varpar einnig ljósi á mikilvægi Vestfjarða fyrir þjóðarbúið og nauðsyn þess að styðja við innviðauppbyggingu á svæðinu. Vestfirðir í forgrunni verðmætasköpunar Kerecis, sem hefur verið í fremstu röð líftæknifyrirtækja vil ég segja á heimsvísu, er skýrt dæmi um hvernig nýsköpun getur skapað umtalsverð verðmæti fyrir samfélagið. Fyrirtækið hefur skapað hundruð starfa og aflað gríðarlegra tekna í íslenskt hagkerfi. Þess ber að geta að af 130 starfsmönnum Kerecis á Íslandi starfa 80 á Ísafirði. Þessi starfsemi sýnir skýrt að Vestfirðir geta verið lykilþáttur í þróun hugverka- og líftækniiðnaðar á Íslandi. Þegar sala Kerecis til Coloplast fór fram árið 2023 runnu 22 milljarðar króna til hluthafa á Vestfjörðum, sem undirstrikar þann mikla efnahagslega ávinning sem svæðið getur veitt landsmönnum öllum. Ef litið er til skattteknanna sem ríkið fær af þessari einstöku sölu og þær settar í samhengi við það fjármagn sem þarf til nauðsynlegrar innviðauppbyggingar á Vestfjörðum þá er það næstum fjórðungur af því þeirri upphæð. En gróft mat á þeim samgöngubótum er um 84 milljarðar króna. Þessar framkvæmdir eru grunnurinn í nýjum samgöngusáttmála fyrir Vestfirði, Vestfjarðalínu. Innviðauppbygging er grunnur að frekari verðmætasköpun Vestfirðir eru fjórðungur mikilla tækifæra og atvinnusköpunar sjávarútvegi, fiskeldi, ferðaþjónustu og hvers kyns nýsköpun. Hins vegar hefur innviðaskortur staðið í vegi fyrir frekari uppbyggingu og efnahagslegri þróun, og tækifæri hafa glatast. Samgöngur eru sérstaklega veikur hlekkur, þar sem vegakerfið er ekki í samræmi við þarfir nútíma atvinnulífs. Það er því skoðunarvert að líta til þessara nýju skatttekna sem hluta mögulegs fjármögnunar fyrir nauðsynlega vegabætur og aðra innviðauppbyggingu á Vestfjörðum. Síðustu ár hafa myndast gríðarleg verðmæti í fjölmörgum atvinnugreinum á Vestfjörðum og hefur uppgangur síðustu ára aukið skattspor Vestfjarða verulega. Samkvæmt greiningum sem KPMG gerði fyrir Innviðafélag Vestfjarða þá skilaði atvinnulífið á Vestfjörðum 40 milljörðum á árunum 2019-2022 í sameiginlega sjóði landsmanna sem er dágott fyrir ekki stærri landshluta þar sem 2% þjóðarinnar býr. Nýsköpun sem burðarás íslensks hagkerfis Saga Kerecis sýnir að hugverkaiðnaður getur skapað gífurleg verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Það skiptir máli að styðja við og efla nýsköpun á Íslandi, og búa til góða vaxtarumgjörð fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Góður árangur Kerecis undirstrikar hversu mikilvægt er að styðja við fyrirtæki sem byggja á nýsköpun, bæði með beinum fjárfestingum í rannsóknum og þróun, en ekki síður með innviðauppbyggingu sem gerir svæðum eins og Vestfjörðum kleift að blómstra. Vestfirðir eru og geta áfram verið mikilvægur hluti íslensks efnahagslífs, en til þess að svo verði þarf markvissa uppbyggingu innviða. Saga Kerecis er frábært dæmi um það hvernig nýsköpun getur skilað þjóðarbúinu gríðarlegum tekjum, en hún sýnir einnig að til þess að slík verðmætasköpun eigi sér stað, þurfa að vera til staðar góðar aðstæður fyrir nýsköpun og atvinnuuppbyggingu. Hödundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun