Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar 9. febrúar 2025 09:30 Erum við í alvörunni á þeim stað á Íslandi árið 2025 að tré í Öskjuhlíðinni fá að storka örlögum upp á líf og dauða hjá bráðveikum einstaklingum af landsbyggðinni? Nú er búið að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar og er nú einungis ein flugbraut í notkun. Þessi tilskipun Samgöngustofu til ISAVIA stendur þar til 5.maí en verður framlengd ef Reykjavíkurborg hefur ekki brugðist við á þeim tíma, til þessa að tryggja flugöryggi. Samkvæmt tilkynningu frá Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi segir að takmörkun á umferð um Reykjavíkurflugvöll geta dregið úr lífslíkum þeirra sem flutt eru með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Árlega eru um 1000 sjúklingar fluttir með sjúkraflugi í flugvélum og um 650 af þeim eru fluttir til Reykjavíkur. Í tæplega helmingi tilfella er um að ræða sjúklinga sem þurfa nauðsynlega að komast í bráðaþjónustu á Landspítala Háskólasjúkrahúsi og þar með talið sjúklingar sem þurfa að komast í tímaháð inngrip vegna bráðra kransæðaþrenginga, heilablóðfalla og háorkuáverka, svo eitthvað sé nefnt. Árlega greinast um 50 einstaklingar búsettir á Austurlandi með krabbamein. Megnið af þeim sækir sína meðferð til Reykjavíkur og þurfa að treysta á flugsamgöngur. Ítrekað er talað um jöfnuð m.a. varðandi aðgengi að læknisþjónustu en þarna er svo sannarlega skerðing sem getur verið upp á líf og dauða! Fólk stoppar stutt á sjúkrahúsi vegna meðferða og fer því heim fljótt, en það er fátt betra en að geta verið heima við á milli meðferða ef heilsan leyfir En það er samt háð því að geta treyst á flugsamgöngur ef eitthvað kemur upp á. Við treystum og skorum á stjórnvöld að grípa hér inn í og flýta fyrir þessari framkvæmd í Öskjuhlíðinni og að allir forgangsraði rétt þar sem mannslíf eru dýrmætari en tré! Höfundur er formaður Krabbameinsfélags Austfjarða Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Byggðamál Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Erum við í alvörunni á þeim stað á Íslandi árið 2025 að tré í Öskjuhlíðinni fá að storka örlögum upp á líf og dauða hjá bráðveikum einstaklingum af landsbyggðinni? Nú er búið að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar og er nú einungis ein flugbraut í notkun. Þessi tilskipun Samgöngustofu til ISAVIA stendur þar til 5.maí en verður framlengd ef Reykjavíkurborg hefur ekki brugðist við á þeim tíma, til þessa að tryggja flugöryggi. Samkvæmt tilkynningu frá Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi segir að takmörkun á umferð um Reykjavíkurflugvöll geta dregið úr lífslíkum þeirra sem flutt eru með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Árlega eru um 1000 sjúklingar fluttir með sjúkraflugi í flugvélum og um 650 af þeim eru fluttir til Reykjavíkur. Í tæplega helmingi tilfella er um að ræða sjúklinga sem þurfa nauðsynlega að komast í bráðaþjónustu á Landspítala Háskólasjúkrahúsi og þar með talið sjúklingar sem þurfa að komast í tímaháð inngrip vegna bráðra kransæðaþrenginga, heilablóðfalla og háorkuáverka, svo eitthvað sé nefnt. Árlega greinast um 50 einstaklingar búsettir á Austurlandi með krabbamein. Megnið af þeim sækir sína meðferð til Reykjavíkur og þurfa að treysta á flugsamgöngur. Ítrekað er talað um jöfnuð m.a. varðandi aðgengi að læknisþjónustu en þarna er svo sannarlega skerðing sem getur verið upp á líf og dauða! Fólk stoppar stutt á sjúkrahúsi vegna meðferða og fer því heim fljótt, en það er fátt betra en að geta verið heima við á milli meðferða ef heilsan leyfir En það er samt háð því að geta treyst á flugsamgöngur ef eitthvað kemur upp á. Við treystum og skorum á stjórnvöld að grípa hér inn í og flýta fyrir þessari framkvæmd í Öskjuhlíðinni og að allir forgangsraði rétt þar sem mannslíf eru dýrmætari en tré! Höfundur er formaður Krabbameinsfélags Austfjarða
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar