Ítrekar að honum er alvara um Kanada Samúel Karl Ólason skrifar 10. febrúar 2025 14:37 Donald Trump í forsetaflugvélinni í gær. AP/Ben Curtis Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað að honum sé alvara um að hann vilji að Kanada verði hluti af Bandaríkjunum. Kanadamönnum væri betur borgið innan Bandaríkjanna og hélt hann því fram Bandaríkjamenn „niðurgreiddu“ Kanada. Í viðtali sem sýnt var á Fox News í gær hélt Trump því fram að Kanada græddi tvö hundruð milljarða dala af Bandaríkjunum á ári og hann myndi ekki láta það viðgangast lengur. „Af hverju erum við að borga 200 milljarða dala á ári, í rauninni að niðurgreiða Kanada?“ spurði Trump í viðtalinu. Eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar er það ekki rétt að Bandaríkin „niðurgreiði“ Kanada. Viðskiptahalli ríkjanna hefur aukist töluvert á undanförnum árum og var árið 2023 kominn í 72 milljarða dala. Þessi aukning er þó að mestu til komin vegna aukinna kaupa Bandaríkjamanna á hráolíu frá Kanada. Olíu sem unnin er í Bandaríkjunum. Trump hélt því einnig fram fyrr í gærkvöldi að Kanda gæti ekki verið til án viðskipta við Bandaríkin og varaði við því að Kanadamenn, sem komu að stofnun Atlantshafsbandalagsins með Bandaríkjunum, gætu ekki lengur treyst á Bandaríkin í varnarmálum. „Þú veist, þeir borga ekki mikið fyrir her. Ástæðan fyrir því að þeir borga ekki mikið, er að þeir gera ráð fyrir að við munum verja þá. Þeir geta ekki gengið að því vísu. Af hverju erum við að verja annað ríki?“ spurði Trump. Hann hélt því svo fram að hann elskaði Kanadamenn og að samband hans við þá væri frábært. „En, ef þeir yrðu 51. ríkið væri það það allra besta sem þeir gætu gert,“ sagði Trump. Segir Trump sækjast eftir auðlindum Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði á fundi með leiðtogum úr viðskipta- og verkalýðssamfélögum Kanada, að hann teldi Trump vera alvara þegar hann talaði um að Kanada gengi inn í Bandaríkin. Forsætisráðherrann heyrðist segja að hann teldi Trump vilja aðgang að náttúruauðlindum Kanada og að Trump teldi auðveldustu leiðina til þess vera að Kanada yrði hluti af Bandaríkjunum. „Þeir eru mjög meðvitaðir um auðlindir okkar og þeir eru áfjáðir í að geta hagnast á þeim,“ heyrðist Trudeau segja. Kannanir í Kanada hafa sýnt að íbúum þar er verulega illa við hugmyndir Trumps um að ríkið gangi inn í Bandaríkin. Kanadíski miðillinn Global News sagði frá því á dögunum að yfirgnæfandi meirihluti Kanadamanna væri reiður yfir ítrekuðum ummælum Trumps. Í nýrri könnun hefðu 68 prósent svarenda sagst sjá Bandaríkin í neikvæðara ljósi en áður en haft er eftir einum þeirra sem stóðu fyrir könnuninni að fólki hafi verið mjög heitt í hamsi. Reiðin var hvað mest meðal þeirra sem voru eldri en 55 ára. Tveir þriðju svarenda sögðust ætla að forðast það að setja vörur frá Bandaríkjunum í innkaupakerrur sínar í framtíðinni og sambærilegur fjöldi sagðist ekki ætla að ferðast til Bandaríkjanna. Leitar vina og markaða í Evrópu Trump sagði einnig í gær að hann væri ekki sannfærður um að ráðamenn í Kanada og í Mexíkó væru að gera nóg til að koma í veg fyrir umfangsmikla tolla sem hann frestaði um þrjátíu daga fyrr í þessum mánuði. Slíkir tollar á vörur frá Kanada, eins og áðurnefnda hráolíu og íhluti í bíla, gætu valdið miklu tjóni á hagkerfi Kanada. Það er mjög samofið hagkerfi Bandaríkjanna. Trudeau er nú á ferð um Evrópu en samkvæmt Ríkisútvarpi Kanada (CBC) er hann þar til að styrkja tengsl við ríki Evrópu á sviði viðskipta og varnarmála. Haft er eftir fyrrverandi ráðgjafa forsætisráðherrans að hann muni að öllum líkindum ræða við ráðamenn í Evrópu um hvernig bregðast eigi við orðum og gjörðum Trumps og óvissunni sem fylgir honum. Trump hefur einnig hótað Evrópusambandinu umfangsmiklum tollum. Kanada og ESB hafa gert fríverslunarsamning sín á milli, sem skrifað var undir þann 2016 en samkvæmt frétt CBC hefur ávinningur af þeim samningi verið minni en vonast var til. Tíu aðildarríki ESB hafa ekki skrifað undir samninginn en búist er við því að Trudeau muni reyna að sannfæra ráðamenn þeirra um að skrifa loks undir hann og meðal annars nota hótanir Trumps til að ná því fram. Bandaríkin Donald Trump Kanada Evrópusambandið Skattar og tollar Tengdar fréttir Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla leggja 25 prósenta toll á allan innflutning á stáli og áli strax á morgun. Þá muni hann einnig leggja gagnkvæma tolla á öll ríki sem hafa lagt tolla á bandarískan útflutning. 9. febrúar 2025 23:46 Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og Pawel Bartoszek alþingismaður og formaður utanríkismálanefndar segja alþjóðasamfélagið þurfa að venjast nýrri taktík í pólitík með tilkomu Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna í annað sinn. Gott sé fyrir Íslendinga að vera í fleiri bandalögum en færri. 9. febrúar 2025 14:49 Tugmilljarða hagsmunir í húfi Samtök Iðnaðarins segja Evrópumarkað vera mikilvægasta markað Íslands en útflutningur fyrir tugi milljarða á ári sé einnig til Bandaríkjanna og fari vaxandi. Það sé því mikilvægt að Ísland gæti hagsmuna sinna bæði gagnvart ESB og Bandaríkjunum, enda miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan útflutning og þar með hagkerfið og samfélagið allt. 4. febrúar 2025 13:05 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Í viðtali sem sýnt var á Fox News í gær hélt Trump því fram að Kanada græddi tvö hundruð milljarða dala af Bandaríkjunum á ári og hann myndi ekki láta það viðgangast lengur. „Af hverju erum við að borga 200 milljarða dala á ári, í rauninni að niðurgreiða Kanada?“ spurði Trump í viðtalinu. Eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar er það ekki rétt að Bandaríkin „niðurgreiði“ Kanada. Viðskiptahalli ríkjanna hefur aukist töluvert á undanförnum árum og var árið 2023 kominn í 72 milljarða dala. Þessi aukning er þó að mestu til komin vegna aukinna kaupa Bandaríkjamanna á hráolíu frá Kanada. Olíu sem unnin er í Bandaríkjunum. Trump hélt því einnig fram fyrr í gærkvöldi að Kanda gæti ekki verið til án viðskipta við Bandaríkin og varaði við því að Kanadamenn, sem komu að stofnun Atlantshafsbandalagsins með Bandaríkjunum, gætu ekki lengur treyst á Bandaríkin í varnarmálum. „Þú veist, þeir borga ekki mikið fyrir her. Ástæðan fyrir því að þeir borga ekki mikið, er að þeir gera ráð fyrir að við munum verja þá. Þeir geta ekki gengið að því vísu. Af hverju erum við að verja annað ríki?“ spurði Trump. Hann hélt því svo fram að hann elskaði Kanadamenn og að samband hans við þá væri frábært. „En, ef þeir yrðu 51. ríkið væri það það allra besta sem þeir gætu gert,“ sagði Trump. Segir Trump sækjast eftir auðlindum Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði á fundi með leiðtogum úr viðskipta- og verkalýðssamfélögum Kanada, að hann teldi Trump vera alvara þegar hann talaði um að Kanada gengi inn í Bandaríkin. Forsætisráðherrann heyrðist segja að hann teldi Trump vilja aðgang að náttúruauðlindum Kanada og að Trump teldi auðveldustu leiðina til þess vera að Kanada yrði hluti af Bandaríkjunum. „Þeir eru mjög meðvitaðir um auðlindir okkar og þeir eru áfjáðir í að geta hagnast á þeim,“ heyrðist Trudeau segja. Kannanir í Kanada hafa sýnt að íbúum þar er verulega illa við hugmyndir Trumps um að ríkið gangi inn í Bandaríkin. Kanadíski miðillinn Global News sagði frá því á dögunum að yfirgnæfandi meirihluti Kanadamanna væri reiður yfir ítrekuðum ummælum Trumps. Í nýrri könnun hefðu 68 prósent svarenda sagst sjá Bandaríkin í neikvæðara ljósi en áður en haft er eftir einum þeirra sem stóðu fyrir könnuninni að fólki hafi verið mjög heitt í hamsi. Reiðin var hvað mest meðal þeirra sem voru eldri en 55 ára. Tveir þriðju svarenda sögðust ætla að forðast það að setja vörur frá Bandaríkjunum í innkaupakerrur sínar í framtíðinni og sambærilegur fjöldi sagðist ekki ætla að ferðast til Bandaríkjanna. Leitar vina og markaða í Evrópu Trump sagði einnig í gær að hann væri ekki sannfærður um að ráðamenn í Kanada og í Mexíkó væru að gera nóg til að koma í veg fyrir umfangsmikla tolla sem hann frestaði um þrjátíu daga fyrr í þessum mánuði. Slíkir tollar á vörur frá Kanada, eins og áðurnefnda hráolíu og íhluti í bíla, gætu valdið miklu tjóni á hagkerfi Kanada. Það er mjög samofið hagkerfi Bandaríkjanna. Trudeau er nú á ferð um Evrópu en samkvæmt Ríkisútvarpi Kanada (CBC) er hann þar til að styrkja tengsl við ríki Evrópu á sviði viðskipta og varnarmála. Haft er eftir fyrrverandi ráðgjafa forsætisráðherrans að hann muni að öllum líkindum ræða við ráðamenn í Evrópu um hvernig bregðast eigi við orðum og gjörðum Trumps og óvissunni sem fylgir honum. Trump hefur einnig hótað Evrópusambandinu umfangsmiklum tollum. Kanada og ESB hafa gert fríverslunarsamning sín á milli, sem skrifað var undir þann 2016 en samkvæmt frétt CBC hefur ávinningur af þeim samningi verið minni en vonast var til. Tíu aðildarríki ESB hafa ekki skrifað undir samninginn en búist er við því að Trudeau muni reyna að sannfæra ráðamenn þeirra um að skrifa loks undir hann og meðal annars nota hótanir Trumps til að ná því fram.
Bandaríkin Donald Trump Kanada Evrópusambandið Skattar og tollar Tengdar fréttir Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla leggja 25 prósenta toll á allan innflutning á stáli og áli strax á morgun. Þá muni hann einnig leggja gagnkvæma tolla á öll ríki sem hafa lagt tolla á bandarískan útflutning. 9. febrúar 2025 23:46 Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og Pawel Bartoszek alþingismaður og formaður utanríkismálanefndar segja alþjóðasamfélagið þurfa að venjast nýrri taktík í pólitík með tilkomu Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna í annað sinn. Gott sé fyrir Íslendinga að vera í fleiri bandalögum en færri. 9. febrúar 2025 14:49 Tugmilljarða hagsmunir í húfi Samtök Iðnaðarins segja Evrópumarkað vera mikilvægasta markað Íslands en útflutningur fyrir tugi milljarða á ári sé einnig til Bandaríkjanna og fari vaxandi. Það sé því mikilvægt að Ísland gæti hagsmuna sinna bæði gagnvart ESB og Bandaríkjunum, enda miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan útflutning og þar með hagkerfið og samfélagið allt. 4. febrúar 2025 13:05 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla leggja 25 prósenta toll á allan innflutning á stáli og áli strax á morgun. Þá muni hann einnig leggja gagnkvæma tolla á öll ríki sem hafa lagt tolla á bandarískan útflutning. 9. febrúar 2025 23:46
Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og Pawel Bartoszek alþingismaður og formaður utanríkismálanefndar segja alþjóðasamfélagið þurfa að venjast nýrri taktík í pólitík með tilkomu Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna í annað sinn. Gott sé fyrir Íslendinga að vera í fleiri bandalögum en færri. 9. febrúar 2025 14:49
Tugmilljarða hagsmunir í húfi Samtök Iðnaðarins segja Evrópumarkað vera mikilvægasta markað Íslands en útflutningur fyrir tugi milljarða á ári sé einnig til Bandaríkjanna og fari vaxandi. Það sé því mikilvægt að Ísland gæti hagsmuna sinna bæði gagnvart ESB og Bandaríkjunum, enda miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan útflutning og þar með hagkerfið og samfélagið allt. 4. febrúar 2025 13:05