Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2025 11:55 JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna. AP/Matthias Schrader JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, segir að neiti Vladimír Pútin, forseti Rússlands, að semja um frið í Úkraínu og tryggja sjálfstæði Úkraínumanna til lengri tíma, muni Bandaríkin herða refsiaðgerðir og þvinganir gegn Rússlandi. Þá kæmi einnig til greina að senda bandaríska hermenn til Úkraínu. Þetta sagði Vance í viðtali við Wall Street Journal en ummæli hans marka nokkuð breyttan tón, séu þau borin saman við ummæli Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, á dögunum. Viðtalið var tekið skömmu eftir að Donald Trump, forseti, lýsti því yfir að hann hefði rætt við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og að friðarviðræður ættu að hefjast á næstunni. Vance sagðist telja að þar myndu nást samningar sem kæmu mörgum á óvart. Vance mun í dag funda með Vólódímír Selenskí, á hliðarlínu öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi, þar sem hann mun einnig ávarpa aðra leiðtoga í dag. Í ræðu sinni ætlar Vance að skammast út í ráðamenn í Evrópu, fyrir það að neita að vinna með popúlískum flokkum heimsálfunnar. Þeir þurfi að hætta að taka við farandfólki og láta af framsæknum stefnumálum sínum. Vance segist ætla að kalla eftir „hefðbundnum gildum“ og því að endir yrði bundinn á „glæpi“ farandfólks. „Þetta snýst um ritskoðun og fólksflutninga, um þann ótta sem ég og Trump deilum um að leiðtogar Evrópu óttist eigið fólk.“ Hann sagðist meðal annars ætla að kalla eftir því að leiðtogar stjórnmálaflokkum Þýskalands létu af banni þeirra gegn því að vinna með öfgahægriflokknum Valkostur fyrir Þýskaland (AfD). Sjá einnig: Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Þá sagði Vance að lýðræði Evrópu stafaði meiri ógn af farandfólki en af áróðri frá Moskvu og stjórnmálaflokkum sem studdir eru af Kreml. Sú ógn hefði verið ofmetin. Varaforsetinn ætlar einnig að lýsa yfir stuðningi við Elon Musk, sem hefur verið gagnrýndur af ráðamönnum í Evrópu fyrir afskipti af stjórnmálum í heimsálfunni og þá sérstaklega vegna stuðnings hans við AfD. Hann mun segjast sammála Musk um að draga þurfi úr flæði farandfólks til Evrópu og að væri rangt af leiðtogum heimsálfunnar að gagnrýna Musk fyrir ummæli hans. Bandaríkin Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Þýskaland Elon Musk Tengdar fréttir Krafa á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar muni aðeins aukast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra segir ljóst að öll bandalagsríki þurfi að efla sína getu og varnarviðbúnar og að krafa á Evrópuríki um aukin framlög muni aukast. Þorgerður Katrín sótti fund varnarmálaráðherra NATÓ í Brussel í dag. 13. febrúar 2025 22:59 Segir Úkraínu enn á leið í NATO Úkraína mun að endingu ganga í Atlantshafsbandalagið. Þetta sagði Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, þegar þeir töluðu saman í síma í morgun en þá sagði Starmer einnig að engar viðræður um Úkraínu gætu átt sér stað án Úkraínu. 14. febrúar 2025 10:53 Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Skemmdir urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu og eldur kviknaði eftir að dróni flaug á hana í nótt. Forseti Úkraínu fullyrðir að dróninn hafi verið rússneskur og að hann hafi verið öflugan sprengiodd. 14. febrúar 2025 08:51 Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. 14. febrúar 2025 06:38 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Þetta sagði Vance í viðtali við Wall Street Journal en ummæli hans marka nokkuð breyttan tón, séu þau borin saman við ummæli Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, á dögunum. Viðtalið var tekið skömmu eftir að Donald Trump, forseti, lýsti því yfir að hann hefði rætt við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og að friðarviðræður ættu að hefjast á næstunni. Vance sagðist telja að þar myndu nást samningar sem kæmu mörgum á óvart. Vance mun í dag funda með Vólódímír Selenskí, á hliðarlínu öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi, þar sem hann mun einnig ávarpa aðra leiðtoga í dag. Í ræðu sinni ætlar Vance að skammast út í ráðamenn í Evrópu, fyrir það að neita að vinna með popúlískum flokkum heimsálfunnar. Þeir þurfi að hætta að taka við farandfólki og láta af framsæknum stefnumálum sínum. Vance segist ætla að kalla eftir „hefðbundnum gildum“ og því að endir yrði bundinn á „glæpi“ farandfólks. „Þetta snýst um ritskoðun og fólksflutninga, um þann ótta sem ég og Trump deilum um að leiðtogar Evrópu óttist eigið fólk.“ Hann sagðist meðal annars ætla að kalla eftir því að leiðtogar stjórnmálaflokkum Þýskalands létu af banni þeirra gegn því að vinna með öfgahægriflokknum Valkostur fyrir Þýskaland (AfD). Sjá einnig: Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Þá sagði Vance að lýðræði Evrópu stafaði meiri ógn af farandfólki en af áróðri frá Moskvu og stjórnmálaflokkum sem studdir eru af Kreml. Sú ógn hefði verið ofmetin. Varaforsetinn ætlar einnig að lýsa yfir stuðningi við Elon Musk, sem hefur verið gagnrýndur af ráðamönnum í Evrópu fyrir afskipti af stjórnmálum í heimsálfunni og þá sérstaklega vegna stuðnings hans við AfD. Hann mun segjast sammála Musk um að draga þurfi úr flæði farandfólks til Evrópu og að væri rangt af leiðtogum heimsálfunnar að gagnrýna Musk fyrir ummæli hans.
Bandaríkin Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Þýskaland Elon Musk Tengdar fréttir Krafa á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar muni aðeins aukast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra segir ljóst að öll bandalagsríki þurfi að efla sína getu og varnarviðbúnar og að krafa á Evrópuríki um aukin framlög muni aukast. Þorgerður Katrín sótti fund varnarmálaráðherra NATÓ í Brussel í dag. 13. febrúar 2025 22:59 Segir Úkraínu enn á leið í NATO Úkraína mun að endingu ganga í Atlantshafsbandalagið. Þetta sagði Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, þegar þeir töluðu saman í síma í morgun en þá sagði Starmer einnig að engar viðræður um Úkraínu gætu átt sér stað án Úkraínu. 14. febrúar 2025 10:53 Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Skemmdir urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu og eldur kviknaði eftir að dróni flaug á hana í nótt. Forseti Úkraínu fullyrðir að dróninn hafi verið rússneskur og að hann hafi verið öflugan sprengiodd. 14. febrúar 2025 08:51 Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. 14. febrúar 2025 06:38 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Krafa á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar muni aðeins aukast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra segir ljóst að öll bandalagsríki þurfi að efla sína getu og varnarviðbúnar og að krafa á Evrópuríki um aukin framlög muni aukast. Þorgerður Katrín sótti fund varnarmálaráðherra NATÓ í Brussel í dag. 13. febrúar 2025 22:59
Segir Úkraínu enn á leið í NATO Úkraína mun að endingu ganga í Atlantshafsbandalagið. Þetta sagði Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, þegar þeir töluðu saman í síma í morgun en þá sagði Starmer einnig að engar viðræður um Úkraínu gætu átt sér stað án Úkraínu. 14. febrúar 2025 10:53
Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Skemmdir urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu og eldur kviknaði eftir að dróni flaug á hana í nótt. Forseti Úkraínu fullyrðir að dróninn hafi verið rússneskur og að hann hafi verið öflugan sprengiodd. 14. febrúar 2025 08:51
Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. 14. febrúar 2025 06:38