Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2025 16:35 JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna. EPA/RONALD WITTEK JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hellti sér yfir leiðtoga Evrópu á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í dag. Menningarátök voru Vance efst í huga og talaði hann lítið um öryggi á öryggisráðstefnunni. Meðal annars sakaði hann evrópska ráðamenn um að hunsa vilja þjóða sinna, snúa úrslitum kosninga, hunsa trúfrelsi og um að gera ekki nóg til að stöðva flæði flótta- og farandfólks. Hann gagnrýndi þá einnig fyrir viðhorf til þungunarrofs og sakaði Evrópu um að hafa fjarlægst þau „hefðbundnu gildi“ sem heimsálfan hefði deilt með Bandaríkjamönnum. Þá kallaði Vance evrópska embættismenn „commissars“, sem voru lágt settir embættismenn í Kommúnistaflokki Sovétríkjanna, og sagði þá hafa meiri áhuga á því að kæfa málfrelsi íbúa en að tryggja öryggi þeirra. Samkvæmt frétt Politico voru áhorfendur á ráðstefnunni slegnir yfir ummælum Vance. Gestirnir höfðu búist við því að Vance varpaði frekara ljósi á ætlanir ríkisstjórnar Donalds Trump varðandi Úkraínu og það hvort til stæði að kalla bandaríska hermenn heim frá Evrópu. Kvartaði yfir farand- og flóttafólki Vance fór einnig gagnrýnum orðum um þá ákvörðun hæstaréttar Rúmeníu frá því í nóvember um að fella úr gildi úrslit forsetakosninga þar í landi. Mjög svo hægri sinnaður maður vann þær kosningar en hann var sakaður um að hafa hagnast á ólöglegri áróðursherferð sem talin er eiga rætur í Rússlandi. Þegar kemur að málefnum flótta- og farandfólks vísaði Vance til árásarinnar í München í gær, þar sem 24 ára maður frá Afganistan keyrði inn í þvögu fólks og slasaði að minnsta kosti 28. Sjá einnig: Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun „Hve oft þurfum við að verða fyrir þessum hræðulegu áföllum áður en við breytum um stefnu og tökum siðmenningu okkar í aðra átt,“ sagði Vance, sem kemur frá Bandaríkjunum. Hann sagði þar að auki að þessar árásir væru til komnar vegna markvissra ákvarðana stjórnmálamanna í Evrópu. „Óásættanleg“ ummæli Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, gagnrýndi ummæli Vance harðlega þegar hann steig á svið. Hann sagði Vance hafa dregið raunverulegt lýðræði Evrópu í efa. „Hann talar um útrýmingu lýðræðis og ef ég hef skilið hann rétt, er hann að líkja aðstæðum í Evrópu við þær í alræðisríkjum. Það er óásættanlegt,“ sagði Pistorius samkvæmt AFP fréttaveitunni. Hann sagði það lýðræði sem Vance lýsti ekki vera það lýðræði sem hann ætti í kosningabaráttu í. Allir hefðu sína rödd og það ætti einnig við stjórnmálaflokka Þýskalands, sem gætu valið með hverjum þeir vinna. „Lýðræði þýðir ekki að hinn háværi minnihluti hafi sjálfkrafa rétt fyrir sér.“ Hann sagði einnig að lýðræði þyrfti að geta varið sig gegn öfgum. Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Þýskaland Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Meðal annars sakaði hann evrópska ráðamenn um að hunsa vilja þjóða sinna, snúa úrslitum kosninga, hunsa trúfrelsi og um að gera ekki nóg til að stöðva flæði flótta- og farandfólks. Hann gagnrýndi þá einnig fyrir viðhorf til þungunarrofs og sakaði Evrópu um að hafa fjarlægst þau „hefðbundnu gildi“ sem heimsálfan hefði deilt með Bandaríkjamönnum. Þá kallaði Vance evrópska embættismenn „commissars“, sem voru lágt settir embættismenn í Kommúnistaflokki Sovétríkjanna, og sagði þá hafa meiri áhuga á því að kæfa málfrelsi íbúa en að tryggja öryggi þeirra. Samkvæmt frétt Politico voru áhorfendur á ráðstefnunni slegnir yfir ummælum Vance. Gestirnir höfðu búist við því að Vance varpaði frekara ljósi á ætlanir ríkisstjórnar Donalds Trump varðandi Úkraínu og það hvort til stæði að kalla bandaríska hermenn heim frá Evrópu. Kvartaði yfir farand- og flóttafólki Vance fór einnig gagnrýnum orðum um þá ákvörðun hæstaréttar Rúmeníu frá því í nóvember um að fella úr gildi úrslit forsetakosninga þar í landi. Mjög svo hægri sinnaður maður vann þær kosningar en hann var sakaður um að hafa hagnast á ólöglegri áróðursherferð sem talin er eiga rætur í Rússlandi. Þegar kemur að málefnum flótta- og farandfólks vísaði Vance til árásarinnar í München í gær, þar sem 24 ára maður frá Afganistan keyrði inn í þvögu fólks og slasaði að minnsta kosti 28. Sjá einnig: Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun „Hve oft þurfum við að verða fyrir þessum hræðulegu áföllum áður en við breytum um stefnu og tökum siðmenningu okkar í aðra átt,“ sagði Vance, sem kemur frá Bandaríkjunum. Hann sagði þar að auki að þessar árásir væru til komnar vegna markvissra ákvarðana stjórnmálamanna í Evrópu. „Óásættanleg“ ummæli Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, gagnrýndi ummæli Vance harðlega þegar hann steig á svið. Hann sagði Vance hafa dregið raunverulegt lýðræði Evrópu í efa. „Hann talar um útrýmingu lýðræðis og ef ég hef skilið hann rétt, er hann að líkja aðstæðum í Evrópu við þær í alræðisríkjum. Það er óásættanlegt,“ sagði Pistorius samkvæmt AFP fréttaveitunni. Hann sagði það lýðræði sem Vance lýsti ekki vera það lýðræði sem hann ætti í kosningabaráttu í. Allir hefðu sína rödd og það ætti einnig við stjórnmálaflokka Þýskalands, sem gætu valið með hverjum þeir vinna. „Lýðræði þýðir ekki að hinn háværi minnihluti hafi sjálfkrafa rétt fyrir sér.“ Hann sagði einnig að lýðræði þyrfti að geta varið sig gegn öfgum.
Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Þýskaland Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira