Orð skulu standa Jón Pétur Zimsen skrifar 17. febrúar 2025 14:02 Það er freistandi fyrir stjórnmálamenn, sérstaklega í aðdraganda kosninga, að lofa hinu og þessu eða segjast ætla að gera flest fyrir marga og þannig sópa að sér atkvæðum hjá vongóðum kjósendum. Þessi hegðun getur þó skaðað mikið, bæði fyrir þann sem skapar væntingar og þá sem verða fyrir vonbrigðum. Ein okkar mikilvægasta stétt, kennarar, er því miður á leið í verkfall, enn á ný, því óralangt virðist vera á milli deiluaðila. Undirritaður telur rétt að rifja upp það sem oddvitar ríkisstjórnarinnar, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, höfðu að segja um stöðuna þegar þær gátu farið með söluræðurnar fyrir kosningar. „Samfylkingin hefur lýst því yfir víða og ég get sagt það bara hér að við styðjum kennara heilshugar í sinni kjarabaráttu,“ sagði Kristrún Frostadóttir, nú hæstvirtur forsætisráðherra í kappræðum RÚV í nóvember. Önnur verðandi valkyrja, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nú hæstvirtur utanríkisráðherra, sparaði heldur ekki stóru orðin á sama vettvangi: „Ég hvet næstu ríkisstjórn til að taka þetta verkefni föstum tökum og nýta tímann fram til 31. janúar til að það verði það umhverfi fyrir kennara að við fáum áfram að þroskast og dafna, bæði fyrir börnin og aðra.“ sagði Þorgerður Katrín sem endaði svo í næstu ríkisstjórn. Þetta lét Þorgerður hafa eftir sér meðan hún horfði djúpt í myndavélina og vildi sérstaklega ávarpa kennara, móðurlegri röddu. Hún sagði kjarasamninga koma til ára sinna og málum hefði verið ýtt á undan sér, það þyrfti að taka betur utan um kennara. Skilaboðin voru skýr. Ef hún kæmist í ríkisstjórn myndi hún taka á málunum enda Viðreisn barist fyrir bættum kjörum kvennastétta, utan ríkisstjórnar. Ábyrgðarlaus. Líklega hafa einhverjar kampavínsflöskur verið opnaðar á kennaraheimilum þegar Valkyrjurnar komust til valda. Verkstjórnin mikla sem - stæði við það sem hún segði - var komin við stjórn. Ljóst er að lítil innistæða var og er fyrir fagurgali oddvitanna tveggja fyrir kosningar. Menntamál eru eitthvað sem þær raða í neðstu skúffu. Þingmálaskráin í þessum mikilvæga málaflokki er svo þunn að í gegnum hana sést, ekki er mikill bragur á því. Fyrir utan þá dapurlegu staðreynd að 40% íslenskra barna eru ekki með grunnfærni í lesskilningi þá hefur börnum sjaldan liðið jafn illa og verið jafn einmana. Líðan barna hefur verið verulegt áhyggjumál eftir heimsfaraldur þegar að þau einangruðust heima því ekki var hægt að fara í skólann. Núna, 17. febrúar, eru verkföll kennara boðuð eftir fjóra daga því svo að ekki verður í boði fyrir hundruð barna að mæta í skólann. Það er ekki hlutverk ráðherra að grípa inn í yfirstandandi kjaraviðræður, enda eiga þeir ekki sæti við borðið. Hlutverk ráðherra er aftur á móti tvímælalaust það að sýna á spilin, nema þá að ríkisstjórnin hafi ekki í hyggju að grípa til aðgerða í málefnum barna. Ég efast um að kennarar og aðrir kjósendur hafi gleymt gylliboðunum sem látin voru falla fyrir kosningar og haft til þeirra raunhæfar og sjálfsagðar væntingar. Fæstir brenna sig tvisvar á sama loganum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Það er freistandi fyrir stjórnmálamenn, sérstaklega í aðdraganda kosninga, að lofa hinu og þessu eða segjast ætla að gera flest fyrir marga og þannig sópa að sér atkvæðum hjá vongóðum kjósendum. Þessi hegðun getur þó skaðað mikið, bæði fyrir þann sem skapar væntingar og þá sem verða fyrir vonbrigðum. Ein okkar mikilvægasta stétt, kennarar, er því miður á leið í verkfall, enn á ný, því óralangt virðist vera á milli deiluaðila. Undirritaður telur rétt að rifja upp það sem oddvitar ríkisstjórnarinnar, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, höfðu að segja um stöðuna þegar þær gátu farið með söluræðurnar fyrir kosningar. „Samfylkingin hefur lýst því yfir víða og ég get sagt það bara hér að við styðjum kennara heilshugar í sinni kjarabaráttu,“ sagði Kristrún Frostadóttir, nú hæstvirtur forsætisráðherra í kappræðum RÚV í nóvember. Önnur verðandi valkyrja, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nú hæstvirtur utanríkisráðherra, sparaði heldur ekki stóru orðin á sama vettvangi: „Ég hvet næstu ríkisstjórn til að taka þetta verkefni föstum tökum og nýta tímann fram til 31. janúar til að það verði það umhverfi fyrir kennara að við fáum áfram að þroskast og dafna, bæði fyrir börnin og aðra.“ sagði Þorgerður Katrín sem endaði svo í næstu ríkisstjórn. Þetta lét Þorgerður hafa eftir sér meðan hún horfði djúpt í myndavélina og vildi sérstaklega ávarpa kennara, móðurlegri röddu. Hún sagði kjarasamninga koma til ára sinna og málum hefði verið ýtt á undan sér, það þyrfti að taka betur utan um kennara. Skilaboðin voru skýr. Ef hún kæmist í ríkisstjórn myndi hún taka á málunum enda Viðreisn barist fyrir bættum kjörum kvennastétta, utan ríkisstjórnar. Ábyrgðarlaus. Líklega hafa einhverjar kampavínsflöskur verið opnaðar á kennaraheimilum þegar Valkyrjurnar komust til valda. Verkstjórnin mikla sem - stæði við það sem hún segði - var komin við stjórn. Ljóst er að lítil innistæða var og er fyrir fagurgali oddvitanna tveggja fyrir kosningar. Menntamál eru eitthvað sem þær raða í neðstu skúffu. Þingmálaskráin í þessum mikilvæga málaflokki er svo þunn að í gegnum hana sést, ekki er mikill bragur á því. Fyrir utan þá dapurlegu staðreynd að 40% íslenskra barna eru ekki með grunnfærni í lesskilningi þá hefur börnum sjaldan liðið jafn illa og verið jafn einmana. Líðan barna hefur verið verulegt áhyggjumál eftir heimsfaraldur þegar að þau einangruðust heima því ekki var hægt að fara í skólann. Núna, 17. febrúar, eru verkföll kennara boðuð eftir fjóra daga því svo að ekki verður í boði fyrir hundruð barna að mæta í skólann. Það er ekki hlutverk ráðherra að grípa inn í yfirstandandi kjaraviðræður, enda eiga þeir ekki sæti við borðið. Hlutverk ráðherra er aftur á móti tvímælalaust það að sýna á spilin, nema þá að ríkisstjórnin hafi ekki í hyggju að grípa til aðgerða í málefnum barna. Ég efast um að kennarar og aðrir kjósendur hafi gleymt gylliboðunum sem látin voru falla fyrir kosningar og haft til þeirra raunhæfar og sjálfsagðar væntingar. Fæstir brenna sig tvisvar á sama loganum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun