Orð skulu standa Jón Pétur Zimsen skrifar 17. febrúar 2025 14:02 Það er freistandi fyrir stjórnmálamenn, sérstaklega í aðdraganda kosninga, að lofa hinu og þessu eða segjast ætla að gera flest fyrir marga og þannig sópa að sér atkvæðum hjá vongóðum kjósendum. Þessi hegðun getur þó skaðað mikið, bæði fyrir þann sem skapar væntingar og þá sem verða fyrir vonbrigðum. Ein okkar mikilvægasta stétt, kennarar, er því miður á leið í verkfall, enn á ný, því óralangt virðist vera á milli deiluaðila. Undirritaður telur rétt að rifja upp það sem oddvitar ríkisstjórnarinnar, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, höfðu að segja um stöðuna þegar þær gátu farið með söluræðurnar fyrir kosningar. „Samfylkingin hefur lýst því yfir víða og ég get sagt það bara hér að við styðjum kennara heilshugar í sinni kjarabaráttu,“ sagði Kristrún Frostadóttir, nú hæstvirtur forsætisráðherra í kappræðum RÚV í nóvember. Önnur verðandi valkyrja, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nú hæstvirtur utanríkisráðherra, sparaði heldur ekki stóru orðin á sama vettvangi: „Ég hvet næstu ríkisstjórn til að taka þetta verkefni föstum tökum og nýta tímann fram til 31. janúar til að það verði það umhverfi fyrir kennara að við fáum áfram að þroskast og dafna, bæði fyrir börnin og aðra.“ sagði Þorgerður Katrín sem endaði svo í næstu ríkisstjórn. Þetta lét Þorgerður hafa eftir sér meðan hún horfði djúpt í myndavélina og vildi sérstaklega ávarpa kennara, móðurlegri röddu. Hún sagði kjarasamninga koma til ára sinna og málum hefði verið ýtt á undan sér, það þyrfti að taka betur utan um kennara. Skilaboðin voru skýr. Ef hún kæmist í ríkisstjórn myndi hún taka á málunum enda Viðreisn barist fyrir bættum kjörum kvennastétta, utan ríkisstjórnar. Ábyrgðarlaus. Líklega hafa einhverjar kampavínsflöskur verið opnaðar á kennaraheimilum þegar Valkyrjurnar komust til valda. Verkstjórnin mikla sem - stæði við það sem hún segði - var komin við stjórn. Ljóst er að lítil innistæða var og er fyrir fagurgali oddvitanna tveggja fyrir kosningar. Menntamál eru eitthvað sem þær raða í neðstu skúffu. Þingmálaskráin í þessum mikilvæga málaflokki er svo þunn að í gegnum hana sést, ekki er mikill bragur á því. Fyrir utan þá dapurlegu staðreynd að 40% íslenskra barna eru ekki með grunnfærni í lesskilningi þá hefur börnum sjaldan liðið jafn illa og verið jafn einmana. Líðan barna hefur verið verulegt áhyggjumál eftir heimsfaraldur þegar að þau einangruðust heima því ekki var hægt að fara í skólann. Núna, 17. febrúar, eru verkföll kennara boðuð eftir fjóra daga því svo að ekki verður í boði fyrir hundruð barna að mæta í skólann. Það er ekki hlutverk ráðherra að grípa inn í yfirstandandi kjaraviðræður, enda eiga þeir ekki sæti við borðið. Hlutverk ráðherra er aftur á móti tvímælalaust það að sýna á spilin, nema þá að ríkisstjórnin hafi ekki í hyggju að grípa til aðgerða í málefnum barna. Ég efast um að kennarar og aðrir kjósendur hafi gleymt gylliboðunum sem látin voru falla fyrir kosningar og haft til þeirra raunhæfar og sjálfsagðar væntingar. Fæstir brenna sig tvisvar á sama loganum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Sjá meira
Það er freistandi fyrir stjórnmálamenn, sérstaklega í aðdraganda kosninga, að lofa hinu og þessu eða segjast ætla að gera flest fyrir marga og þannig sópa að sér atkvæðum hjá vongóðum kjósendum. Þessi hegðun getur þó skaðað mikið, bæði fyrir þann sem skapar væntingar og þá sem verða fyrir vonbrigðum. Ein okkar mikilvægasta stétt, kennarar, er því miður á leið í verkfall, enn á ný, því óralangt virðist vera á milli deiluaðila. Undirritaður telur rétt að rifja upp það sem oddvitar ríkisstjórnarinnar, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, höfðu að segja um stöðuna þegar þær gátu farið með söluræðurnar fyrir kosningar. „Samfylkingin hefur lýst því yfir víða og ég get sagt það bara hér að við styðjum kennara heilshugar í sinni kjarabaráttu,“ sagði Kristrún Frostadóttir, nú hæstvirtur forsætisráðherra í kappræðum RÚV í nóvember. Önnur verðandi valkyrja, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nú hæstvirtur utanríkisráðherra, sparaði heldur ekki stóru orðin á sama vettvangi: „Ég hvet næstu ríkisstjórn til að taka þetta verkefni föstum tökum og nýta tímann fram til 31. janúar til að það verði það umhverfi fyrir kennara að við fáum áfram að þroskast og dafna, bæði fyrir börnin og aðra.“ sagði Þorgerður Katrín sem endaði svo í næstu ríkisstjórn. Þetta lét Þorgerður hafa eftir sér meðan hún horfði djúpt í myndavélina og vildi sérstaklega ávarpa kennara, móðurlegri röddu. Hún sagði kjarasamninga koma til ára sinna og málum hefði verið ýtt á undan sér, það þyrfti að taka betur utan um kennara. Skilaboðin voru skýr. Ef hún kæmist í ríkisstjórn myndi hún taka á málunum enda Viðreisn barist fyrir bættum kjörum kvennastétta, utan ríkisstjórnar. Ábyrgðarlaus. Líklega hafa einhverjar kampavínsflöskur verið opnaðar á kennaraheimilum þegar Valkyrjurnar komust til valda. Verkstjórnin mikla sem - stæði við það sem hún segði - var komin við stjórn. Ljóst er að lítil innistæða var og er fyrir fagurgali oddvitanna tveggja fyrir kosningar. Menntamál eru eitthvað sem þær raða í neðstu skúffu. Þingmálaskráin í þessum mikilvæga málaflokki er svo þunn að í gegnum hana sést, ekki er mikill bragur á því. Fyrir utan þá dapurlegu staðreynd að 40% íslenskra barna eru ekki með grunnfærni í lesskilningi þá hefur börnum sjaldan liðið jafn illa og verið jafn einmana. Líðan barna hefur verið verulegt áhyggjumál eftir heimsfaraldur þegar að þau einangruðust heima því ekki var hægt að fara í skólann. Núna, 17. febrúar, eru verkföll kennara boðuð eftir fjóra daga því svo að ekki verður í boði fyrir hundruð barna að mæta í skólann. Það er ekki hlutverk ráðherra að grípa inn í yfirstandandi kjaraviðræður, enda eiga þeir ekki sæti við borðið. Hlutverk ráðherra er aftur á móti tvímælalaust það að sýna á spilin, nema þá að ríkisstjórnin hafi ekki í hyggju að grípa til aðgerða í málefnum barna. Ég efast um að kennarar og aðrir kjósendur hafi gleymt gylliboðunum sem látin voru falla fyrir kosningar og haft til þeirra raunhæfar og sjálfsagðar væntingar. Fæstir brenna sig tvisvar á sama loganum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun