Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Valur Páll Eiríksson skrifar 18. febrúar 2025 08:02 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir situr í framkvæmdastjórn ÍSÍ og í jafnréttisnefnd Ólympíunefndar Evrópu. Vísir/Ívar Stjórnarkona hjá bæði ÍSÍ og jafnréttisnefnd Ólympíunefndar Evrópu segir bann Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, við þátttöku trans kvenna í íþróttum áhyggjuefni. Íslenska íþróttahreyfingin eigi að standa með inngildingu fremur en útilokun. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, skrifaði í byrjun þessa mánaðar undir tilskipun sem bannar trans konum alfarið að taka þátt í kvennaíþróttum vestanhafs. Tilskipunin beinist helst gegn skólum en Trump hótar því að skera niður alríkisstyrki til skóla sem bjóða trans konum upp á þátttöku í kvennaíþróttum. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, sem situr í framkvæmdastjórn ÍSÍ sem og jafnréttisnefnd Ólympíunefndar Evrópu, segir tilskipun Trumps áhyggjuefni. „Við auðvitað óttumst áhrifin sem hans ákvarðanir munu hafa. Það er kannski of snemmt að segja hver áhrifin verða en við óttumst auðvitað að þetta hafi áhrif og stuðli að frekari útilokun sem er ekki gott,“ „Það hefur þrengt að trans fólki í íþróttum á undanförnum misserum og þá sérstaklega trans konum. Í rauninni kannski ekki vegna þess að það sé mjög aðkallandi mál. Við höfum ekki verið að upplifa það í íþróttahreyfingunni að trans konur séu ógn við íþróttakonur eða þetta sé það stór hópur að það þurfi að bregðast strax við. Ég held það sé ekki endilega innistæða fyrir því,“ segir Kolbrún. Snúist meira um fordóma en öryggi Borið hefur á aukinni andúð í garð trans fólks í íþróttum síðustu misseri. Umræðan byggist helst á áhyggjum af öryggi íþróttakvenna en Kolbrún segir rannsóknir ekki hafa sýnt fram á meint óöryggi. „Við höfum kannski haft þá tilfinningu að þetta snúist meira um fordóma gegn trans fólki heldur en nokkurn tíma öryggi íþróttakvenna,“ Kolbrún segir öryggisákall Trumps og fleiri vera ákveðið yfirvarp. Í raun byggi tilskipunin á fordómum.Vísir/Ívar „Við höfum séð það erlendis að alþjóðasambönd hafa gripið til þess að útiloka trans konur frá keppni á efsta stigi. Það er stundum misjafnt hvort það sé ástæða fyrir þessari útilokun eða ekki. Hvort að fólk sé að fyrirbyggja eitthvað sem gæti gerst mögulega, eða hvort það sé einhver raunveruleg ógn þar. En það hefur ekki verið sýnt fram á að það sé raunveruleg ógn sem kalli á þetta,“ segir Kolbrún. Alvarlegar afleiðingar fyrir Khelif Dæmi um þessa fordóma hafi kjarnast í háværri umræðu um hnefaleikakonuna Imane Khelif sem keppti á Ólympíuleikunum í sumar. Upplýsingaóreiðan varð algjör er frægt fólk á við Elon Musk og J.K. Rowling úthrópaði hana sem karlmann að berja konur á Ólympíuleikum. Khelif er hvorki karl né trans kona. Því hefur verið haldið fram að hún sé intersex, en það hefur hvergi verið staðfest. Intersex hefur að gera með meðfædd frávik á erfðafræðilegri framsetningu, hormónastarfsemi og kynfærum. Trans, til samanburðar, er heiti yfir fólk sem er með kynvitund sem ekki samræmist því kyni sem úthlutað er við fæðingu. „Hún er sökuð um að vera trans kona og sökuð um að vera karl að keppa á móti konum. Það er bara fullt af fólki sem hefur rödd úr valdastöðu sem fór að beita sinni rödd þarna til að níðast á henni. Þetta hafði mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þessa íþróttakonu. Þetta er ekki sú vegferð sem við viljum vera á,“ segir Kolbrún. Ísland eigi að standa fyrir inngildingu fremur en útilokun Hún hefur áhyggjur af þróuninni og að fleiri feti í fótspor Trump og útiloki fólk frá þátttöku. Ísland eigi að berjast gegn slíku á alþjóðavettvangi. „Við þurfum að muna það að á Íslandi eru lög um kynrætt sjálfstæði. Þannig að þegar Íslendingar fara á ársþing alþjóðasambandanna eigum við auðvitað að kjósa um það að trans fólk fái að keppa. Við eigum að nýta okkar rödd og okkar góðu lög til að styrkja okkur í því,“ „Mögulega munu fleiri sambönd banna trans fólki að keppa á efsta stigi og það er miður. En mitt persónulega mat er að við ættum að nýta röddina okkar til að standa með trans fólki en ekki á móti því,“ segir Kolbrún. Sjá má frétt úr Sportpakka gærkvöldsins í spilaranum. Hinsegin Bandaríkin Donald Trump ÍSÍ Málefni trans fólks Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, skrifaði í byrjun þessa mánaðar undir tilskipun sem bannar trans konum alfarið að taka þátt í kvennaíþróttum vestanhafs. Tilskipunin beinist helst gegn skólum en Trump hótar því að skera niður alríkisstyrki til skóla sem bjóða trans konum upp á þátttöku í kvennaíþróttum. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, sem situr í framkvæmdastjórn ÍSÍ sem og jafnréttisnefnd Ólympíunefndar Evrópu, segir tilskipun Trumps áhyggjuefni. „Við auðvitað óttumst áhrifin sem hans ákvarðanir munu hafa. Það er kannski of snemmt að segja hver áhrifin verða en við óttumst auðvitað að þetta hafi áhrif og stuðli að frekari útilokun sem er ekki gott,“ „Það hefur þrengt að trans fólki í íþróttum á undanförnum misserum og þá sérstaklega trans konum. Í rauninni kannski ekki vegna þess að það sé mjög aðkallandi mál. Við höfum ekki verið að upplifa það í íþróttahreyfingunni að trans konur séu ógn við íþróttakonur eða þetta sé það stór hópur að það þurfi að bregðast strax við. Ég held það sé ekki endilega innistæða fyrir því,“ segir Kolbrún. Snúist meira um fordóma en öryggi Borið hefur á aukinni andúð í garð trans fólks í íþróttum síðustu misseri. Umræðan byggist helst á áhyggjum af öryggi íþróttakvenna en Kolbrún segir rannsóknir ekki hafa sýnt fram á meint óöryggi. „Við höfum kannski haft þá tilfinningu að þetta snúist meira um fordóma gegn trans fólki heldur en nokkurn tíma öryggi íþróttakvenna,“ Kolbrún segir öryggisákall Trumps og fleiri vera ákveðið yfirvarp. Í raun byggi tilskipunin á fordómum.Vísir/Ívar „Við höfum séð það erlendis að alþjóðasambönd hafa gripið til þess að útiloka trans konur frá keppni á efsta stigi. Það er stundum misjafnt hvort það sé ástæða fyrir þessari útilokun eða ekki. Hvort að fólk sé að fyrirbyggja eitthvað sem gæti gerst mögulega, eða hvort það sé einhver raunveruleg ógn þar. En það hefur ekki verið sýnt fram á að það sé raunveruleg ógn sem kalli á þetta,“ segir Kolbrún. Alvarlegar afleiðingar fyrir Khelif Dæmi um þessa fordóma hafi kjarnast í háværri umræðu um hnefaleikakonuna Imane Khelif sem keppti á Ólympíuleikunum í sumar. Upplýsingaóreiðan varð algjör er frægt fólk á við Elon Musk og J.K. Rowling úthrópaði hana sem karlmann að berja konur á Ólympíuleikum. Khelif er hvorki karl né trans kona. Því hefur verið haldið fram að hún sé intersex, en það hefur hvergi verið staðfest. Intersex hefur að gera með meðfædd frávik á erfðafræðilegri framsetningu, hormónastarfsemi og kynfærum. Trans, til samanburðar, er heiti yfir fólk sem er með kynvitund sem ekki samræmist því kyni sem úthlutað er við fæðingu. „Hún er sökuð um að vera trans kona og sökuð um að vera karl að keppa á móti konum. Það er bara fullt af fólki sem hefur rödd úr valdastöðu sem fór að beita sinni rödd þarna til að níðast á henni. Þetta hafði mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þessa íþróttakonu. Þetta er ekki sú vegferð sem við viljum vera á,“ segir Kolbrún. Ísland eigi að standa fyrir inngildingu fremur en útilokun Hún hefur áhyggjur af þróuninni og að fleiri feti í fótspor Trump og útiloki fólk frá þátttöku. Ísland eigi að berjast gegn slíku á alþjóðavettvangi. „Við þurfum að muna það að á Íslandi eru lög um kynrætt sjálfstæði. Þannig að þegar Íslendingar fara á ársþing alþjóðasambandanna eigum við auðvitað að kjósa um það að trans fólk fái að keppa. Við eigum að nýta okkar rödd og okkar góðu lög til að styrkja okkur í því,“ „Mögulega munu fleiri sambönd banna trans fólki að keppa á efsta stigi og það er miður. En mitt persónulega mat er að við ættum að nýta röddina okkar til að standa með trans fólki en ekki á móti því,“ segir Kolbrún. Sjá má frétt úr Sportpakka gærkvöldsins í spilaranum.
Hinsegin Bandaríkin Donald Trump ÍSÍ Málefni trans fólks Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn