Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 14:30 Hugarfarið er eins konar safn viðhorfa og sannfæringa sem móta hvernig við skynjum heiminn og okkur sjálf. Þetta hefur áhrif á hugsanir okkar, tilfinningar og háttsemi í mismunandi aðstæðum. Undanfarna áratugi hafa vísindamenn fjallað um tvær megin gerðir af hugarfari: fastmótað hugarfar og vaxtarhugarfar. Til að skilja þetta betur, skulum við velta eftirfarandi spurningu fyrir okkur: Hvernig brást þú við þegar þú sást einhvern gera eitthvað sem þig langar líka að geta? Hugsaðir þú: „Vá, þær hafa einstaka hæfileika, ég gæti aldrei gert þetta“ eða hugsarðu: „Geggjað! Hvernig gæti ég lært þetta?“ Ef þú hugsar á fyrri veginn, bendir það til fastmótaðs hugarfars, sem byggir á hugmyndinni um að greind og hæfileikar séu fastmótaðir og breytist lítið í gegnum ævina. Hins vegar, ef þú hugsar á síðari veginn, eins og þeir sem nota vaxtarhugarfar, sem byggist á hugmyndinni um að allt sé hægt að læra með því að æfa sig. Flestir hafa blandað hugarfar, sem getur breyst eftir sviði – hvort sem er í starfi, samböndum, íþróttum eða listsköpun. En hvernig geturðu fundið út úr því hvoru hugarfarinu þú ert að nota í ákveðnum aðstæðum og unnið að því að efla vaxtarhugarfarið? Hugarfarsáskorun (sem tekur 2 mínútur) Taktu smá stund til sjálfsskoðunar og svaraðu eftirfarandi spurningum. Merktu við dálk A eða B eftir því hvort setningarnar eiga betur við þig. A B Tekst ég á áskoranir og tækifæri, jafnvel þegar ég gæti mistekist? Reyni ég frekar að forðast áskoranir til að koma í veg fyrir mistök? Trúi ég því að vinnusemi og æfingin skapi meistarann? Trúi ég því að hæfileikar séu meðfæddir og æfing skipti minna máli? Sé ég mistök sem tímabundna uppákomu og reyni aftur? Gefst ég oft upp þegar ég rekst á hindranir? Lít ég á velgengni annarra sem innblástur? Finn ég fyrir öfund þegar ég sé velgengni annarra? Tek ég gagnrýni sem tækifæri til vaxtar? Tek ég gagnrýni sem persónulega árás og hunsa hana? Teldu saman hversu oft þú valdir A eða B. Ef þú valdir fleiri A, þá ertu að tileinka þér vaxtarhugarfar. Ef B kom oftar upp, gæti verið gagnlegt að skoða hvernig þú getur opnað hugann fyrir vaxtartækifærum. Veittu því líka athygli að þú getur oft sýnt vaxtarhugarfar í ákveðnum aðstæðum, eins og heima eða í vinnu, en átt það til að festast í fastmótuðu hugarfari í sambandi við þína nánustu. Hvernig næ ég árangri? Þetta snýst um að átta sig á því að vaxtarhugarfar sé til, finna að þú getir vaxið og náð árangri með æfingu og þrautseigju. Hvað geturðu gert í dag til að þjálfa þetta hugarfar? Hér er hugmynd: Reyndu að grípa þig ef hugurinn fer að skammast í þér næst þegar þú gerir mistök. Segðu frekar: „Hvernig get ég lært af þessu?“ Þegar hugurinn er með þér í liði ertu líklegri til þess að ná árangri í öllum þínum verkefnum. Höfundur er ráðgjafi og stjórnarkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Hugarfarið er eins konar safn viðhorfa og sannfæringa sem móta hvernig við skynjum heiminn og okkur sjálf. Þetta hefur áhrif á hugsanir okkar, tilfinningar og háttsemi í mismunandi aðstæðum. Undanfarna áratugi hafa vísindamenn fjallað um tvær megin gerðir af hugarfari: fastmótað hugarfar og vaxtarhugarfar. Til að skilja þetta betur, skulum við velta eftirfarandi spurningu fyrir okkur: Hvernig brást þú við þegar þú sást einhvern gera eitthvað sem þig langar líka að geta? Hugsaðir þú: „Vá, þær hafa einstaka hæfileika, ég gæti aldrei gert þetta“ eða hugsarðu: „Geggjað! Hvernig gæti ég lært þetta?“ Ef þú hugsar á fyrri veginn, bendir það til fastmótaðs hugarfars, sem byggir á hugmyndinni um að greind og hæfileikar séu fastmótaðir og breytist lítið í gegnum ævina. Hins vegar, ef þú hugsar á síðari veginn, eins og þeir sem nota vaxtarhugarfar, sem byggist á hugmyndinni um að allt sé hægt að læra með því að æfa sig. Flestir hafa blandað hugarfar, sem getur breyst eftir sviði – hvort sem er í starfi, samböndum, íþróttum eða listsköpun. En hvernig geturðu fundið út úr því hvoru hugarfarinu þú ert að nota í ákveðnum aðstæðum og unnið að því að efla vaxtarhugarfarið? Hugarfarsáskorun (sem tekur 2 mínútur) Taktu smá stund til sjálfsskoðunar og svaraðu eftirfarandi spurningum. Merktu við dálk A eða B eftir því hvort setningarnar eiga betur við þig. A B Tekst ég á áskoranir og tækifæri, jafnvel þegar ég gæti mistekist? Reyni ég frekar að forðast áskoranir til að koma í veg fyrir mistök? Trúi ég því að vinnusemi og æfingin skapi meistarann? Trúi ég því að hæfileikar séu meðfæddir og æfing skipti minna máli? Sé ég mistök sem tímabundna uppákomu og reyni aftur? Gefst ég oft upp þegar ég rekst á hindranir? Lít ég á velgengni annarra sem innblástur? Finn ég fyrir öfund þegar ég sé velgengni annarra? Tek ég gagnrýni sem tækifæri til vaxtar? Tek ég gagnrýni sem persónulega árás og hunsa hana? Teldu saman hversu oft þú valdir A eða B. Ef þú valdir fleiri A, þá ertu að tileinka þér vaxtarhugarfar. Ef B kom oftar upp, gæti verið gagnlegt að skoða hvernig þú getur opnað hugann fyrir vaxtartækifærum. Veittu því líka athygli að þú getur oft sýnt vaxtarhugarfar í ákveðnum aðstæðum, eins og heima eða í vinnu, en átt það til að festast í fastmótuðu hugarfari í sambandi við þína nánustu. Hvernig næ ég árangri? Þetta snýst um að átta sig á því að vaxtarhugarfar sé til, finna að þú getir vaxið og náð árangri með æfingu og þrautseigju. Hvað geturðu gert í dag til að þjálfa þetta hugarfar? Hér er hugmynd: Reyndu að grípa þig ef hugurinn fer að skammast í þér næst þegar þú gerir mistök. Segðu frekar: „Hvernig get ég lært af þessu?“ Þegar hugurinn er með þér í liði ertu líklegri til þess að ná árangri í öllum þínum verkefnum. Höfundur er ráðgjafi og stjórnarkona.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar