Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Jón Þór Stefánsson skrifar 18. febrúar 2025 11:28 Leikskólanum Mánagarði í vesturbæ var lokað tímabundið. Vísir/Einar Enginn er kominn með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á E. coli-smiti í leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í október á síðasta ári. Þetta staðfestir E. Agnes Eide Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn rannsóknarsviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Hún segir ekki langt síðan málið kom á borð lögreglu og það sé í frumskoðun. Rúv greindi frá því í gær að lögreglan hefði málið til rannsóknar. Mikið var fjallað um smitið eftir að málið kom upp í október. Leikskólanum var lokað og alls greindust 49 einstaklingar með shiga-toxin myndandi E.coli-gerla. Þar af voru 45 börn á Mánagarði, einn starfsmaður, eitt barn starfsmanns sem borðaði á leikskólanum þennan dag og tveir fjölskyldumeðlimir smitaðs barns. Í lokaskýrslu landlæknis um hópsýkinguna sagði að tólf börn hefðu verið lögð inn á legudeild Barnaspítala Hringsins, fimm börn inn á gjörgæslu og tvö þurft skilunarmeðferð vegna nýrnabilunar. Einkenni barnanna hafi verið allt frá vægum niðurgangi upp í „svæsinn blóðugan niðurgang“ og alvarleg veikindi með nýrnabilun. Sýkinguna mátti rekja til hakks sem var borið á borð í leikskólanum. Ekki er ljóst hvort kjötið bar með sér saurgerlana sem ollu smitinu. Eldamennska og geymsla á hakkinu þótti ekki hafa verið nægjanlega góð. Um var að ræða blanda af þýsku nautakjöti og norðlensku kindakjöti. E. coli-sýking á Mánagarði Lögreglumál Reykjavík Heilbrigðismál Leikskólar Heilbrigðiseftirlit Skóla- og menntamál Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Þetta staðfestir E. Agnes Eide Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn rannsóknarsviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Hún segir ekki langt síðan málið kom á borð lögreglu og það sé í frumskoðun. Rúv greindi frá því í gær að lögreglan hefði málið til rannsóknar. Mikið var fjallað um smitið eftir að málið kom upp í október. Leikskólanum var lokað og alls greindust 49 einstaklingar með shiga-toxin myndandi E.coli-gerla. Þar af voru 45 börn á Mánagarði, einn starfsmaður, eitt barn starfsmanns sem borðaði á leikskólanum þennan dag og tveir fjölskyldumeðlimir smitaðs barns. Í lokaskýrslu landlæknis um hópsýkinguna sagði að tólf börn hefðu verið lögð inn á legudeild Barnaspítala Hringsins, fimm börn inn á gjörgæslu og tvö þurft skilunarmeðferð vegna nýrnabilunar. Einkenni barnanna hafi verið allt frá vægum niðurgangi upp í „svæsinn blóðugan niðurgang“ og alvarleg veikindi með nýrnabilun. Sýkinguna mátti rekja til hakks sem var borið á borð í leikskólanum. Ekki er ljóst hvort kjötið bar með sér saurgerlana sem ollu smitinu. Eldamennska og geymsla á hakkinu þótti ekki hafa verið nægjanlega góð. Um var að ræða blanda af þýsku nautakjöti og norðlensku kindakjöti.
E. coli-sýking á Mánagarði Lögreglumál Reykjavík Heilbrigðismál Leikskólar Heilbrigðiseftirlit Skóla- og menntamál Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira