Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar 19. febrúar 2025 16:02 Félögum í VR gefst brátt færi á að velja sér forystu til næstu ára og hafa þannig áhrif á það hvernig félagið þeirra starfar fyrir þá. Til þess að nýta þau áhrif þarf hins vegar að taka þátt í kosningunum. Kosningar til stjórnar og formanns VR hefjast 6. mars og lýkur þann 13. Þær eru rafrænar og því er einfalt fyrir okkur félagsfólk að kjósa í þeim. Við erum svo heppin að í framboði eru 17til sjórnar og við erum fjögur sem sækjumst eftir formannsembættinu. Það er styrkur fyrir félagsmenn að hafa úr svo mörgum að velja þegar kemur að því að velja stjórn og forystu fyrir félagið okkar. En það er ekki nóg að það séu margir í framboði, við þurfum líka að kjósa sem allra allra flest. Þannig tryggjum við það að stjórnin endurspegli félagið allt og sé með hagsmuni félagsfólks að leiðarsljósi í öllu sem húntekur sér fyrir hendur. Til þess að svo verði þurfum við að kjósa sem flest og ekki afhenda öðrum völdin í félaginu með því að kjósa ekki – ef við nýtum ekki atkvæði okkar þá erum við í raun og veru að láta einhverja aðra kjósa fyrir okkur. Við skulum líka varast það að horfa á sértæka hagsmuni einstakra hópa og láta þannig skipta okkur upp í einhvers konar fylkingar, við eigum öll að hugsa um hag hvers annars.Okkur kemur öllum við hvernig aðstæður barnafólks eru, hvernig kaup og kjör eru á misjöfnum sviðum, hvernig eldri félagsmenn hafa það og svo framvegis. Látum ekki skipta okkur upp með gylliboðum heldur vinnum öll saman að því að gera félagið okkar sterkara. Við þurfum að vera sterkari í því að tala við og fyrir allt okkar fólk, að vera stöðugt í samtali um grundvallaratriðiin; um góða afkomu, öruggt húsnæði, réttindi við veikindi og sjúkdóma, fæðingarstyrki og margvíslega aðra sjóði. Við þufum að stíga raunveruleg skref í styttingu vinnuvikunnar og dragast þar ekki aftur úr ýmsum öðrum hópum. Við þurfum að skoða orlofsmál og viðbótarréttindi þar og einnig hvernig hægt er að hjálpa fólki að minnka við sig vinnu þegar líður að starfslokum. Félagið er byggt upp af okkur almennum félögum, fólki sem lifir sínu lífi og tekst á við þær áskoranir sem hversdagurinn býður upp á. Hinn almenni félagsmaður þarf sinn málsvara; formann með reynslu úr ólíkum áttum, sem er ekki hluti af neinum fylkingum, og laðar fólk með sér þegar kemur að því að taka ákvarðanir og vinnur að því að við höfum sameiginlega sýn. Formann sem er hluti af vef þar sem hver þráður skiptir máli og skilur og deilir lífsbaráttu félagsfólks VR. Formann sem fylkir fólki saman, því saman erum við sterkari. Ég býð mig fram til að vera sá formaður fyrir VR næstu 4 árin. Vonandi nýtum við öll atkvæðisréttinn í komandi kosningum og eigum samleið í því að gera VR að enn öflugra félagi. Flosi Eiríksson, höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram sem formann VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Sjá meira
Félögum í VR gefst brátt færi á að velja sér forystu til næstu ára og hafa þannig áhrif á það hvernig félagið þeirra starfar fyrir þá. Til þess að nýta þau áhrif þarf hins vegar að taka þátt í kosningunum. Kosningar til stjórnar og formanns VR hefjast 6. mars og lýkur þann 13. Þær eru rafrænar og því er einfalt fyrir okkur félagsfólk að kjósa í þeim. Við erum svo heppin að í framboði eru 17til sjórnar og við erum fjögur sem sækjumst eftir formannsembættinu. Það er styrkur fyrir félagsmenn að hafa úr svo mörgum að velja þegar kemur að því að velja stjórn og forystu fyrir félagið okkar. En það er ekki nóg að það séu margir í framboði, við þurfum líka að kjósa sem allra allra flest. Þannig tryggjum við það að stjórnin endurspegli félagið allt og sé með hagsmuni félagsfólks að leiðarsljósi í öllu sem húntekur sér fyrir hendur. Til þess að svo verði þurfum við að kjósa sem flest og ekki afhenda öðrum völdin í félaginu með því að kjósa ekki – ef við nýtum ekki atkvæði okkar þá erum við í raun og veru að láta einhverja aðra kjósa fyrir okkur. Við skulum líka varast það að horfa á sértæka hagsmuni einstakra hópa og láta þannig skipta okkur upp í einhvers konar fylkingar, við eigum öll að hugsa um hag hvers annars.Okkur kemur öllum við hvernig aðstæður barnafólks eru, hvernig kaup og kjör eru á misjöfnum sviðum, hvernig eldri félagsmenn hafa það og svo framvegis. Látum ekki skipta okkur upp með gylliboðum heldur vinnum öll saman að því að gera félagið okkar sterkara. Við þurfum að vera sterkari í því að tala við og fyrir allt okkar fólk, að vera stöðugt í samtali um grundvallaratriðiin; um góða afkomu, öruggt húsnæði, réttindi við veikindi og sjúkdóma, fæðingarstyrki og margvíslega aðra sjóði. Við þufum að stíga raunveruleg skref í styttingu vinnuvikunnar og dragast þar ekki aftur úr ýmsum öðrum hópum. Við þurfum að skoða orlofsmál og viðbótarréttindi þar og einnig hvernig hægt er að hjálpa fólki að minnka við sig vinnu þegar líður að starfslokum. Félagið er byggt upp af okkur almennum félögum, fólki sem lifir sínu lífi og tekst á við þær áskoranir sem hversdagurinn býður upp á. Hinn almenni félagsmaður þarf sinn málsvara; formann með reynslu úr ólíkum áttum, sem er ekki hluti af neinum fylkingum, og laðar fólk með sér þegar kemur að því að taka ákvarðanir og vinnur að því að við höfum sameiginlega sýn. Formann sem er hluti af vef þar sem hver þráður skiptir máli og skilur og deilir lífsbaráttu félagsfólks VR. Formann sem fylkir fólki saman, því saman erum við sterkari. Ég býð mig fram til að vera sá formaður fyrir VR næstu 4 árin. Vonandi nýtum við öll atkvæðisréttinn í komandi kosningum og eigum samleið í því að gera VR að enn öflugra félagi. Flosi Eiríksson, höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram sem formann VR.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun