Uppsagnarákvæði stendur í fólki Kolbeinn Tumi Daðason og Bjarki Sigurðsson skrifa 20. febrúar 2025 12:32 Inga Rún Ólafsdóttir mætir til fundarins á ellefta tímanum í morgun. Vísir/Vilhelm Kennarar og sveitarfélög eiga enn í rökræðum varðandi launalið kjarasamninga og sömuleiðis uppsagnarákvæði sem sveitarfélögin vilja ekki sjá inni í kjarasamningum. Eining er um framtíðarsýn kennslustarfsins. Fulltrúar sveitarfélaganna og kennara hittust á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan ellefu í morgun. Fundur deiluaðila í gær stóð lengi og var þokkalegt hljóð í aðilum við komuna í Borgartún í morgun. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir viðræður þó í nokkru strandi sem stendur. „Já, þetta er dálítið stopp akkurat núna,“ segir Inga Rún. Koma verði í ljós hvernig viðræðum haldi áfram. „Við erum hér og tilbúin að reyna að ná samningum. Það er mjög mikilvægt að það takist.“ Launin og uppsagnarákvæði Hún sé hóflega bjartsýn en enn sé þrætt um ákveðin atriði. „Þetta snýst um launaliðinn og uppsagnarákvæði sem við erum ósátt við að sé þarna inni.“ Um er að ræða uppsagnarákvæði sem kennarar vilja hafa inni í kjarasamningum komi á daginn að þeir séu ósáttir við umtalað virðismat. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, ræddi einnig við fréttastofu í Borgartúninu. „Síðustu dagar hafa verið áframhald að reyna að hnýta þá enda sem við höfum ekki verið sammála um,“ segir Magnús Þór. Þurfi að klára ákveðna hluti til styttri tíma Horft sé til sameiginlegrar sýnar sem sé gleðilegt. „En til að ná samningi þurfa allir hlutir að ganga upp og við erum búin síðustu daga undir ötulli stjórn ríkissáttasemjara að vinna okkur í gegnum það. Hver dagur færir okkur alltaf nær samningi, það er augljóst. Það kemur samningur að lokum og hver dagur skilar sér í því.“ Magnús Þór er hugsi yfir stöðu mála en minnir á að samningar náist að lokum.Vísir/vilhelm Margir áfangar hafi náðst undanfarnar vikur í framtíðarsýninni. „Við erum sammála um virðismatsvegferðina um þá leið sem aðilar vilja skoða til að koma til móts við launamuninn. Það er stóra myndin og við höfum greint stuðning víðs vegar um samfélagið í því verkefni. En við þurfum að klára ákveðna hluti til styttri tíma.“ Verkföll hefjast í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla á morgun. Þá hafa verkföll leikskólakennara verið samþykkt í öllum leikskólum Kópavogs sem hefjast þann 3. mars. Verkföll á leikskólum Hafnarfjarðar og Fjarðabyggðar hefjast 17. og 24. mars. Þá hefur félagsfólk FL, sem starfar í Leikskóla Snæfellsbæjar, verið í verkfalli síðan 1. febrúar síðastliðinn. Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Fulltrúar sveitarfélaganna og kennara hittust á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan ellefu í morgun. Fundur deiluaðila í gær stóð lengi og var þokkalegt hljóð í aðilum við komuna í Borgartún í morgun. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir viðræður þó í nokkru strandi sem stendur. „Já, þetta er dálítið stopp akkurat núna,“ segir Inga Rún. Koma verði í ljós hvernig viðræðum haldi áfram. „Við erum hér og tilbúin að reyna að ná samningum. Það er mjög mikilvægt að það takist.“ Launin og uppsagnarákvæði Hún sé hóflega bjartsýn en enn sé þrætt um ákveðin atriði. „Þetta snýst um launaliðinn og uppsagnarákvæði sem við erum ósátt við að sé þarna inni.“ Um er að ræða uppsagnarákvæði sem kennarar vilja hafa inni í kjarasamningum komi á daginn að þeir séu ósáttir við umtalað virðismat. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, ræddi einnig við fréttastofu í Borgartúninu. „Síðustu dagar hafa verið áframhald að reyna að hnýta þá enda sem við höfum ekki verið sammála um,“ segir Magnús Þór. Þurfi að klára ákveðna hluti til styttri tíma Horft sé til sameiginlegrar sýnar sem sé gleðilegt. „En til að ná samningi þurfa allir hlutir að ganga upp og við erum búin síðustu daga undir ötulli stjórn ríkissáttasemjara að vinna okkur í gegnum það. Hver dagur færir okkur alltaf nær samningi, það er augljóst. Það kemur samningur að lokum og hver dagur skilar sér í því.“ Magnús Þór er hugsi yfir stöðu mála en minnir á að samningar náist að lokum.Vísir/vilhelm Margir áfangar hafi náðst undanfarnar vikur í framtíðarsýninni. „Við erum sammála um virðismatsvegferðina um þá leið sem aðilar vilja skoða til að koma til móts við launamuninn. Það er stóra myndin og við höfum greint stuðning víðs vegar um samfélagið í því verkefni. En við þurfum að klára ákveðna hluti til styttri tíma.“ Verkföll hefjast í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla á morgun. Þá hafa verkföll leikskólakennara verið samþykkt í öllum leikskólum Kópavogs sem hefjast þann 3. mars. Verkföll á leikskólum Hafnarfjarðar og Fjarðabyggðar hefjast 17. og 24. mars. Þá hefur félagsfólk FL, sem starfar í Leikskóla Snæfellsbæjar, verið í verkfalli síðan 1. febrúar síðastliðinn.
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira