Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar 22. febrúar 2025 12:01 Á síðustu misserum hefur starfsfólk Háskóla Íslands stigið fram, hvert af öðru og lýst yfir áhyggjum af undirfjármögnun háskólastigsins og grunnrannsókna. Tilfinning flestra sem hafa látið í sér heyra er að talað sé fyrir daufum eyrum. Skýringuna má mögulega rekja til vanþekkingar á því hversu fjölbreyttu hlutverki háskóli gegnir og hversu víða áhrifa Háskóla Íslands gætir í samfélaginu. Mig langar til að gera tilraun til að setja hlutverk háskóla í samhengi sem mögulega fleiri tengja við. Ég hef alla tíð verið nátengd íþróttahreyfingunni og spilaði blak nógu lengi í meistaraflokki og landsliði Íslands til að taka þátt í „uppeldi“ þriggja kynslóða blakkvenna. Þessar kynslóðir hefðu aldrei komist í meistaraflokk nema í gegnum öflugt yngri flokka starf. Allar þessar kynslóðir blakkvenna áttu það sameiginlegt að þurfa stuðning og hvatningu frá okkur eldri leikmönnum, svigrúm til að gera mistök og læra af þeim og öðlast smátt og smátt nægt sjálfstraust til að geta tekið að sér leiðandi hlutverk í liðinu. Á sama tíma var lögð mikil áhersla á ástundun, gæði og árangur. Á undanförnum árum hefur miklum fjármunum verið varið í að efla rannsókna-, þróunar- og nýsköpunarstarf í fyrirtækjum á Íslandi, sem ég vil í þessu dæmi líkja við meistaraflokka, enda starfa þar einstaklingar sem hafa lokið sínum yngri flokka árum í háskólum, standa sig frábærlega í að skapa verðmæti og eiga svo sannarlega skilið áframhaldandi hvatningu til góðra verka. Við sem höfum reynslu úr íþróttaheiminum vitum að meistaraflokkar eru ekki sjálfbærir án yngri flokka starfs. Háskólar eru samfélag þar sem ungir einstaklingar geta komið og ekki bara sótt sér þjálfun (þekkingu, leikni og hæfni) heldur einnig eignast vini með svipuð áhugamál og myndað tengslanet, líkt og í yngri flokkum í íþróttum. Sum ljúka BA eða BS prófi og halda eftir það út í hið fjölbreytta atvinnulíf, víðsýnni og reynslunni ríkari. Önnur halda áfram námi, þjálfa sig betur og ljúka lokaprófi á meistarastigi eða meistaragráðu. Svo er það hópurinn sem sér jafnvel fyrir sér að starfa við rannsóknir eða aðra nýsköpun. Þessir einstaklingar leggja af stað í þá vegferð að þjálfa sig enn frekar í doktorsnámi og koma sér smátt og smátt inn í „meistaraflokkinn“. Í námi á framhaldsstigi og í starfi nýdoktora fær einstaklingurinn að starfa í umhverfi þar sem fyrir eru reyndari einstaklingar sem hvetja þá áfram, umhverfi þar sem leyfilegt er að gera mistök og læra af þeim. Það er jú mjög dýrmætt að hafa reyndan aðila sér við hlið, þegar tekist er á við mótlæti og hindranir. Afreksstarf á sviði vísinda og nýsköpunar á sér líka stað innan veggja Háskóla Íslands og við státum af vísindafólki sem er á alþjóðavettvangi í hópi þeirra allra bestu á sínum fræðasviðum. Þessum mikilvægu afreksstörfum sinnir okkar góða fólk í Háskóla Íslands samhliða þjálfun næstu kynslóða. Það er ólíklegt að nýsköpun á Íslandi verði sjálfbær ef of stóru hlutfalli fjármagns er veitt í meistaraflokkana. Þeir geta vissulega skapað miklar tekjur til skamms tíma, en án yngri flokka starfs þá líður ekki á löngu þar til efniviðurinn sem þarf að taka við keflinu er uppurinn. Háskólar þurfa góða grunnfjármögnun til að geta haldið úti starfi yngstu aldurshópanna, við þurfum líka fjárveitingu til grunnrannsókna til að geta fjármagnað rannsóknatengt framhaldsnám. Ef það er staðföst trú stjórnvalda að núverandi skipting fjármuna til rannsókna- og þróunarstarfs í fyrirtækjum og í háskólum sé eins og best verður á kosið, þá þarf að tryggja að fyrirtækin leggi sitt að mörkum við þjálfun næstu kynslóða. Þetta mætti til dæmis gera með því að setja það sem skilyrði fyrir stuðningi til rannsókna- og þróunarstarfs að hluti fjármuna fari í þjálfun næstu kynslóðar. Mörg fyrirtæki sem notið hafa stuðnings frá ríkinu taka vissulega nú þegar virkan þátt í þjálfun meistara- og doktorsnema og gefa þannig yngri kynslóðum tækifæri til að taka virkan þátt í rannsóknum, líkt og gerist innan veggja háskóla. Við þurfum hins vegar að skerpa á umgjörðinni og leggjast betur yfir það hvernig fjármunum er ráðstafað og finna rétta jafnvægið milli fjárveitinga til háskóla og grunnrannsókna annars vegar og nýsköpunar- og þróunarstarfs í fyrirtækjum hins vegar. Sem rektor Háskóla Íslands myndi ég fagna auknu samstarfi við ekki bara fyrirtæki sem njóta stuðnings vegna rannsókna- og þróunarstarfs heldur einnig við mikilvægar stofnanir um allt land. Háskóli Íslands hefur þrátt fyrir undirfjármögnun staðið fast við þá stefnu sína að bjóða upp á fjölbreytt framboð af námi á meistara- og doktorsstigi. Þessi stefna hefur skilað sér í hækkuðu menntunarstigi í fyrirtækjum og stofnunum um allt land. Nú er svo komið að þar starfar fjöldi einstaklinga sem hefur þekkingu og hæfni til að taka þátt í þjálfun næstu kynslóða í samstarfi við háskóla. Aukið samstarf háskóla og fjölbreytts atvinnulífs er gríðarlega mikilvægt í þeirri vegferð að nýta hugvit til aukinnar hagsældar fyrir okkur öll. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda og samfélags, prófessor í næringarfræði og frambjóðandi til embætti rektors Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Á síðustu misserum hefur starfsfólk Háskóla Íslands stigið fram, hvert af öðru og lýst yfir áhyggjum af undirfjármögnun háskólastigsins og grunnrannsókna. Tilfinning flestra sem hafa látið í sér heyra er að talað sé fyrir daufum eyrum. Skýringuna má mögulega rekja til vanþekkingar á því hversu fjölbreyttu hlutverki háskóli gegnir og hversu víða áhrifa Háskóla Íslands gætir í samfélaginu. Mig langar til að gera tilraun til að setja hlutverk háskóla í samhengi sem mögulega fleiri tengja við. Ég hef alla tíð verið nátengd íþróttahreyfingunni og spilaði blak nógu lengi í meistaraflokki og landsliði Íslands til að taka þátt í „uppeldi“ þriggja kynslóða blakkvenna. Þessar kynslóðir hefðu aldrei komist í meistaraflokk nema í gegnum öflugt yngri flokka starf. Allar þessar kynslóðir blakkvenna áttu það sameiginlegt að þurfa stuðning og hvatningu frá okkur eldri leikmönnum, svigrúm til að gera mistök og læra af þeim og öðlast smátt og smátt nægt sjálfstraust til að geta tekið að sér leiðandi hlutverk í liðinu. Á sama tíma var lögð mikil áhersla á ástundun, gæði og árangur. Á undanförnum árum hefur miklum fjármunum verið varið í að efla rannsókna-, þróunar- og nýsköpunarstarf í fyrirtækjum á Íslandi, sem ég vil í þessu dæmi líkja við meistaraflokka, enda starfa þar einstaklingar sem hafa lokið sínum yngri flokka árum í háskólum, standa sig frábærlega í að skapa verðmæti og eiga svo sannarlega skilið áframhaldandi hvatningu til góðra verka. Við sem höfum reynslu úr íþróttaheiminum vitum að meistaraflokkar eru ekki sjálfbærir án yngri flokka starfs. Háskólar eru samfélag þar sem ungir einstaklingar geta komið og ekki bara sótt sér þjálfun (þekkingu, leikni og hæfni) heldur einnig eignast vini með svipuð áhugamál og myndað tengslanet, líkt og í yngri flokkum í íþróttum. Sum ljúka BA eða BS prófi og halda eftir það út í hið fjölbreytta atvinnulíf, víðsýnni og reynslunni ríkari. Önnur halda áfram námi, þjálfa sig betur og ljúka lokaprófi á meistarastigi eða meistaragráðu. Svo er það hópurinn sem sér jafnvel fyrir sér að starfa við rannsóknir eða aðra nýsköpun. Þessir einstaklingar leggja af stað í þá vegferð að þjálfa sig enn frekar í doktorsnámi og koma sér smátt og smátt inn í „meistaraflokkinn“. Í námi á framhaldsstigi og í starfi nýdoktora fær einstaklingurinn að starfa í umhverfi þar sem fyrir eru reyndari einstaklingar sem hvetja þá áfram, umhverfi þar sem leyfilegt er að gera mistök og læra af þeim. Það er jú mjög dýrmætt að hafa reyndan aðila sér við hlið, þegar tekist er á við mótlæti og hindranir. Afreksstarf á sviði vísinda og nýsköpunar á sér líka stað innan veggja Háskóla Íslands og við státum af vísindafólki sem er á alþjóðavettvangi í hópi þeirra allra bestu á sínum fræðasviðum. Þessum mikilvægu afreksstörfum sinnir okkar góða fólk í Háskóla Íslands samhliða þjálfun næstu kynslóða. Það er ólíklegt að nýsköpun á Íslandi verði sjálfbær ef of stóru hlutfalli fjármagns er veitt í meistaraflokkana. Þeir geta vissulega skapað miklar tekjur til skamms tíma, en án yngri flokka starfs þá líður ekki á löngu þar til efniviðurinn sem þarf að taka við keflinu er uppurinn. Háskólar þurfa góða grunnfjármögnun til að geta haldið úti starfi yngstu aldurshópanna, við þurfum líka fjárveitingu til grunnrannsókna til að geta fjármagnað rannsóknatengt framhaldsnám. Ef það er staðföst trú stjórnvalda að núverandi skipting fjármuna til rannsókna- og þróunarstarfs í fyrirtækjum og í háskólum sé eins og best verður á kosið, þá þarf að tryggja að fyrirtækin leggi sitt að mörkum við þjálfun næstu kynslóða. Þetta mætti til dæmis gera með því að setja það sem skilyrði fyrir stuðningi til rannsókna- og þróunarstarfs að hluti fjármuna fari í þjálfun næstu kynslóðar. Mörg fyrirtæki sem notið hafa stuðnings frá ríkinu taka vissulega nú þegar virkan þátt í þjálfun meistara- og doktorsnema og gefa þannig yngri kynslóðum tækifæri til að taka virkan þátt í rannsóknum, líkt og gerist innan veggja háskóla. Við þurfum hins vegar að skerpa á umgjörðinni og leggjast betur yfir það hvernig fjármunum er ráðstafað og finna rétta jafnvægið milli fjárveitinga til háskóla og grunnrannsókna annars vegar og nýsköpunar- og þróunarstarfs í fyrirtækjum hins vegar. Sem rektor Háskóla Íslands myndi ég fagna auknu samstarfi við ekki bara fyrirtæki sem njóta stuðnings vegna rannsókna- og þróunarstarfs heldur einnig við mikilvægar stofnanir um allt land. Háskóli Íslands hefur þrátt fyrir undirfjármögnun staðið fast við þá stefnu sína að bjóða upp á fjölbreytt framboð af námi á meistara- og doktorsstigi. Þessi stefna hefur skilað sér í hækkuðu menntunarstigi í fyrirtækjum og stofnunum um allt land. Nú er svo komið að þar starfar fjöldi einstaklinga sem hefur þekkingu og hæfni til að taka þátt í þjálfun næstu kynslóða í samstarfi við háskóla. Aukið samstarf háskóla og fjölbreytts atvinnulífs er gríðarlega mikilvægt í þeirri vegferð að nýta hugvit til aukinnar hagsældar fyrir okkur öll. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda og samfélags, prófessor í næringarfræði og frambjóðandi til embætti rektors Háskóla Íslands
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun