Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar 22. febrúar 2025 12:01 Á síðustu misserum hefur starfsfólk Háskóla Íslands stigið fram, hvert af öðru og lýst yfir áhyggjum af undirfjármögnun háskólastigsins og grunnrannsókna. Tilfinning flestra sem hafa látið í sér heyra er að talað sé fyrir daufum eyrum. Skýringuna má mögulega rekja til vanþekkingar á því hversu fjölbreyttu hlutverki háskóli gegnir og hversu víða áhrifa Háskóla Íslands gætir í samfélaginu. Mig langar til að gera tilraun til að setja hlutverk háskóla í samhengi sem mögulega fleiri tengja við. Ég hef alla tíð verið nátengd íþróttahreyfingunni og spilaði blak nógu lengi í meistaraflokki og landsliði Íslands til að taka þátt í „uppeldi“ þriggja kynslóða blakkvenna. Þessar kynslóðir hefðu aldrei komist í meistaraflokk nema í gegnum öflugt yngri flokka starf. Allar þessar kynslóðir blakkvenna áttu það sameiginlegt að þurfa stuðning og hvatningu frá okkur eldri leikmönnum, svigrúm til að gera mistök og læra af þeim og öðlast smátt og smátt nægt sjálfstraust til að geta tekið að sér leiðandi hlutverk í liðinu. Á sama tíma var lögð mikil áhersla á ástundun, gæði og árangur. Á undanförnum árum hefur miklum fjármunum verið varið í að efla rannsókna-, þróunar- og nýsköpunarstarf í fyrirtækjum á Íslandi, sem ég vil í þessu dæmi líkja við meistaraflokka, enda starfa þar einstaklingar sem hafa lokið sínum yngri flokka árum í háskólum, standa sig frábærlega í að skapa verðmæti og eiga svo sannarlega skilið áframhaldandi hvatningu til góðra verka. Við sem höfum reynslu úr íþróttaheiminum vitum að meistaraflokkar eru ekki sjálfbærir án yngri flokka starfs. Háskólar eru samfélag þar sem ungir einstaklingar geta komið og ekki bara sótt sér þjálfun (þekkingu, leikni og hæfni) heldur einnig eignast vini með svipuð áhugamál og myndað tengslanet, líkt og í yngri flokkum í íþróttum. Sum ljúka BA eða BS prófi og halda eftir það út í hið fjölbreytta atvinnulíf, víðsýnni og reynslunni ríkari. Önnur halda áfram námi, þjálfa sig betur og ljúka lokaprófi á meistarastigi eða meistaragráðu. Svo er það hópurinn sem sér jafnvel fyrir sér að starfa við rannsóknir eða aðra nýsköpun. Þessir einstaklingar leggja af stað í þá vegferð að þjálfa sig enn frekar í doktorsnámi og koma sér smátt og smátt inn í „meistaraflokkinn“. Í námi á framhaldsstigi og í starfi nýdoktora fær einstaklingurinn að starfa í umhverfi þar sem fyrir eru reyndari einstaklingar sem hvetja þá áfram, umhverfi þar sem leyfilegt er að gera mistök og læra af þeim. Það er jú mjög dýrmætt að hafa reyndan aðila sér við hlið, þegar tekist er á við mótlæti og hindranir. Afreksstarf á sviði vísinda og nýsköpunar á sér líka stað innan veggja Háskóla Íslands og við státum af vísindafólki sem er á alþjóðavettvangi í hópi þeirra allra bestu á sínum fræðasviðum. Þessum mikilvægu afreksstörfum sinnir okkar góða fólk í Háskóla Íslands samhliða þjálfun næstu kynslóða. Það er ólíklegt að nýsköpun á Íslandi verði sjálfbær ef of stóru hlutfalli fjármagns er veitt í meistaraflokkana. Þeir geta vissulega skapað miklar tekjur til skamms tíma, en án yngri flokka starfs þá líður ekki á löngu þar til efniviðurinn sem þarf að taka við keflinu er uppurinn. Háskólar þurfa góða grunnfjármögnun til að geta haldið úti starfi yngstu aldurshópanna, við þurfum líka fjárveitingu til grunnrannsókna til að geta fjármagnað rannsóknatengt framhaldsnám. Ef það er staðföst trú stjórnvalda að núverandi skipting fjármuna til rannsókna- og þróunarstarfs í fyrirtækjum og í háskólum sé eins og best verður á kosið, þá þarf að tryggja að fyrirtækin leggi sitt að mörkum við þjálfun næstu kynslóða. Þetta mætti til dæmis gera með því að setja það sem skilyrði fyrir stuðningi til rannsókna- og þróunarstarfs að hluti fjármuna fari í þjálfun næstu kynslóðar. Mörg fyrirtæki sem notið hafa stuðnings frá ríkinu taka vissulega nú þegar virkan þátt í þjálfun meistara- og doktorsnema og gefa þannig yngri kynslóðum tækifæri til að taka virkan þátt í rannsóknum, líkt og gerist innan veggja háskóla. Við þurfum hins vegar að skerpa á umgjörðinni og leggjast betur yfir það hvernig fjármunum er ráðstafað og finna rétta jafnvægið milli fjárveitinga til háskóla og grunnrannsókna annars vegar og nýsköpunar- og þróunarstarfs í fyrirtækjum hins vegar. Sem rektor Háskóla Íslands myndi ég fagna auknu samstarfi við ekki bara fyrirtæki sem njóta stuðnings vegna rannsókna- og þróunarstarfs heldur einnig við mikilvægar stofnanir um allt land. Háskóli Íslands hefur þrátt fyrir undirfjármögnun staðið fast við þá stefnu sína að bjóða upp á fjölbreytt framboð af námi á meistara- og doktorsstigi. Þessi stefna hefur skilað sér í hækkuðu menntunarstigi í fyrirtækjum og stofnunum um allt land. Nú er svo komið að þar starfar fjöldi einstaklinga sem hefur þekkingu og hæfni til að taka þátt í þjálfun næstu kynslóða í samstarfi við háskóla. Aukið samstarf háskóla og fjölbreytts atvinnulífs er gríðarlega mikilvægt í þeirri vegferð að nýta hugvit til aukinnar hagsældar fyrir okkur öll. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda og samfélags, prófessor í næringarfræði og frambjóðandi til embætti rektors Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Á síðustu misserum hefur starfsfólk Háskóla Íslands stigið fram, hvert af öðru og lýst yfir áhyggjum af undirfjármögnun háskólastigsins og grunnrannsókna. Tilfinning flestra sem hafa látið í sér heyra er að talað sé fyrir daufum eyrum. Skýringuna má mögulega rekja til vanþekkingar á því hversu fjölbreyttu hlutverki háskóli gegnir og hversu víða áhrifa Háskóla Íslands gætir í samfélaginu. Mig langar til að gera tilraun til að setja hlutverk háskóla í samhengi sem mögulega fleiri tengja við. Ég hef alla tíð verið nátengd íþróttahreyfingunni og spilaði blak nógu lengi í meistaraflokki og landsliði Íslands til að taka þátt í „uppeldi“ þriggja kynslóða blakkvenna. Þessar kynslóðir hefðu aldrei komist í meistaraflokk nema í gegnum öflugt yngri flokka starf. Allar þessar kynslóðir blakkvenna áttu það sameiginlegt að þurfa stuðning og hvatningu frá okkur eldri leikmönnum, svigrúm til að gera mistök og læra af þeim og öðlast smátt og smátt nægt sjálfstraust til að geta tekið að sér leiðandi hlutverk í liðinu. Á sama tíma var lögð mikil áhersla á ástundun, gæði og árangur. Á undanförnum árum hefur miklum fjármunum verið varið í að efla rannsókna-, þróunar- og nýsköpunarstarf í fyrirtækjum á Íslandi, sem ég vil í þessu dæmi líkja við meistaraflokka, enda starfa þar einstaklingar sem hafa lokið sínum yngri flokka árum í háskólum, standa sig frábærlega í að skapa verðmæti og eiga svo sannarlega skilið áframhaldandi hvatningu til góðra verka. Við sem höfum reynslu úr íþróttaheiminum vitum að meistaraflokkar eru ekki sjálfbærir án yngri flokka starfs. Háskólar eru samfélag þar sem ungir einstaklingar geta komið og ekki bara sótt sér þjálfun (þekkingu, leikni og hæfni) heldur einnig eignast vini með svipuð áhugamál og myndað tengslanet, líkt og í yngri flokkum í íþróttum. Sum ljúka BA eða BS prófi og halda eftir það út í hið fjölbreytta atvinnulíf, víðsýnni og reynslunni ríkari. Önnur halda áfram námi, þjálfa sig betur og ljúka lokaprófi á meistarastigi eða meistaragráðu. Svo er það hópurinn sem sér jafnvel fyrir sér að starfa við rannsóknir eða aðra nýsköpun. Þessir einstaklingar leggja af stað í þá vegferð að þjálfa sig enn frekar í doktorsnámi og koma sér smátt og smátt inn í „meistaraflokkinn“. Í námi á framhaldsstigi og í starfi nýdoktora fær einstaklingurinn að starfa í umhverfi þar sem fyrir eru reyndari einstaklingar sem hvetja þá áfram, umhverfi þar sem leyfilegt er að gera mistök og læra af þeim. Það er jú mjög dýrmætt að hafa reyndan aðila sér við hlið, þegar tekist er á við mótlæti og hindranir. Afreksstarf á sviði vísinda og nýsköpunar á sér líka stað innan veggja Háskóla Íslands og við státum af vísindafólki sem er á alþjóðavettvangi í hópi þeirra allra bestu á sínum fræðasviðum. Þessum mikilvægu afreksstörfum sinnir okkar góða fólk í Háskóla Íslands samhliða þjálfun næstu kynslóða. Það er ólíklegt að nýsköpun á Íslandi verði sjálfbær ef of stóru hlutfalli fjármagns er veitt í meistaraflokkana. Þeir geta vissulega skapað miklar tekjur til skamms tíma, en án yngri flokka starfs þá líður ekki á löngu þar til efniviðurinn sem þarf að taka við keflinu er uppurinn. Háskólar þurfa góða grunnfjármögnun til að geta haldið úti starfi yngstu aldurshópanna, við þurfum líka fjárveitingu til grunnrannsókna til að geta fjármagnað rannsóknatengt framhaldsnám. Ef það er staðföst trú stjórnvalda að núverandi skipting fjármuna til rannsókna- og þróunarstarfs í fyrirtækjum og í háskólum sé eins og best verður á kosið, þá þarf að tryggja að fyrirtækin leggi sitt að mörkum við þjálfun næstu kynslóða. Þetta mætti til dæmis gera með því að setja það sem skilyrði fyrir stuðningi til rannsókna- og þróunarstarfs að hluti fjármuna fari í þjálfun næstu kynslóðar. Mörg fyrirtæki sem notið hafa stuðnings frá ríkinu taka vissulega nú þegar virkan þátt í þjálfun meistara- og doktorsnema og gefa þannig yngri kynslóðum tækifæri til að taka virkan þátt í rannsóknum, líkt og gerist innan veggja háskóla. Við þurfum hins vegar að skerpa á umgjörðinni og leggjast betur yfir það hvernig fjármunum er ráðstafað og finna rétta jafnvægið milli fjárveitinga til háskóla og grunnrannsókna annars vegar og nýsköpunar- og þróunarstarfs í fyrirtækjum hins vegar. Sem rektor Háskóla Íslands myndi ég fagna auknu samstarfi við ekki bara fyrirtæki sem njóta stuðnings vegna rannsókna- og þróunarstarfs heldur einnig við mikilvægar stofnanir um allt land. Háskóli Íslands hefur þrátt fyrir undirfjármögnun staðið fast við þá stefnu sína að bjóða upp á fjölbreytt framboð af námi á meistara- og doktorsstigi. Þessi stefna hefur skilað sér í hækkuðu menntunarstigi í fyrirtækjum og stofnunum um allt land. Nú er svo komið að þar starfar fjöldi einstaklinga sem hefur þekkingu og hæfni til að taka þátt í þjálfun næstu kynslóða í samstarfi við háskóla. Aukið samstarf háskóla og fjölbreytts atvinnulífs er gríðarlega mikilvægt í þeirri vegferð að nýta hugvit til aukinnar hagsældar fyrir okkur öll. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda og samfélags, prófessor í næringarfræði og frambjóðandi til embætti rektors Háskóla Íslands
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun