Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 22. febrúar 2025 13:03 Engum dylst að breytingar eru að verða á alþjóðavettvangi sem varða okkur Íslendinga miklu. Ráðamenn í Evrópu hafa meðtekið skýr skilaboð nýrra stjórnvalda í Bandaríkjunum um að Evrópuríki verði að leggja mun meira af mörkum til að tryggja öryggi álfunnar. Hér getur Ísland ekki skorast undan ábyrgð. Bandaríkin hafa verið eitt nánasta og traustasta samstarfsríki Íslands allt frá lýðveldisstofnun, hvort sem litið er til varnarmála, viðskipta eða menningarlegra tengsla. Við munum halda áfram að rækta góð samskipti okkar við þessa vinaþjóð eins og við höfum gert hingað til. Þegar svo náið samstarfsríki gefur til kynna breyttar áherslur leggjum við að sjálfsögðu við hlustir. Við höfum vissulega hækkað framlög okkar til varnarmála undanfarið og lagt okkar af mörkum til að styðja varnir Úkraínu. En okkur er ekki stætt á öðru en að spýta verulega í lófana til að tryggja eigið öryggi og leggja meira af mörkum til sameiginlegra varna. Öryggi og varnir grundvöllurinn Frá allsherjarinnrás Rússa fyrir þremur árum hefur uppbygging sameiginlegra varna hjá ríkjum Atlantshafsbandalagsins verið í algjörum forgangi allra bandalagsríkja ásamt því að styðja varnir Úkraínu. Allt miðar þetta að því að styrkja fælingar- og varnargetu bandalagsins. Auðvitað myndu flest ríki kjósa að verja fjármunum í eitthvað annað, en þau telja að það yrði dýrkeypt að geta ekki tryggt eigið öryggi. Þetta á líka við um Ísland. Við verðum líka að forgangsraða í þágu öryggis og varna sem eru í reynd grundvöllur blómlegs efnahagslífs og félagslegrar samtryggingar. Nú þegar nær þrjú ár eru liðin frá upphafi allsherjarinnrásar Rússlands í Úkraínu eygjum við möguleikann á friði í Úkraínu. Við þurfum hins vegar að hafa það hugfast að samkomulag um framtíðarskipan mála í Úkraínu þarf að vera á grundvelli alþjóðalaga og án óréttmætra kvaða á það ríki sem ráðist var á með ólögmætum hætti og að tilefnislausu. Hver sú lausn sem verðlaunar þann sem fer fram með ofbeldi er skammgóður vermir. Ofbeldismenn sem fá öllu sínu framgengt hafa enga ástæðu til annars en halda áfram á sömu vegferð. Enginn friður án réttlætis Á Alþingi höfum við öll verið staðföst í stuðningi við Úkraínu og nú er mikilvægt að við tölum einni röddu um grundvallarstaðreyndir. Pútín ber ábyrgð á þessu stríði, Rússland er árásaraðilinn. Úkraínuforseti er lýðræðislega kjörinn, þótt kosningum hafi eðlilega verið frestað vegna stríðsins. Þessu má ekki snúa á hvolf. Við verðum að senda skýr skilaboð um að við stöndum með alþjóðalögum og rétti. Ef hægt er að beygja Úkraínumenn í duftið verður rekinn fleinn í hjarta Evrópu. Friður án réttlætis á sér litla framtíð. Í mínum huga er verkefnið skýrt. Þetta snýst um það að verja lýðræðið, standa vörð um vestræn gildi og mannréttindi og láta ekki utanaðkomandi öfl sundra þeirri samstöðu og því skipulagi alþjóðakerfisins sem hefur tryggt okkur frið og velsæld alveg frá síðari heimsstyrjöld. Að þessari samstöðu er nú markvisst sótt og við Íslendingar, líkt og vinaþjóðir í Evrópu allri og í Atlantshafsbandalaginu, þurfum nú að hafa augun á þeim mikilvægu hagsmunum sem eru í hættu, um frið, frelsi og okkar eigið öryggi. Barátta fyrir friði, gegn ofríki Það hefur sjaldan verið mikilvægara að standa vörð um sannleikann og láta ekki blekkjast af þeim sem vilja afvegaleið umræðuna og ýta undir óróleika. Þar berum við stjórnmálamenn mikla ábyrgð. Nú ríður á að við hugsum til lengri tíma. Við megum ekki fórna langtímahagsmunum um frið og öryggi til þess eins að slá pólitískar keilur í umræðunni hér heima fyrir heldur verðum við að efla samstöðu meðal fólksins í landinu. Þetta snýst fyrst og síðast um baráttu hinna frjálsu, lýðræðislegu, vestrænu afla gegn ofríki. Þetta snýst um baráttu gegn ólöglegu árásarstríði og baráttu fyrir mannréttindum, baráttu fyrir friði og baráttu fyrir lýðræði í heiminum. Á Alþingi í vikunni flutti ég skýrslu um öryggi og varnir Íslands og þar mátti heyra að þingheimur er sammála um að halda áfram að styðja við Úkraínu. Ekki bara fyrir fólkið í Úkraínu heldur líka fyrir frið, frelsi og mannréttindi í Evrópu allri og öryggi okkar allra. Samstaða er núna lykilatriði, að þora að standa gegn öfgaöflum hvaðan sem þau koma. Við þurfum að gera hvað sem við getum til að stuðla að friði. Því að lokum snýst þetta að sjálfsögðu allt um nákvæmlega það. Að ná fram varanlegum og réttlátum friði. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Engum dylst að breytingar eru að verða á alþjóðavettvangi sem varða okkur Íslendinga miklu. Ráðamenn í Evrópu hafa meðtekið skýr skilaboð nýrra stjórnvalda í Bandaríkjunum um að Evrópuríki verði að leggja mun meira af mörkum til að tryggja öryggi álfunnar. Hér getur Ísland ekki skorast undan ábyrgð. Bandaríkin hafa verið eitt nánasta og traustasta samstarfsríki Íslands allt frá lýðveldisstofnun, hvort sem litið er til varnarmála, viðskipta eða menningarlegra tengsla. Við munum halda áfram að rækta góð samskipti okkar við þessa vinaþjóð eins og við höfum gert hingað til. Þegar svo náið samstarfsríki gefur til kynna breyttar áherslur leggjum við að sjálfsögðu við hlustir. Við höfum vissulega hækkað framlög okkar til varnarmála undanfarið og lagt okkar af mörkum til að styðja varnir Úkraínu. En okkur er ekki stætt á öðru en að spýta verulega í lófana til að tryggja eigið öryggi og leggja meira af mörkum til sameiginlegra varna. Öryggi og varnir grundvöllurinn Frá allsherjarinnrás Rússa fyrir þremur árum hefur uppbygging sameiginlegra varna hjá ríkjum Atlantshafsbandalagsins verið í algjörum forgangi allra bandalagsríkja ásamt því að styðja varnir Úkraínu. Allt miðar þetta að því að styrkja fælingar- og varnargetu bandalagsins. Auðvitað myndu flest ríki kjósa að verja fjármunum í eitthvað annað, en þau telja að það yrði dýrkeypt að geta ekki tryggt eigið öryggi. Þetta á líka við um Ísland. Við verðum líka að forgangsraða í þágu öryggis og varna sem eru í reynd grundvöllur blómlegs efnahagslífs og félagslegrar samtryggingar. Nú þegar nær þrjú ár eru liðin frá upphafi allsherjarinnrásar Rússlands í Úkraínu eygjum við möguleikann á friði í Úkraínu. Við þurfum hins vegar að hafa það hugfast að samkomulag um framtíðarskipan mála í Úkraínu þarf að vera á grundvelli alþjóðalaga og án óréttmætra kvaða á það ríki sem ráðist var á með ólögmætum hætti og að tilefnislausu. Hver sú lausn sem verðlaunar þann sem fer fram með ofbeldi er skammgóður vermir. Ofbeldismenn sem fá öllu sínu framgengt hafa enga ástæðu til annars en halda áfram á sömu vegferð. Enginn friður án réttlætis Á Alþingi höfum við öll verið staðföst í stuðningi við Úkraínu og nú er mikilvægt að við tölum einni röddu um grundvallarstaðreyndir. Pútín ber ábyrgð á þessu stríði, Rússland er árásaraðilinn. Úkraínuforseti er lýðræðislega kjörinn, þótt kosningum hafi eðlilega verið frestað vegna stríðsins. Þessu má ekki snúa á hvolf. Við verðum að senda skýr skilaboð um að við stöndum með alþjóðalögum og rétti. Ef hægt er að beygja Úkraínumenn í duftið verður rekinn fleinn í hjarta Evrópu. Friður án réttlætis á sér litla framtíð. Í mínum huga er verkefnið skýrt. Þetta snýst um það að verja lýðræðið, standa vörð um vestræn gildi og mannréttindi og láta ekki utanaðkomandi öfl sundra þeirri samstöðu og því skipulagi alþjóðakerfisins sem hefur tryggt okkur frið og velsæld alveg frá síðari heimsstyrjöld. Að þessari samstöðu er nú markvisst sótt og við Íslendingar, líkt og vinaþjóðir í Evrópu allri og í Atlantshafsbandalaginu, þurfum nú að hafa augun á þeim mikilvægu hagsmunum sem eru í hættu, um frið, frelsi og okkar eigið öryggi. Barátta fyrir friði, gegn ofríki Það hefur sjaldan verið mikilvægara að standa vörð um sannleikann og láta ekki blekkjast af þeim sem vilja afvegaleið umræðuna og ýta undir óróleika. Þar berum við stjórnmálamenn mikla ábyrgð. Nú ríður á að við hugsum til lengri tíma. Við megum ekki fórna langtímahagsmunum um frið og öryggi til þess eins að slá pólitískar keilur í umræðunni hér heima fyrir heldur verðum við að efla samstöðu meðal fólksins í landinu. Þetta snýst fyrst og síðast um baráttu hinna frjálsu, lýðræðislegu, vestrænu afla gegn ofríki. Þetta snýst um baráttu gegn ólöglegu árásarstríði og baráttu fyrir mannréttindum, baráttu fyrir friði og baráttu fyrir lýðræði í heiminum. Á Alþingi í vikunni flutti ég skýrslu um öryggi og varnir Íslands og þar mátti heyra að þingheimur er sammála um að halda áfram að styðja við Úkraínu. Ekki bara fyrir fólkið í Úkraínu heldur líka fyrir frið, frelsi og mannréttindi í Evrópu allri og öryggi okkar allra. Samstaða er núna lykilatriði, að þora að standa gegn öfgaöflum hvaðan sem þau koma. Við þurfum að gera hvað sem við getum til að stuðla að friði. Því að lokum snýst þetta að sjálfsögðu allt um nákvæmlega það. Að ná fram varanlegum og réttlátum friði. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun