Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. febrúar 2025 13:55 Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar sveitarfélaga segir stjórnina hafa verið einhuga í afstöðu sinni til innanhússtillögunnar. Vísir/Vilhelm Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilunni gegn kennurum, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn standi í vegi fyrir samningum til að koma höggi á ríkisstjórnina. Magnús Þór Jónsson formaður KÍ sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að honum væri það orðið ljóst að fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í stjórn SÍS hafi sett sig upp á móti miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilunni. Þetta sagði hann eftir að Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri og formaður SÍS, greindi frá að hún hefði stutt tillöguna. SÍS hafnaði innanhústillögu ríkissáttasemjara á síðustu stundu í hádeginu í gær eftir að kennarar höfðu samþykkt hana. Fram kom í tilkynningu frá sambandinu að málið hafi strandað á forsenduákvæði og hækkun umfram 22% á samningstímanum. „Það er fyrst og fremst þetta forsenduákvæði sem stendur í okkur. Við erum að fjárfesta gríðarlega mikið í þessum samningi og viljum tryggja það að kennarar standi við sinn hluta út samningstímabilið,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir í samtali við fréttastofu. „Ég ræð ekkert yfir þeim“ Kennarar gengu margir út úr kennslustofum á hádegi í gær eftir að afstaða SÍS lá fyrir. „Það er auðvitað leitt en ég ræð ekkert yfir þeim,“ segir Inga Rún. Sveitarfélögin og kennarar hafi aldrei verið nær því að semja. Ekki miklu muni á milli. „Það er margt í þessari tillögu sem við erum mjög sátt við og kennarar eru líka mjög sáttir við. Ég held það sé ekki mjög langt á milli okkar. En það þarf að greiða úr þessum hnút sem út af stendur og þá vona ég að við getum klárað þetta.“ Ekki orðið vör við pólitík Hún segir ekki marga innan stjórnar hafa stutt tillöguna en segist ekki geta sagt hvað þeir voru margir. „Stjórnin greiðir atkvæði um svona tillögur í einu lagi. Annað hvort samþykkir stjórnin eða hafnar. Ég get ekki uppljóstrað um það hvernig það er en það var mikill einhugur í stjórninni um að fella þessa tillögu,“ segir Inga. Formaður KÍ heldur því fram að þetta sé pólitískt og það séu Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn sem leggist gegn því að semja við kennara til að koma höggi á nýja ríkisstjórn. Er eitthvað til í þessu? „Ég hef ekki orðið vör við þetta og þó er ég að vinna með þessu fólki alla daga. Ég hef ekki orðið vör við þetta og það hefur ekki komið fram í störfum stjórnar.“ Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Grunnskólar Leikskólar Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Magnea Arnardóttir leikskólakennari sagði upp starfi sínu á leikskólanum Rauðhóli eftir tíðindi dagsins í kjaradeilu kennara. Hún telur að fleiri munu fara sömu leið. 21. febrúar 2025 23:02 Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Formaður Kennarasambandsins segir höfnun samninganefndar sveitarfélaganna á innanhússtillögu ríkissáttasemja ekki hafa með pening að gera heldur pólitík. Sellur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks innan sambandsins hafi komið í veg fyrir að samningar næðust. 21. febrúar 2025 20:03 Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Kennarar gengu út úr kennslustofum í nokkrum skólum í dag í mótmælaskyni eftir að sveitarfélögin höfnuðu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilunni. Við heyrum í nokkrum kennurum, nemendum og foreldrum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá kemur Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins í myndver og fer yfir stöðuna í lok dags. 21. febrúar 2025 18:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Magnús Þór Jónsson formaður KÍ sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að honum væri það orðið ljóst að fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í stjórn SÍS hafi sett sig upp á móti miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilunni. Þetta sagði hann eftir að Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri og formaður SÍS, greindi frá að hún hefði stutt tillöguna. SÍS hafnaði innanhústillögu ríkissáttasemjara á síðustu stundu í hádeginu í gær eftir að kennarar höfðu samþykkt hana. Fram kom í tilkynningu frá sambandinu að málið hafi strandað á forsenduákvæði og hækkun umfram 22% á samningstímanum. „Það er fyrst og fremst þetta forsenduákvæði sem stendur í okkur. Við erum að fjárfesta gríðarlega mikið í þessum samningi og viljum tryggja það að kennarar standi við sinn hluta út samningstímabilið,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir í samtali við fréttastofu. „Ég ræð ekkert yfir þeim“ Kennarar gengu margir út úr kennslustofum á hádegi í gær eftir að afstaða SÍS lá fyrir. „Það er auðvitað leitt en ég ræð ekkert yfir þeim,“ segir Inga Rún. Sveitarfélögin og kennarar hafi aldrei verið nær því að semja. Ekki miklu muni á milli. „Það er margt í þessari tillögu sem við erum mjög sátt við og kennarar eru líka mjög sáttir við. Ég held það sé ekki mjög langt á milli okkar. En það þarf að greiða úr þessum hnút sem út af stendur og þá vona ég að við getum klárað þetta.“ Ekki orðið vör við pólitík Hún segir ekki marga innan stjórnar hafa stutt tillöguna en segist ekki geta sagt hvað þeir voru margir. „Stjórnin greiðir atkvæði um svona tillögur í einu lagi. Annað hvort samþykkir stjórnin eða hafnar. Ég get ekki uppljóstrað um það hvernig það er en það var mikill einhugur í stjórninni um að fella þessa tillögu,“ segir Inga. Formaður KÍ heldur því fram að þetta sé pólitískt og það séu Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn sem leggist gegn því að semja við kennara til að koma höggi á nýja ríkisstjórn. Er eitthvað til í þessu? „Ég hef ekki orðið vör við þetta og þó er ég að vinna með þessu fólki alla daga. Ég hef ekki orðið vör við þetta og það hefur ekki komið fram í störfum stjórnar.“
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Grunnskólar Leikskólar Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Magnea Arnardóttir leikskólakennari sagði upp starfi sínu á leikskólanum Rauðhóli eftir tíðindi dagsins í kjaradeilu kennara. Hún telur að fleiri munu fara sömu leið. 21. febrúar 2025 23:02 Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Formaður Kennarasambandsins segir höfnun samninganefndar sveitarfélaganna á innanhússtillögu ríkissáttasemja ekki hafa með pening að gera heldur pólitík. Sellur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks innan sambandsins hafi komið í veg fyrir að samningar næðust. 21. febrúar 2025 20:03 Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Kennarar gengu út úr kennslustofum í nokkrum skólum í dag í mótmælaskyni eftir að sveitarfélögin höfnuðu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilunni. Við heyrum í nokkrum kennurum, nemendum og foreldrum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá kemur Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins í myndver og fer yfir stöðuna í lok dags. 21. febrúar 2025 18:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Magnea Arnardóttir leikskólakennari sagði upp starfi sínu á leikskólanum Rauðhóli eftir tíðindi dagsins í kjaradeilu kennara. Hún telur að fleiri munu fara sömu leið. 21. febrúar 2025 23:02
Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Formaður Kennarasambandsins segir höfnun samninganefndar sveitarfélaganna á innanhússtillögu ríkissáttasemja ekki hafa með pening að gera heldur pólitík. Sellur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks innan sambandsins hafi komið í veg fyrir að samningar næðust. 21. febrúar 2025 20:03
Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Kennarar gengu út úr kennslustofum í nokkrum skólum í dag í mótmælaskyni eftir að sveitarfélögin höfnuðu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilunni. Við heyrum í nokkrum kennurum, nemendum og foreldrum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá kemur Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins í myndver og fer yfir stöðuna í lok dags. 21. febrúar 2025 18:00