Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar 24. febrúar 2025 09:01 Síðustu dagar hafa verið einstaklega skemmtilegir. Ég hef haft þau forréttindi að hitta félagsfólk VR á ýmsum vinnustöðum og það hefur verið eins og að hitta gamla vini sem eru tilbúnir að deila skoðunum sínum og spjalla um daginn og veginn. Á þessum fundum hefur verið mikil gleði og fjölbreyttar skoðanir, sem hafa gert mig enn vissari um það sem ég legg áherslu á og hverju ég vil breyta. Þarf virkilega framboð til? Á einum vinnustaðnum sem ég heimsótti sagði einn starfsmaður orðrétt: „Þarf virkilega framboð stjórnarmanna til að hlustað sé á okkur?“ Þessi orð eru þau sem ég hef talað fyrir frá byrjun í framboði mínu til embætti formanns VR. Eitt af mínum áherslumálum í framboðinu er samtalið við félagsfólk sem ég tel að hafi gleymst á síðustu árum og mikilvægt að byggja aftur upp. Raddir félagsfólk VR skipta sköpum þegar kemur m.a. að bættum kjörum þeirra. Félagsfólk VR á að geta treyst á sýnilegan og aðgengilegan formann sem er til staðar fyrir þau. Ég mun leggja áherslu á að vera til taks á öllum starfstöðvum félagsins og hlusta á raddir félagsfólks. Með opnu samtali og virkum samskiptum mun ég tryggja að málefni félagsfólks séu í forgrunni. Með aðgengilegum formanni tryggjum við að félagsfólk fái vettvang til að ræða það sem þeim liggur á hjarta og um leið styrkjum við grunninn að betri framtíð fyrir félagsfólk VR. Ég hef fengið það sama úr varasjóðnum síðustu 7 árin og engan fæðingarstyrk Á öðrum vinnustaða sagði starfsmaður orðrétt: „Ég hef búið hér á landi í 7 ár, verið á sama vinnustaðnum og sama starfi öll þau ár og ekki hafa laun mín lækkað en alltaf fæ ég það sama úr varasjóðnum í kringum kr. 20 þúsund. Hvar er jafnréttið?“ Í sömu heimsókn sagði annar starfsmaður orðrétt: „Vinkonur mínar sem eru allar á barneignaraldri hafa allar hætt í VR og fært sig yfir í önnur stéttarfélög sem bjóða upp á fæðingarstyrk“ Á mínum starfsferli, bæði innan VR og í samtölum við félagsfólk, hefur komið fram mikil óánægja með varasjóðinn og úthlutunarreglur hans. Þegar litið er til annarra stéttarfélaga af svipaðri stærðargráðu má sjá að styrkjum er þar úthlutað á jafnræðisgrundvelli, óháð tekjum. Í umræðunni um framboð mitt hafa mótframbjóðendur haldið því fram að varasjóðurinn sé „frábær“ og að þeir sem eru á hærri launum eigi skilið að fá meira. Einn mótframbjóðandi fer svo langt að lýsa stefnu minni sem „gylliboðum“. Gylliboð er freistandi tilboð sem lítur of vel út til að vera satt. Þetta snýst ekki um tilboð sem líta of vel út til að vera sönn, þetta snýst um raunverulegar breytingar sem bæta kjör félagsfólks. Ég hef djarfa stefnu og þor til að koma raunverulegum breytingum til skila, en ég mun alltaf velja að leggja áherslu á það sem raunverulega skiptir máli, bætt kjör og jafnrétti fyrir allt félagsfólk. En enginn er svo heilagur að geta ekki tekið gagnrýni því vissulega hefur félagsfólk gagnrýnt þessa hugmynd mína með að spyrja „hvað með allan uppsafnaðan varasjóð sem ég á nú þegar“ og get ég alveg skilið afstöðu þeirra, en auðvitað yrði það útfært hjá hverjum og einum, en við skulum samt líka hafa það á hreinu að VR er ekki lífeyrissjóður. Annað þessu tengt er að ef félagsfólk hættir í félaginu og leysir ekki út sinn varasjóð þá hefur VR heimild fyrir því að taka til baka þann sjóð sem upp hefur safnast og sett hann aftur inn í sjúkra- og orlofsjóð félagsins. Mínar hugmyndir um varasjóðinn tryggir að allt félagsfólki VR, óháð tekjum, verði veitt jöfn tækifæri til að nýta styrki félagsins. Ég er sannfærður um að þessi breyting myndi styrkja félagsandann og stuðla að auknu trausti félagsfólks á VR. Af hverju ég? Ég legg áherslu á framtíð félagsfólks VR. Ég trúi því að VR þurfi skýra og djarfa stefnu, ekki bara markmið, heldur raunverulegar breytingar. Kosningarnar snúast um val: Halda áfram á svipaðri braut eða taka skrefið til framtíðar með VR sem virkilega stendur vörð um félagfólk sitt. Ég vel framtíðina. Kæra félagsfólk, framtíð VR er í okkar höndum. Ég sækist eftir ykkar trausti og stuðningi til að taka við embætti formanns VR. Það er mér hjartans mál að skapa sanngjarna og sterka framtíð fyrir félagsfólk og mun ég leggja mig allan fram í þetta mikilvæga hlutverk. Sameinum krafta okkar fyrir sterkara VR og bjartari framtíð. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu dagar hafa verið einstaklega skemmtilegir. Ég hef haft þau forréttindi að hitta félagsfólk VR á ýmsum vinnustöðum og það hefur verið eins og að hitta gamla vini sem eru tilbúnir að deila skoðunum sínum og spjalla um daginn og veginn. Á þessum fundum hefur verið mikil gleði og fjölbreyttar skoðanir, sem hafa gert mig enn vissari um það sem ég legg áherslu á og hverju ég vil breyta. Þarf virkilega framboð til? Á einum vinnustaðnum sem ég heimsótti sagði einn starfsmaður orðrétt: „Þarf virkilega framboð stjórnarmanna til að hlustað sé á okkur?“ Þessi orð eru þau sem ég hef talað fyrir frá byrjun í framboði mínu til embætti formanns VR. Eitt af mínum áherslumálum í framboðinu er samtalið við félagsfólk sem ég tel að hafi gleymst á síðustu árum og mikilvægt að byggja aftur upp. Raddir félagsfólk VR skipta sköpum þegar kemur m.a. að bættum kjörum þeirra. Félagsfólk VR á að geta treyst á sýnilegan og aðgengilegan formann sem er til staðar fyrir þau. Ég mun leggja áherslu á að vera til taks á öllum starfstöðvum félagsins og hlusta á raddir félagsfólks. Með opnu samtali og virkum samskiptum mun ég tryggja að málefni félagsfólks séu í forgrunni. Með aðgengilegum formanni tryggjum við að félagsfólk fái vettvang til að ræða það sem þeim liggur á hjarta og um leið styrkjum við grunninn að betri framtíð fyrir félagsfólk VR. Ég hef fengið það sama úr varasjóðnum síðustu 7 árin og engan fæðingarstyrk Á öðrum vinnustaða sagði starfsmaður orðrétt: „Ég hef búið hér á landi í 7 ár, verið á sama vinnustaðnum og sama starfi öll þau ár og ekki hafa laun mín lækkað en alltaf fæ ég það sama úr varasjóðnum í kringum kr. 20 þúsund. Hvar er jafnréttið?“ Í sömu heimsókn sagði annar starfsmaður orðrétt: „Vinkonur mínar sem eru allar á barneignaraldri hafa allar hætt í VR og fært sig yfir í önnur stéttarfélög sem bjóða upp á fæðingarstyrk“ Á mínum starfsferli, bæði innan VR og í samtölum við félagsfólk, hefur komið fram mikil óánægja með varasjóðinn og úthlutunarreglur hans. Þegar litið er til annarra stéttarfélaga af svipaðri stærðargráðu má sjá að styrkjum er þar úthlutað á jafnræðisgrundvelli, óháð tekjum. Í umræðunni um framboð mitt hafa mótframbjóðendur haldið því fram að varasjóðurinn sé „frábær“ og að þeir sem eru á hærri launum eigi skilið að fá meira. Einn mótframbjóðandi fer svo langt að lýsa stefnu minni sem „gylliboðum“. Gylliboð er freistandi tilboð sem lítur of vel út til að vera satt. Þetta snýst ekki um tilboð sem líta of vel út til að vera sönn, þetta snýst um raunverulegar breytingar sem bæta kjör félagsfólks. Ég hef djarfa stefnu og þor til að koma raunverulegum breytingum til skila, en ég mun alltaf velja að leggja áherslu á það sem raunverulega skiptir máli, bætt kjör og jafnrétti fyrir allt félagsfólk. En enginn er svo heilagur að geta ekki tekið gagnrýni því vissulega hefur félagsfólk gagnrýnt þessa hugmynd mína með að spyrja „hvað með allan uppsafnaðan varasjóð sem ég á nú þegar“ og get ég alveg skilið afstöðu þeirra, en auðvitað yrði það útfært hjá hverjum og einum, en við skulum samt líka hafa það á hreinu að VR er ekki lífeyrissjóður. Annað þessu tengt er að ef félagsfólk hættir í félaginu og leysir ekki út sinn varasjóð þá hefur VR heimild fyrir því að taka til baka þann sjóð sem upp hefur safnast og sett hann aftur inn í sjúkra- og orlofsjóð félagsins. Mínar hugmyndir um varasjóðinn tryggir að allt félagsfólki VR, óháð tekjum, verði veitt jöfn tækifæri til að nýta styrki félagsins. Ég er sannfærður um að þessi breyting myndi styrkja félagsandann og stuðla að auknu trausti félagsfólks á VR. Af hverju ég? Ég legg áherslu á framtíð félagsfólks VR. Ég trúi því að VR þurfi skýra og djarfa stefnu, ekki bara markmið, heldur raunverulegar breytingar. Kosningarnar snúast um val: Halda áfram á svipaðri braut eða taka skrefið til framtíðar með VR sem virkilega stendur vörð um félagfólk sitt. Ég vel framtíðina. Kæra félagsfólk, framtíð VR er í okkar höndum. Ég sækist eftir ykkar trausti og stuðningi til að taka við embætti formanns VR. Það er mér hjartans mál að skapa sanngjarna og sterka framtíð fyrir félagsfólk og mun ég leggja mig allan fram í þetta mikilvæga hlutverk. Sameinum krafta okkar fyrir sterkara VR og bjartari framtíð. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar