Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar 24. febrúar 2025 10:31 Ég kom fyrst inn í starf Sjálfstæðisflokksins þegar ég tók sæti á lista flokksins fyrir þingkosningar 2016. Á fyrsta viðburði í Valhöll tók Áslaug Arna á móti mér og bauð mig velkomna. Ég hafði fylgst með henni og hennar baráttu í gegnum tíðina, en þekkti hana ekki. Hún leiddi mig í gegnum starfið, kynnti mig fyrir fólki og menningunni og hefur verið góð vinkona síðan. Þegar ég varð borgarfulltrúi flokksins þá sátum við marga fundi saman. Það er unun að fylgjast með henni vinna. Hún er skipulögð, eldklár og með skýra framtíðarsýn og markmið fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Ísland. Hún vill Sjálfstæðisflokk sem stendur traustur á sínum grunngildum: Frelsi einstaklingsins, minna ríkisvald og öflugt atvinnulíf. Þessi skýra framtíðarsýn skilar sér líka í mörgum verkefnum hennar sem þingmaður og ráðherra. Hún nefnilega lætur verkin tala. Ég hef aldrei séð aðra eins hamhleypu til verka enda virðist hún hafa fleiri tíma í sólarhringnum en við hin. Hún hefur komið í gegn fjölda breytinga til að einfalda líf fólks og rekstarumhverfi fyrirtækja. Hún hefur verið í fararbroddi í stafrænum lausnum, nýsköpun og gervigreind. Áslaug Arna gaf út rit um verklag HVÍN sem veitti mér og fleirum mikinn innblástur. Þar sýndi hún að hún þorir að brjóta upp kerfið og nútímavæða stjórnsýsluna. Ánægjumælingar sýna mestu ánægju starfsfólks í HVÍN af öllum ráðuneytum. Það er einmitt verkefnið sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir, að velja sér leiðtoga sem þorir að breyta og stjórna, hefur kraft til þess að leiða flokkinn inn í nýja tíma og fá fólk með sér í verkefnið. Ef það er einhver sem ég treysti til að hafa kraft og kjark til að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í framtíðina þá er það Áslaug Arna. Höfundur er stjórnandi og fyrrverandi borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Atladóttir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ég kom fyrst inn í starf Sjálfstæðisflokksins þegar ég tók sæti á lista flokksins fyrir þingkosningar 2016. Á fyrsta viðburði í Valhöll tók Áslaug Arna á móti mér og bauð mig velkomna. Ég hafði fylgst með henni og hennar baráttu í gegnum tíðina, en þekkti hana ekki. Hún leiddi mig í gegnum starfið, kynnti mig fyrir fólki og menningunni og hefur verið góð vinkona síðan. Þegar ég varð borgarfulltrúi flokksins þá sátum við marga fundi saman. Það er unun að fylgjast með henni vinna. Hún er skipulögð, eldklár og með skýra framtíðarsýn og markmið fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Ísland. Hún vill Sjálfstæðisflokk sem stendur traustur á sínum grunngildum: Frelsi einstaklingsins, minna ríkisvald og öflugt atvinnulíf. Þessi skýra framtíðarsýn skilar sér líka í mörgum verkefnum hennar sem þingmaður og ráðherra. Hún nefnilega lætur verkin tala. Ég hef aldrei séð aðra eins hamhleypu til verka enda virðist hún hafa fleiri tíma í sólarhringnum en við hin. Hún hefur komið í gegn fjölda breytinga til að einfalda líf fólks og rekstarumhverfi fyrirtækja. Hún hefur verið í fararbroddi í stafrænum lausnum, nýsköpun og gervigreind. Áslaug Arna gaf út rit um verklag HVÍN sem veitti mér og fleirum mikinn innblástur. Þar sýndi hún að hún þorir að brjóta upp kerfið og nútímavæða stjórnsýsluna. Ánægjumælingar sýna mestu ánægju starfsfólks í HVÍN af öllum ráðuneytum. Það er einmitt verkefnið sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir, að velja sér leiðtoga sem þorir að breyta og stjórna, hefur kraft til þess að leiða flokkinn inn í nýja tíma og fá fólk með sér í verkefnið. Ef það er einhver sem ég treysti til að hafa kraft og kjark til að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í framtíðina þá er það Áslaug Arna. Höfundur er stjórnandi og fyrrverandi borgarfulltrúi.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun