Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2025 10:27 Bjartmar og Héðinn eftir vel heppnaðan björgunarleiðangur, að þessu sinni undir yfirborði sjávar. aðsend Bjartmar Leósson hjólahvíslari með meiru er enn að bjarga stolnum hjólum og hann lætur ekkert koma í veg fyrir að endurheimta þau. Nú kom Héðinn Þorkelsson kafari að málum með allan sinn búnað. „Og reddaði málum á núll einni,“ segir Bjartmar. „Honum þótti þetta alveg sjálfsagt. Á sunnudegi. Náði í allan búnaðinn og dreif í þessu. Ég er að spá í hvað kostar að kalla út kafara og allan búnað á sunnudegi? En þetta sýnir, þegar á bjátar, hversu margir eru til í að stökkva til og leysa málin. Mjög fallegt.“ Héðinn mætti á núll einni og bjargaði málunum Bjartmar er löngu landskunnur fyrir afskipti sín af hjólaþjófnaði sem hefur verið plága í Reykjavík lengi. „Þetta hefur breyst en ennþá í gangi.“ Hvað þetta tiltekna hjóla varðar þá hafði einhver tekið eftir hjólinu í höfninni. Hafði séð glitta í það á tveggja metra týpi. Upplýsingar þar um höfðu birst á annarri síðu Facebook-síðu en þeirri þar sem allt snýst um týnd hjól. „Ég var nú bara eitthvað að gera mér vonir um að finna sjósundskappa, en allt í einu fékk ég skilaboð frá viljugum kafara sem var meira en til í að stökkva til í þetta. Hann var bara mættur á núll einni og enga stund að redda þessu.“ Hjólið komið á land. Eftir að hafa legið í saltbaði þarf að yfirfara allar legur og annað. Bjartmar segir að það megi hafa til marks um hjálpsemi fólks þegar á bjátar að einn hefur þegar boðist til að gera það ókeypis. Nú á eftir að koma í ljós hver er eigandi hjólsins. Bjartmar segir að það verði hugsanlega hægt að heyra í búðinni og skoða raðnúmer hjólsins. Bjartmar segir að fyrst og síðast sýni þetta tiltekna mál hversu margir eru hjálpfúsir þegar á bjátar. „Eftir að hjól hefur legið í svona saltbaði þá þarf að yfirfara það, taka allar legur í sundur og yfirfara. Einn hefur þegar boðist til að gera það frítt. Allir að leggjast á eitt.“ Hluti af stærra vandamáli Bjartmar segist hafa byrjað í þessum sjálfboðaliðsstarfi 2019. Og hann hafi verið fljótur að sjá að þetta tengist öðru máli og stærra. „Þetta snýst vissulega um að finna stolin hjól en rótin liggur dýpra. Því að við erum ekki að gera vel við ákveðinn hóp; meðferðarmál og þetta tengist þeim hópi. Ef það væru öflugri og betri úrræði myndi það um leið snarlækka alla glæpatíðni. Og þá fer maður að komast í frí.“ Bjartmar segir þessi hjólamál hafa byrjað með því að hann lenti í rimmu við einn út af hjójli. „En ég sá fljótt að eldur verður ekki slökktur með eldi. Í stað þess að hella úr skálum reiði minnar fór ég að kynnast þessu fólki. Sumir fóru að hjálpa mér að endurheimta hjólin og á móti hjálpaði ég þeim að komast út úr sínum málum. Ekki dæma bókina eftir kápunni. Þetta er oft fólk sem fékk slæm spil á hendi.“ Þó hjólastuldur hafi í augnablikinu róast, en þetta gengur í sveiflum, er alltaf eitthvað um þau. „Ef við leysum mál þessa fólks leysist þetta vandamál einnig.“ Lögreglumál Reykjavík Hjólreiðar Hafnarmál Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
„Og reddaði málum á núll einni,“ segir Bjartmar. „Honum þótti þetta alveg sjálfsagt. Á sunnudegi. Náði í allan búnaðinn og dreif í þessu. Ég er að spá í hvað kostar að kalla út kafara og allan búnað á sunnudegi? En þetta sýnir, þegar á bjátar, hversu margir eru til í að stökkva til og leysa málin. Mjög fallegt.“ Héðinn mætti á núll einni og bjargaði málunum Bjartmar er löngu landskunnur fyrir afskipti sín af hjólaþjófnaði sem hefur verið plága í Reykjavík lengi. „Þetta hefur breyst en ennþá í gangi.“ Hvað þetta tiltekna hjóla varðar þá hafði einhver tekið eftir hjólinu í höfninni. Hafði séð glitta í það á tveggja metra týpi. Upplýsingar þar um höfðu birst á annarri síðu Facebook-síðu en þeirri þar sem allt snýst um týnd hjól. „Ég var nú bara eitthvað að gera mér vonir um að finna sjósundskappa, en allt í einu fékk ég skilaboð frá viljugum kafara sem var meira en til í að stökkva til í þetta. Hann var bara mættur á núll einni og enga stund að redda þessu.“ Hjólið komið á land. Eftir að hafa legið í saltbaði þarf að yfirfara allar legur og annað. Bjartmar segir að það megi hafa til marks um hjálpsemi fólks þegar á bjátar að einn hefur þegar boðist til að gera það ókeypis. Nú á eftir að koma í ljós hver er eigandi hjólsins. Bjartmar segir að það verði hugsanlega hægt að heyra í búðinni og skoða raðnúmer hjólsins. Bjartmar segir að fyrst og síðast sýni þetta tiltekna mál hversu margir eru hjálpfúsir þegar á bjátar. „Eftir að hjól hefur legið í svona saltbaði þá þarf að yfirfara það, taka allar legur í sundur og yfirfara. Einn hefur þegar boðist til að gera það frítt. Allir að leggjast á eitt.“ Hluti af stærra vandamáli Bjartmar segist hafa byrjað í þessum sjálfboðaliðsstarfi 2019. Og hann hafi verið fljótur að sjá að þetta tengist öðru máli og stærra. „Þetta snýst vissulega um að finna stolin hjól en rótin liggur dýpra. Því að við erum ekki að gera vel við ákveðinn hóp; meðferðarmál og þetta tengist þeim hópi. Ef það væru öflugri og betri úrræði myndi það um leið snarlækka alla glæpatíðni. Og þá fer maður að komast í frí.“ Bjartmar segir þessi hjólamál hafa byrjað með því að hann lenti í rimmu við einn út af hjójli. „En ég sá fljótt að eldur verður ekki slökktur með eldi. Í stað þess að hella úr skálum reiði minnar fór ég að kynnast þessu fólki. Sumir fóru að hjálpa mér að endurheimta hjólin og á móti hjálpaði ég þeim að komast út úr sínum málum. Ekki dæma bókina eftir kápunni. Þetta er oft fólk sem fékk slæm spil á hendi.“ Þó hjólastuldur hafi í augnablikinu róast, en þetta gengur í sveiflum, er alltaf eitthvað um þau. „Ef við leysum mál þessa fólks leysist þetta vandamál einnig.“
Lögreglumál Reykjavík Hjólreiðar Hafnarmál Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira