Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. febrúar 2025 06:59 Það fór vel á með forsetunum, þrátt fyrir að þeir nálguðust málið á ólíkan hátt. Getty/Chip Somodevilla Ólík afstaða stjórnvalda í Evrópu annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar kom bersýnilega í ljós þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tók á móti Emmanuel Macron Frakklandsforseta í Hvíta húsinu í gær. Trump neitaði að nota orðið „einræðisherra“ um Vladimir Pútín Rússlandsforseta, líkt og hann hefur gert um Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, á blaðamannafundi og gaf þá útskýringu að hann vildi ekki nota orðið í hálfkæringi. Trump hefur gert því skóna að Úkraínumenn hafi mátt sjálfum sér um kenna hvernig komið er fyrir þeim en Macron var mjög afdráttarlaus þegar hann sagði Rússa árásaraðilann. Þá leiðrétti hann Trump vinsamlega þegar Trump fullyrti að Evrópa fengi fjárhagsaðstoð sína til Úkraínu endurgreidda. „Nei, í fullri hreinskilni, þá borguðum við,“ sagði Macron vinsamlega. Það sama ætti við um Evrópu eins og Bandaríkin; aðstoðin hefði verið blanda af styrkjum, lánum og lánatryggingum. „Ef þú heldur það þá er það allt í lagi,“ svaraði Trump brosandi. Samskipti Trump og Macron virtust vinaleg og þeir tókust ítrekað í hendur og töluðu innilega hvor um annan. Báðir sögðu í gær mögulegt að vopnahlé gæti komist á á næstu vikum og þá fullyrti Trump að Pútín hefði samþykkt viðveru evrópskra friðargæsluliða í Úkraínu. Trump virðist hins vegar enn ákveðinn í því að ná fram hagfelldum samningum við Úkraínu samhliða friðarviðræðunum og sagði samkomulag innan seilingar um náttúruauðlindir til handa Bandaríkjunum. Macron ítrekaði að friður mætti ekki kosta Úkraínu uppgjöf eða sjálfræði. Þá væri ekki hægt að koma á vopnahléi nema með öryggistryggingum. Forsetinn sagði mikilvægt að semja um frið en á sama tíma þyrfti samkomulagið að vera skothelt. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er væntanlegur til Washington á fimmtudag. Bandaríkin Úkraína Frakkland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Donald Trump Hernaður Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Trump neitaði að nota orðið „einræðisherra“ um Vladimir Pútín Rússlandsforseta, líkt og hann hefur gert um Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, á blaðamannafundi og gaf þá útskýringu að hann vildi ekki nota orðið í hálfkæringi. Trump hefur gert því skóna að Úkraínumenn hafi mátt sjálfum sér um kenna hvernig komið er fyrir þeim en Macron var mjög afdráttarlaus þegar hann sagði Rússa árásaraðilann. Þá leiðrétti hann Trump vinsamlega þegar Trump fullyrti að Evrópa fengi fjárhagsaðstoð sína til Úkraínu endurgreidda. „Nei, í fullri hreinskilni, þá borguðum við,“ sagði Macron vinsamlega. Það sama ætti við um Evrópu eins og Bandaríkin; aðstoðin hefði verið blanda af styrkjum, lánum og lánatryggingum. „Ef þú heldur það þá er það allt í lagi,“ svaraði Trump brosandi. Samskipti Trump og Macron virtust vinaleg og þeir tókust ítrekað í hendur og töluðu innilega hvor um annan. Báðir sögðu í gær mögulegt að vopnahlé gæti komist á á næstu vikum og þá fullyrti Trump að Pútín hefði samþykkt viðveru evrópskra friðargæsluliða í Úkraínu. Trump virðist hins vegar enn ákveðinn í því að ná fram hagfelldum samningum við Úkraínu samhliða friðarviðræðunum og sagði samkomulag innan seilingar um náttúruauðlindir til handa Bandaríkjunum. Macron ítrekaði að friður mætti ekki kosta Úkraínu uppgjöf eða sjálfræði. Þá væri ekki hægt að koma á vopnahléi nema með öryggistryggingum. Forsetinn sagði mikilvægt að semja um frið en á sama tíma þyrfti samkomulagið að vera skothelt. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er væntanlegur til Washington á fimmtudag.
Bandaríkin Úkraína Frakkland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Donald Trump Hernaður Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent