Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Valur Páll Eiríksson skrifar 26. febrúar 2025 10:57 Arne Slot sagði eitthvað ósæmilegt við Michael Oliver og uppskar rautt spjald. Hann hefur nú verið dæmdur í bann vegna hegðunarinnar eftir leikinn við Everton. Getty/Carl Recine Arne Slot, þjálfari Liverpool á Englandi, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann vegna framkomu hans eftir jafntefli við Everton í grannaslag á dögunum. Liðin skildu jöfn á Goodison Park þann 12. febrúar síðastliðinn í síðasta grannaslagnum sem fram fór á þeim velli áður en Everton flytur sig um set á nýjan völl í sumar. Leikurinn var spennuþrunginn og Everton jafnaði metin á 98. mínútu leiksins. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Upp úr sauð í kjölfarið. Curtis Jones, leikmanni Liverpool, og Abdoulaye Doucouré, leikanni Everton, var vísað í sturtu eftir að leik lauk. Doucouré fagnaði þá fyrir framan stuðningsmenn Liverpool og Jones brást ókvæða við. Slot var þá ósáttur við dóma Michaels Oliver á lokakafla leiksins sem og lengd uppbótartímans sem gaf tækifæri á áðurnefndu jöfnunarmarki. Hollenski þjálfarinn tryggði sér einnig reisupassann með hegðun sinni. Aganefnd ensku úrvalsdeildarinnar hefur farið yfir málið og dæmdi Slot í tveggja leikja bann vegna hegðunar hans. Hann var sektaður um 70 þúsund pund að auki, sem nemur tæplega 13 milljónum króna. Sipke Hulshoff, aðstoðarþjálfari Slot, sem fylgdi honum til Liverpool frá Feyenoord í sumar var einnig dæmdur í tveggja leikja bann vegna hans framkomu. Bannið tekur strax gildi. Slot og Hulshoff verða því ekki á hliðarlínunni er Liverpool mætir Newcastle í kvöld. Johnny Heitinga mun að líkindum stýra liði Liverpool í leiknum þar sem Slot verður uppi í stúku. Everton var sektað um 65 þúsund pund vegna hegðunar leikmanna liðsins og Liverpool um 50 þúsund pund vegna framkomu leikmanna þeirra rauðklæddu eftir leik. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Liðin skildu jöfn á Goodison Park þann 12. febrúar síðastliðinn í síðasta grannaslagnum sem fram fór á þeim velli áður en Everton flytur sig um set á nýjan völl í sumar. Leikurinn var spennuþrunginn og Everton jafnaði metin á 98. mínútu leiksins. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Upp úr sauð í kjölfarið. Curtis Jones, leikmanni Liverpool, og Abdoulaye Doucouré, leikanni Everton, var vísað í sturtu eftir að leik lauk. Doucouré fagnaði þá fyrir framan stuðningsmenn Liverpool og Jones brást ókvæða við. Slot var þá ósáttur við dóma Michaels Oliver á lokakafla leiksins sem og lengd uppbótartímans sem gaf tækifæri á áðurnefndu jöfnunarmarki. Hollenski þjálfarinn tryggði sér einnig reisupassann með hegðun sinni. Aganefnd ensku úrvalsdeildarinnar hefur farið yfir málið og dæmdi Slot í tveggja leikja bann vegna hegðunar hans. Hann var sektaður um 70 þúsund pund að auki, sem nemur tæplega 13 milljónum króna. Sipke Hulshoff, aðstoðarþjálfari Slot, sem fylgdi honum til Liverpool frá Feyenoord í sumar var einnig dæmdur í tveggja leikja bann vegna hans framkomu. Bannið tekur strax gildi. Slot og Hulshoff verða því ekki á hliðarlínunni er Liverpool mætir Newcastle í kvöld. Johnny Heitinga mun að líkindum stýra liði Liverpool í leiknum þar sem Slot verður uppi í stúku. Everton var sektað um 65 þúsund pund vegna hegðunar leikmanna liðsins og Liverpool um 50 þúsund pund vegna framkomu leikmanna þeirra rauðklæddu eftir leik.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira