Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar 28. febrúar 2025 09:32 Það styttist óðum í kosningar í VR, sem verða 6. til 13. mars. Það er búið að vera gaman að hafa færi á því að ræða við félaga í VR um það sem á þeim brennur, en einnig áhugavert að fylgjast með umræðunni á opinberum vettvangi. Það sem hefur komið mér nokkuð á óvart er það hvaða mál eða efnisatriði hafa verið mest til umræðu, til dæmis ef horft er til síðustu daga. Mér sýnist nokkuð skýrt að forysta VR er ekki að ræða það sem hæst ber í samfélaginu um stöðu kjaramála, nýgerða kjarasamninga og áhrif þeirra á þróun efnahagsmála. Í þessum efnum þarf VR að stíga fram með miklu skýrari hætti og ræða þessa nýju stöðu við félagsfólk og viðsemjendur okkar. Greina samningana með skýrum hætti og þora að stíga fram með hagsmuni VR fólks að leiðarljósi. Okkar kjarasamningar, sem gilda frá febrúar 2024 til janúar 2028, byggðust á skýrum forsendum um þróun vaxta, kaupmáttar og fleiri þátta. Það skiptir máli að við metum áhrifin af þessu á okkar kjarasamninga og að okkar fólk sé leiðandi í umræðunni um það hvernig sá efnahagsárangur sem þegar hefur náðst verði varinn. VR á að vera leiðandi í þessari umræðu gagnvart stjórvöldum og öllum sem að þessu koma. Félagar í VR starfa svo til eingöngu á almennum vinnumarkaði og þeir þurfa að geta treyst því að forsendur kjarasamninga haldi, þannig að þær launahækkanir sem samið var um skili sér til félagsfólks og að forysta félagsins sé vakin og sofin í því að tryggja þannig kaup og kjör okkar. Ég vil að VR sé í fréttum vegna baráttu sinnar fyrir bættum réttindum sinna félagsmanna og baráttu fyrir stöðugu efnahagsumhverfi fyrir heimilin í landinu. Því er það dapurlegt að sjá að umfjöllun um VR núna snúist að mestu um ráðningarkjör formanns, hvort sem er í fjölmiðlum eða kaffistofunum. Öll ráðningarkjör eiga að vera einföld og gagnsæ, uppi á borði, og í samræmi við það sem við þekkjum á almennum vinnumarkaði. Fyrir það mun ég standa hljóti ég kjör sem formaður VR. VR samanstendur af stórum hópi gríðarlega öflugs fólks. Félagar búa við ólíkar aðstæður, hafa mismunandi kjör, sumir eru á töxtum, aðrir semja um eigin laun. Öll eigum við þó sameiginlega hagsmuni í því að VR sé öflugt félag sem skapi þann grunn sem við öll byggjum á, tryggi okkur þau réttindi sem við eigum að hafa, ríði það öryggisnet sem við gætum þarfnast. Félag sem sé leiðandi í umræðu um kaup og kjör og fréttir af því snúist um samtakamátt og samheldni. Það eru uppi hættumerki um forsendur kjarasamninga og stöðuna í efnahagsmálum almennt. Í þá umræðu þarf VR að mæta til leiks sameinað og baráttuglatt með skýr markmið og stefnu og með það grundvallar í öllum okkar málflutningi og aðgerðum að við erum sterkari saman. Ég hef í mínum málflutningi lagt aðaláherslu á hlutverk VR fyrir allt félagsfólk og hvernig við getum nýtt afl félagsins til að vera leiðandi í umræðu og baráttu um kaup og kjör og unnið saman að hagmunum okkar allra. Fátt dregur meira úr okkur slagkraftinn en eitthvert karp um innri mál. Umræðan ætti að mínu viti að snúast um grundvallaratriði, um kaup og kjör, um hvernig við stöndum saman að því að vinna að hagsmunum okkar allra. Til þess þurfum við formann sem vinnur fyrir allt félagsfólk og leggur það til grundvallar í öllum sínum störfum að við erum sterkari saman. Þannig formaður mun ég verða. Höfundur er viðskiptafræðingur og í framboði til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Flosi Eiríksson Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Það styttist óðum í kosningar í VR, sem verða 6. til 13. mars. Það er búið að vera gaman að hafa færi á því að ræða við félaga í VR um það sem á þeim brennur, en einnig áhugavert að fylgjast með umræðunni á opinberum vettvangi. Það sem hefur komið mér nokkuð á óvart er það hvaða mál eða efnisatriði hafa verið mest til umræðu, til dæmis ef horft er til síðustu daga. Mér sýnist nokkuð skýrt að forysta VR er ekki að ræða það sem hæst ber í samfélaginu um stöðu kjaramála, nýgerða kjarasamninga og áhrif þeirra á þróun efnahagsmála. Í þessum efnum þarf VR að stíga fram með miklu skýrari hætti og ræða þessa nýju stöðu við félagsfólk og viðsemjendur okkar. Greina samningana með skýrum hætti og þora að stíga fram með hagsmuni VR fólks að leiðarljósi. Okkar kjarasamningar, sem gilda frá febrúar 2024 til janúar 2028, byggðust á skýrum forsendum um þróun vaxta, kaupmáttar og fleiri þátta. Það skiptir máli að við metum áhrifin af þessu á okkar kjarasamninga og að okkar fólk sé leiðandi í umræðunni um það hvernig sá efnahagsárangur sem þegar hefur náðst verði varinn. VR á að vera leiðandi í þessari umræðu gagnvart stjórvöldum og öllum sem að þessu koma. Félagar í VR starfa svo til eingöngu á almennum vinnumarkaði og þeir þurfa að geta treyst því að forsendur kjarasamninga haldi, þannig að þær launahækkanir sem samið var um skili sér til félagsfólks og að forysta félagsins sé vakin og sofin í því að tryggja þannig kaup og kjör okkar. Ég vil að VR sé í fréttum vegna baráttu sinnar fyrir bættum réttindum sinna félagsmanna og baráttu fyrir stöðugu efnahagsumhverfi fyrir heimilin í landinu. Því er það dapurlegt að sjá að umfjöllun um VR núna snúist að mestu um ráðningarkjör formanns, hvort sem er í fjölmiðlum eða kaffistofunum. Öll ráðningarkjör eiga að vera einföld og gagnsæ, uppi á borði, og í samræmi við það sem við þekkjum á almennum vinnumarkaði. Fyrir það mun ég standa hljóti ég kjör sem formaður VR. VR samanstendur af stórum hópi gríðarlega öflugs fólks. Félagar búa við ólíkar aðstæður, hafa mismunandi kjör, sumir eru á töxtum, aðrir semja um eigin laun. Öll eigum við þó sameiginlega hagsmuni í því að VR sé öflugt félag sem skapi þann grunn sem við öll byggjum á, tryggi okkur þau réttindi sem við eigum að hafa, ríði það öryggisnet sem við gætum þarfnast. Félag sem sé leiðandi í umræðu um kaup og kjör og fréttir af því snúist um samtakamátt og samheldni. Það eru uppi hættumerki um forsendur kjarasamninga og stöðuna í efnahagsmálum almennt. Í þá umræðu þarf VR að mæta til leiks sameinað og baráttuglatt með skýr markmið og stefnu og með það grundvallar í öllum okkar málflutningi og aðgerðum að við erum sterkari saman. Ég hef í mínum málflutningi lagt aðaláherslu á hlutverk VR fyrir allt félagsfólk og hvernig við getum nýtt afl félagsins til að vera leiðandi í umræðu og baráttu um kaup og kjör og unnið saman að hagmunum okkar allra. Fátt dregur meira úr okkur slagkraftinn en eitthvert karp um innri mál. Umræðan ætti að mínu viti að snúast um grundvallaratriði, um kaup og kjör, um hvernig við stöndum saman að því að vinna að hagsmunum okkar allra. Til þess þurfum við formann sem vinnur fyrir allt félagsfólk og leggur það til grundvallar í öllum sínum störfum að við erum sterkari saman. Þannig formaður mun ég verða. Höfundur er viðskiptafræðingur og í framboði til formanns VR.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun