Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. febrúar 2025 13:32 Anthony Edwards hefur verið duglegur að safna tæknivillum á tímabilinu. ap/Mark J. Terrill Anthony Edwards, leikmaður Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni, er á leið í eins leiks bann eftir að hafa fengið sextán tæknivillur á tímabilinu. Þjálfari Úlfanna er ekki sáttur með stórstjörnuna sína. Edwards fékk tvær tæknivillur og var rekinn út úr húsi þegar Minnesota tapaði fyrir Los Angeles Lakers, 111-102, í nótt. Edwards hefur nú fengið sextán tæknivillur á tímabilinu og fer sjálfkrafa í eins leiks bann. Hann missir af leiknum gegn Utah Jazz í dag nema önnur af tæknivillunum hans gegn Lakers verði dregin til baka. Undir lok 1. leikhluta fékk Edwards tæknivillu ásamt Jarred Vanderbilt, leikmanni Lakers, eftir að þeir hrintu hvor öðrum. Edwards fékk svo aðra tæknivillu fyrir mótmæli um miðjan 3. leikhluta. Hann blótaði þá dómara leiksins. Edwards er fyrsti leikmaðurinn síðan DeMarcus Cousins tímabilið 2016-17 til að fá sextán tæknivillur fyrir mars. Chris Finch, þjálfari Minnesota, segir að Edwards verði að læra að hemja skap sitt. „Hann verður að gera betur. Hann missir sig of oft. Margar tæknivillurnar eru verðskuldaðar. Þeir missa af einhverjum villum hér og þar en hann verður að gera betur. Við höfum talað við hann um þetta svo þetta er á hans ábyrgð,“ sagði Finch. Edwards skoraði átján stig, tók sex fráköst og fimm stoðsendingar á þeim 26 mínútum sem hann spilaði í leiknum í nótt. Minnesota er í 8. sæti Vesturdeildarinnar með 32 sigra og 28 töp. NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Edwards fékk tvær tæknivillur og var rekinn út úr húsi þegar Minnesota tapaði fyrir Los Angeles Lakers, 111-102, í nótt. Edwards hefur nú fengið sextán tæknivillur á tímabilinu og fer sjálfkrafa í eins leiks bann. Hann missir af leiknum gegn Utah Jazz í dag nema önnur af tæknivillunum hans gegn Lakers verði dregin til baka. Undir lok 1. leikhluta fékk Edwards tæknivillu ásamt Jarred Vanderbilt, leikmanni Lakers, eftir að þeir hrintu hvor öðrum. Edwards fékk svo aðra tæknivillu fyrir mótmæli um miðjan 3. leikhluta. Hann blótaði þá dómara leiksins. Edwards er fyrsti leikmaðurinn síðan DeMarcus Cousins tímabilið 2016-17 til að fá sextán tæknivillur fyrir mars. Chris Finch, þjálfari Minnesota, segir að Edwards verði að læra að hemja skap sitt. „Hann verður að gera betur. Hann missir sig of oft. Margar tæknivillurnar eru verðskuldaðar. Þeir missa af einhverjum villum hér og þar en hann verður að gera betur. Við höfum talað við hann um þetta svo þetta er á hans ábyrgð,“ sagði Finch. Edwards skoraði átján stig, tók sex fráköst og fimm stoðsendingar á þeim 26 mínútum sem hann spilaði í leiknum í nótt. Minnesota er í 8. sæti Vesturdeildarinnar með 32 sigra og 28 töp.
NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira