Sport

Dag­skráin í dag: Liver­pool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson er leikmaður Plymouth.
Guðlaugur Victor Pálsson er leikmaður Plymouth. Vísir/Getty

Enska bikarkeppni karla í knattspyrnu, sú elsta og virtasta, heldur áfram í dag og er meðal þess sem sýnt er beint frá á rásum Stöðvar 2 Sport. Nóg er um að vera og þar má til að mynda nefna Körfuboltakvöld sem færir sig frá föstudegi til laugardags.

Stöð 2 Sport

Klukkan 15.50 er leikur Hamars/Þórs og Tindastóls í Bónus deild kvenna í körfubolta á dagskrá.

Klukkan 21.05 er Körfuboltakvöld karla á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 23.00 er leikur Hornets og Wizards í NBA-deildinni í körfubolta á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 10.30 Opna Investec meistaramótið í golfi á dagskrá. Það fer fram Suður-Afríku. Klukkan 02.30 er HSBC meistaramót kvenna í golfi á dagskrá. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 12.50 er leikur Fram og Þróttar R. í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu á dagskrá.

Klukkan 18.50 er leikur KR og Hattar í Bónus deild karla í körfubolta á dagskrá.

Vodafone Sport

Klukkan 12.10 er Lundúnaslagur Crystal Palace og Millwall í ensku bikarkeppni karla í knattspyrnu á dagskrá. Klukkan 14.55 mætast Bournemouth og Úlfarnir í sömu keppni. Klukkan 17.40 tekur Manchester City á móti Plymouth Argyle í bikarnum. Gestirnir slógu út Liverpool í síðustu umferð.

Klukkan 20.05 mætast Panthers og Flames í NHL-deild karla í íshokkí. Klukkan 23.05 er svo komið að Blue Jackets og Red Wings í sömu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×