Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. febrúar 2025 20:04 Sigrún Ágústsdóttir, forstöðumaður Náttúruverndarstofnunar á Hvolsvelli, ásamt Ísólfi Gylfa Pálmasyni, sem var fundarstjóri í Hvolnum. Náttúruverndarstofnun er ný stofnun innan Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytis, sem tók til starfa þann 1. janúar síðastliðinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Hvolsvelli hafa sjaldan eða aldrei verið eins kátir og þessa dagana því þeir voru að fá höfuðstöðvar nýrrar ríkisstofnunar á staðinn eða Náttúruverndarstofnun. Um eitt hundrað starfsmenn vinna hjá stofnuninni á starfsstöðvum út um allt land. Það var mikil hátíð í félagsheimilinu Hvolnum á Hvolsvelli í gær þegar opnunarhátíð nýju stofnunarinnar, sem tók formlega til starfa um áramótin fór fram með söng, ræðum og veitingum. Einnig var nýtt merki stofnunarinnar kynnt en Náttúrufræðistofnun fer með stjórnsýslu, eftirlit og önnur verkefni á sviði náttúruverndar og sjálfbærrar þróunar og á sviði friðlýstra svæða, vernd villtra fugla og spendýra og veiðistjórnunar. En af hverju Hvolsvöllur? „Hér er nálægðin við náttúruna gríðarlega mikil og það er stutt í bæði friðland á Fjallabaki og Surtsey, sem er náttúrulega einstök hérna suður af. Síðan er í rauninni mjög stutt í Skógafoss, Dyrhólaey og Vatnajökulsþjóðgarð en Vatnajökulsþjóðgarður þekur um 15 þúsund ferkílómetra af landinu, sem er auðvitað magnað,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, forstöðumaður Náttúruverndarstofnunar. Fjöldi fólks mætti í Hvolinn til að fagna því að Náttúrverndarstofnun hefur tekið til starfa á Hvolsvelli. Þó aðsetur stofnunarinnar sé á Hvolsvelli þá dreifist starfsemin og starfsstöðvarnar um allt land.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nýr ráðherra náttúruverndar mætti að sjálfsögðu á Hvolsvöll. „Ég held að það munu fara rosalega vel um stofnunina hérna á þessum góða stað. Ríkisstjórnin er auðvitað með metnaðarfull markmið um náttúruvernd, vernd líffræðilegs breytileika,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, Umhverfis- orku og loftslagsráðherra. Hvað með sjálfan þig, ertu mikill náttúruverndar karl? „Já, ég myndi segja það,“ segir ráðherrann. Jóhann Páll Jóhannsson, Umhverfis- orku og loftslagsráðherra flutti ávarp í Hvolunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þó að föstu stöðugildin á Hvolsvelli séu ekki nema fjögur þá hefur það mikla þýðingu fyrir staðinn eins og fram kom hjá sveitarstjóra Rangárþings eystra. „Samsvarar það miðað við íbúafjölda að stofnunin með 268 starfsmenn tæki til starfa í Reykjavík. Já, þá er ég bara að tala um Reykjavík, ekki höfuðborgarsvæðið,“ sagði Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri Rangárþings eystra í ræðustól. Og þetta í viðbót frá sveitarstjóranum. „Við erum auðvitað alsæl með þetta og bjóðum Náttúruverndarstofnun hjartanlega velkomna heim á Hvolsvöll.“ Á ríkið að gera meira af þessu að flytja stofnanir út á land? „Tvímælalaust, færa stofnanir nær verkefnunum sínum, já ég bara hvet ríkið til þess og taka einmitt þennan gjörning til fyrirmyndar, hann lukkaðist vel í alla staði,“ segir Anton Kári. Sigrún Ágústsdóttir, Guðlaugur Þór, alþingismaður og Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða stofnunarinnar Rangárþing eystra Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Þjóðgarðar Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Sjá meira
Það var mikil hátíð í félagsheimilinu Hvolnum á Hvolsvelli í gær þegar opnunarhátíð nýju stofnunarinnar, sem tók formlega til starfa um áramótin fór fram með söng, ræðum og veitingum. Einnig var nýtt merki stofnunarinnar kynnt en Náttúrufræðistofnun fer með stjórnsýslu, eftirlit og önnur verkefni á sviði náttúruverndar og sjálfbærrar þróunar og á sviði friðlýstra svæða, vernd villtra fugla og spendýra og veiðistjórnunar. En af hverju Hvolsvöllur? „Hér er nálægðin við náttúruna gríðarlega mikil og það er stutt í bæði friðland á Fjallabaki og Surtsey, sem er náttúrulega einstök hérna suður af. Síðan er í rauninni mjög stutt í Skógafoss, Dyrhólaey og Vatnajökulsþjóðgarð en Vatnajökulsþjóðgarður þekur um 15 þúsund ferkílómetra af landinu, sem er auðvitað magnað,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, forstöðumaður Náttúruverndarstofnunar. Fjöldi fólks mætti í Hvolinn til að fagna því að Náttúrverndarstofnun hefur tekið til starfa á Hvolsvelli. Þó aðsetur stofnunarinnar sé á Hvolsvelli þá dreifist starfsemin og starfsstöðvarnar um allt land.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nýr ráðherra náttúruverndar mætti að sjálfsögðu á Hvolsvöll. „Ég held að það munu fara rosalega vel um stofnunina hérna á þessum góða stað. Ríkisstjórnin er auðvitað með metnaðarfull markmið um náttúruvernd, vernd líffræðilegs breytileika,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, Umhverfis- orku og loftslagsráðherra. Hvað með sjálfan þig, ertu mikill náttúruverndar karl? „Já, ég myndi segja það,“ segir ráðherrann. Jóhann Páll Jóhannsson, Umhverfis- orku og loftslagsráðherra flutti ávarp í Hvolunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þó að föstu stöðugildin á Hvolsvelli séu ekki nema fjögur þá hefur það mikla þýðingu fyrir staðinn eins og fram kom hjá sveitarstjóra Rangárþings eystra. „Samsvarar það miðað við íbúafjölda að stofnunin með 268 starfsmenn tæki til starfa í Reykjavík. Já, þá er ég bara að tala um Reykjavík, ekki höfuðborgarsvæðið,“ sagði Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri Rangárþings eystra í ræðustól. Og þetta í viðbót frá sveitarstjóranum. „Við erum auðvitað alsæl með þetta og bjóðum Náttúruverndarstofnun hjartanlega velkomna heim á Hvolsvöll.“ Á ríkið að gera meira af þessu að flytja stofnanir út á land? „Tvímælalaust, færa stofnanir nær verkefnunum sínum, já ég bara hvet ríkið til þess og taka einmitt þennan gjörning til fyrirmyndar, hann lukkaðist vel í alla staði,“ segir Anton Kári. Sigrún Ágústsdóttir, Guðlaugur Þór, alþingismaður og Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða stofnunarinnar
Rangárþing eystra Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Þjóðgarðar Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Sjá meira