Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2025 22:47 Mateta liggur óvígur eftir. Glyn KIRK / AFP Jean-Philippe Mateta, framherji Crystal Palace, er á batavegi eftir að enda upp á spítala eftir stórundarlega tæklingu markvarðarins Liam Roberts þegar Palace lagði Millwall í enska bikarnum í dag. Tæklingin hefði getað stórslasað framherjann og jafnvel endað feril hans. Myndir og myndbönd segja meira en 1000 orð en tæklingin var ein sú fólskulegasta sem sést hefur í langan tíma. Upphaflega ætlaði Michael Oliver dómari ekki að dæma neitt en myndbandsdómari leiksins benti honum á að um fólskulegt brot væri að ræða og Roberts ætti að fara í sturtu hið snarasta. Atvikið átti sér stað á 8. mínútu leiksins sem Palace vann á endanum 3-1. Mateta lá óvígur eftir í þónokkrar mínútur áður en hann var borinn af velli. Þessi 27 ára gamli framherji hefur nú tjáð sig á samfélagsmiðlum. „Mér líður vel. Ég vonast til að snúa aftur sem fyrst, sterkari en áður. Vel gert strákar að klára dæmið.“ A message from JP 🥹We love you. #CPFC pic.twitter.com/nyooljhftw— Crystal Palace F.C. (@CPFC) March 1, 2025 Mateta mun þurfa að gangast undir aðgerð á eyra eftir tæklinguna. Oliver Glasner, þjálfari Palace, sagði að tæklingin hefði getað endað feril Mateta á meðan Alex Neil, þjálfari Milwall, sagði Roberts ekki hafa ætlað sér að meiða framherjann. Mateta hefur verið sjóðheitur að undanförnu og skorað átta mörk í síðustu átta deildarleikjum sínum. Alls hefur hann skorað 15 mörk í 33 leikjum á leiktíðinni en það verður nú eitthvað í að hann geti spilað á ný. Palace er komið í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar ásamt Manchester City, Aston Villa, Preston North End og Bournemouth. Á morgun kemur í ljós hvaða þrjú lið tryggja sér einnig sæti í pottinum sem dregið verður úr annað kvöld. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Crystal Palace er komið áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir 3-1 sigur á Milwall í dag. Markvörður gestanna var rekinn af velli snemma leiks fyrir fáránlegt brot. 1. mars 2025 14:25 Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Sjá meira
Myndir og myndbönd segja meira en 1000 orð en tæklingin var ein sú fólskulegasta sem sést hefur í langan tíma. Upphaflega ætlaði Michael Oliver dómari ekki að dæma neitt en myndbandsdómari leiksins benti honum á að um fólskulegt brot væri að ræða og Roberts ætti að fara í sturtu hið snarasta. Atvikið átti sér stað á 8. mínútu leiksins sem Palace vann á endanum 3-1. Mateta lá óvígur eftir í þónokkrar mínútur áður en hann var borinn af velli. Þessi 27 ára gamli framherji hefur nú tjáð sig á samfélagsmiðlum. „Mér líður vel. Ég vonast til að snúa aftur sem fyrst, sterkari en áður. Vel gert strákar að klára dæmið.“ A message from JP 🥹We love you. #CPFC pic.twitter.com/nyooljhftw— Crystal Palace F.C. (@CPFC) March 1, 2025 Mateta mun þurfa að gangast undir aðgerð á eyra eftir tæklinguna. Oliver Glasner, þjálfari Palace, sagði að tæklingin hefði getað endað feril Mateta á meðan Alex Neil, þjálfari Milwall, sagði Roberts ekki hafa ætlað sér að meiða framherjann. Mateta hefur verið sjóðheitur að undanförnu og skorað átta mörk í síðustu átta deildarleikjum sínum. Alls hefur hann skorað 15 mörk í 33 leikjum á leiktíðinni en það verður nú eitthvað í að hann geti spilað á ný. Palace er komið í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar ásamt Manchester City, Aston Villa, Preston North End og Bournemouth. Á morgun kemur í ljós hvaða þrjú lið tryggja sér einnig sæti í pottinum sem dregið verður úr annað kvöld.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Crystal Palace er komið áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir 3-1 sigur á Milwall í dag. Markvörður gestanna var rekinn af velli snemma leiks fyrir fáránlegt brot. 1. mars 2025 14:25 Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Sjá meira
Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Crystal Palace er komið áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir 3-1 sigur á Milwall í dag. Markvörður gestanna var rekinn af velli snemma leiks fyrir fáránlegt brot. 1. mars 2025 14:25