Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2025 22:04 Hákon Arnar í leik kvöldsins. AP Photo/Christophe Ena Staðan var 4-0 París Saint-Germain í vil þegar Hákon Arnar Haraldsson kom inn af bekknum. Lið hans Lille skoraði hins vegar eina mark síðari hálfleiksins. Atlético Madríd er komið á topp La Liga, spænsku efstu deildar karla í knattspyrnu, eftir 1-0 sigur á Athletic Club. Bradley Barcola gaf tóninn í París þegar hann kom PSG yfir eftir aðeins sex mínútna leik. Miðvörðurinn Marquinhos tvöfaldaði forystuna á 22. mínútu og Ousmane Dembélé gerði svo gott sem út um leikinn sex mínútum síðar. Desire Doue bætti fjórða markinu við áður en fyrri hálfleik var lokið og staðan 4-0 í hálfleik. Hákon Arnar kom inn af varamannabekk gestanna áður en síðari hálfleikur hófst og hjálpaði sínum mönnum að halda andliti. Jonathan David skoraði eina mark síðari hálfleiks og lokatölur í París 4-1. Hákon Arnar gerði hvað hann gat.FRANCK FIFE / AFP PSG er sem fyrr á toppi deildarinnar enda hefur liðið ekki beðið ósigur í deildinni. Að loknum 24 leikjum er liðið með 62 stig eftir 19 sigra og fimm jafntefli. Lilla er með 41 stig í 5. sæti, tveimur á eftir Monaco sem er í síðasta Meistaradeildarsætinu. Julián Alvarez reyndist hetja Atlético Madríd sem nýtti sér tap nágranna sinna í Real og er komið á topp La Liga. Alvarez skoraði eina mark leiksins þegar Athletic Club kom í heimsókn. Markið kom eftir undirbúning Marcos Llorente á 66. mínútu. Atlético Madríd er nú með 56 stig á toppnum en Barcelona á leik til góða og getur náð toppsætinu á morgun. Bæði Barcelona og Real Madríd eru með 54 stig. Í Þýskalandi vann Bayer Leverkusen 4-1 útisigur á Eintracht Frankfurt. Nathan Tella, Nordi Mukiele, Patrik Schick og Aleix Garcia með mörk Leverkusen á meðan Hugo Ekitike skoraði mark Frankfurt. Leverkusen er nú með 53 stig eftir 24 leiki, átta minna en topplið Bayern München. Fótbolti Franski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Isco beit sitt fyrrverandi lið Real Madríd í rassinn þegar hann skoraði og lagði upp mörk Real Betis í óvæntum 2-1 sigri heimamanna á stórliðinu frá Madríd. 1. mars 2025 19:30 Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Sjá meira
Bradley Barcola gaf tóninn í París þegar hann kom PSG yfir eftir aðeins sex mínútna leik. Miðvörðurinn Marquinhos tvöfaldaði forystuna á 22. mínútu og Ousmane Dembélé gerði svo gott sem út um leikinn sex mínútum síðar. Desire Doue bætti fjórða markinu við áður en fyrri hálfleik var lokið og staðan 4-0 í hálfleik. Hákon Arnar kom inn af varamannabekk gestanna áður en síðari hálfleikur hófst og hjálpaði sínum mönnum að halda andliti. Jonathan David skoraði eina mark síðari hálfleiks og lokatölur í París 4-1. Hákon Arnar gerði hvað hann gat.FRANCK FIFE / AFP PSG er sem fyrr á toppi deildarinnar enda hefur liðið ekki beðið ósigur í deildinni. Að loknum 24 leikjum er liðið með 62 stig eftir 19 sigra og fimm jafntefli. Lilla er með 41 stig í 5. sæti, tveimur á eftir Monaco sem er í síðasta Meistaradeildarsætinu. Julián Alvarez reyndist hetja Atlético Madríd sem nýtti sér tap nágranna sinna í Real og er komið á topp La Liga. Alvarez skoraði eina mark leiksins þegar Athletic Club kom í heimsókn. Markið kom eftir undirbúning Marcos Llorente á 66. mínútu. Atlético Madríd er nú með 56 stig á toppnum en Barcelona á leik til góða og getur náð toppsætinu á morgun. Bæði Barcelona og Real Madríd eru með 54 stig. Í Þýskalandi vann Bayer Leverkusen 4-1 útisigur á Eintracht Frankfurt. Nathan Tella, Nordi Mukiele, Patrik Schick og Aleix Garcia með mörk Leverkusen á meðan Hugo Ekitike skoraði mark Frankfurt. Leverkusen er nú með 53 stig eftir 24 leiki, átta minna en topplið Bayern München.
Fótbolti Franski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Isco beit sitt fyrrverandi lið Real Madríd í rassinn þegar hann skoraði og lagði upp mörk Real Betis í óvæntum 2-1 sigri heimamanna á stórliðinu frá Madríd. 1. mars 2025 19:30 Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Sjá meira
Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Isco beit sitt fyrrverandi lið Real Madríd í rassinn þegar hann skoraði og lagði upp mörk Real Betis í óvæntum 2-1 sigri heimamanna á stórliðinu frá Madríd. 1. mars 2025 19:30
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti