Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar 2. mars 2025 15:33 Litlar breytingar á réttindum félaga í VR geta skipt sköpum fyrir einstaklinga sem þurfa að nýta sér réttindin. Of lengi hefur staðan verið þannig að annað hvort ertu í fullu starfi eða þú ert utan vinnumarkaðar. Takmarkað framboð hefur verið af hlutastörfum og þetta hefur valdið því að fleiri detta út af vinnumarkaði en þyrftu að gera. Sú þekking sem orðið hefur til síðustu ár segir okkur þó að hlutastörf geta verið nauðsynleg brú til að komast inn á vinnumarkað, ekki síst eftir veikindi. Þá getur fólk átt við tímabundna skerta starfsgetu að stríða. Það er því til mikils að vinna fyrir einstaklinga og vinnumarkað að bjóða upp á fleiri hlutastörf og styrkja réttindi þeirra sem vinna hlutastörf. Frá síðustu áramótum hefur sjúkrasjóður VR komið sérstaklega til móts við einstaklinga sem eru í þessari stöðu. Áður reiknaðist hálfur dagur á sjúkradagpeningum sem heill dagur en nú er þetta reiknað hlutfallslega og þannig dreifast réttindin yfir lengri tíma ef viðkomandi er í hlutastarfi. Réttindi til sjúkradagpeninga geta talið allt að sjö mánuði en núna er hægt að dreifa réttinum á allt að 12 mánuði ef unnið er samhliða töku sjúkradagpeninga. Það er stórt og mikilvægt verkefni að auðvelda fólki að koma aftur inn á vinnumarkað eftir veikindi og einnig að tryggja að fólk detti ekki út af vinnumarkaði ef hægt er að koma í veg fyrir það. Við þekkjum mörg dæmi þess að fólk hiki við að snúa aftur til vinnu af ótta við bakslag í veikindum sínum, enda álag víða mikið, og því getur verið mikilvægt að eiga kost á hlutastarfi. Þær breytingar sem sjúkrasjóður VR hefur gert á sínum reglum eru í anda nýrra laga um endurhæfingu og örorku sem taka gildi 1. september nk. og er m.a. ætlað að opna möguleika fyrir fólk sem býr við örorku en hefur einhverja starfsgetu. Vondandi eru að renna upp betri tímar fyrir fólk með skerta starfsgetu þannig að það sé ekki dæmt úr leik en geti heldur verið þátttakendur á vinnumarkaði eftir því sem heilsa og aðstæður leyfa. VR mun leggja sitt af mörkum áfram með aðlögun á reglum og samkomulagi við VIRK um aðstoð við fólk sem vill komast aftur á vinnumarkaðinn. Auk þess heldur VR áfram virku samtali við ríki og atvinnurekendur um sveigjanlegri vinnumarkað sem rúmar fleiri en nú er. Enda er ljóst að bæði hið opinbera og atvinnurekendur á almennum markaði þurfa að taka þátt í þessari vegferð eigi hún að ganga eftir. VR mun í öllu falli ekki láta sitt eftir liggja. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Litlar breytingar á réttindum félaga í VR geta skipt sköpum fyrir einstaklinga sem þurfa að nýta sér réttindin. Of lengi hefur staðan verið þannig að annað hvort ertu í fullu starfi eða þú ert utan vinnumarkaðar. Takmarkað framboð hefur verið af hlutastörfum og þetta hefur valdið því að fleiri detta út af vinnumarkaði en þyrftu að gera. Sú þekking sem orðið hefur til síðustu ár segir okkur þó að hlutastörf geta verið nauðsynleg brú til að komast inn á vinnumarkað, ekki síst eftir veikindi. Þá getur fólk átt við tímabundna skerta starfsgetu að stríða. Það er því til mikils að vinna fyrir einstaklinga og vinnumarkað að bjóða upp á fleiri hlutastörf og styrkja réttindi þeirra sem vinna hlutastörf. Frá síðustu áramótum hefur sjúkrasjóður VR komið sérstaklega til móts við einstaklinga sem eru í þessari stöðu. Áður reiknaðist hálfur dagur á sjúkradagpeningum sem heill dagur en nú er þetta reiknað hlutfallslega og þannig dreifast réttindin yfir lengri tíma ef viðkomandi er í hlutastarfi. Réttindi til sjúkradagpeninga geta talið allt að sjö mánuði en núna er hægt að dreifa réttinum á allt að 12 mánuði ef unnið er samhliða töku sjúkradagpeninga. Það er stórt og mikilvægt verkefni að auðvelda fólki að koma aftur inn á vinnumarkað eftir veikindi og einnig að tryggja að fólk detti ekki út af vinnumarkaði ef hægt er að koma í veg fyrir það. Við þekkjum mörg dæmi þess að fólk hiki við að snúa aftur til vinnu af ótta við bakslag í veikindum sínum, enda álag víða mikið, og því getur verið mikilvægt að eiga kost á hlutastarfi. Þær breytingar sem sjúkrasjóður VR hefur gert á sínum reglum eru í anda nýrra laga um endurhæfingu og örorku sem taka gildi 1. september nk. og er m.a. ætlað að opna möguleika fyrir fólk sem býr við örorku en hefur einhverja starfsgetu. Vondandi eru að renna upp betri tímar fyrir fólk með skerta starfsgetu þannig að það sé ekki dæmt úr leik en geti heldur verið þátttakendur á vinnumarkaði eftir því sem heilsa og aðstæður leyfa. VR mun leggja sitt af mörkum áfram með aðlögun á reglum og samkomulagi við VIRK um aðstoð við fólk sem vill komast aftur á vinnumarkaðinn. Auk þess heldur VR áfram virku samtali við ríki og atvinnurekendur um sveigjanlegri vinnumarkað sem rúmar fleiri en nú er. Enda er ljóst að bæði hið opinbera og atvinnurekendur á almennum markaði þurfa að taka þátt í þessari vegferð eigi hún að ganga eftir. VR mun í öllu falli ekki láta sitt eftir liggja. Höfundur er formaður VR.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun