Þó enn sé einn leikur eftir í 16-liða úrslitum hefur verið dregið í 8-liða úrslitum þeirrar elstu og virtustu, ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu.
Ljóst er að ríkjandi meistarar Manchester United verja ekki titilinn, og fara ekki í úrslit þriðja árið í röð, eftir að Fulham hafði betur gegn Rauðu djöflunum í vítaspyrnukeppni á Old Trafford.
Á laugardag höfðu Stefán Teitur og félagar betur gegn Burnley og tryggðu sér þar með sæti í 8-liða úrslitum. Þar bíður þeirra gríðarlega erfitt verkefni en Aston Villa mætir á Deepdale-völlinn í Preston.
Hér að neðan má sjá dráttinn í heild sinni. Leikirnir verða sýndir beint á Vodafone Sport rás Stöðvar 2 Sport.
- Preston North End - Aston Villa
- Fulham - Crystal Palace
- Bournemouth - Manchester City
- Brighton & Hove Albion - Nottingham Forest / Ipswich Town
Leikur Nottingham Forest og Ipswich Town fer fram annað kvöld, mánudag. Leikurinn hefst 19.30 og er sýndur beint á Vodafone Sport.