Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar 3. mars 2025 13:15 Það er einkar ánægjulegt að greina frá því að innan fárra daga hefst fyrsti áfangi almennrar (lýðgrundaðrar) skimunar fyrir krabbameini í ristli. Þetta er langþráð og stórt skref í lýðheilsumálum á Íslandi. Í febrúar lagði ég fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn krabbameinsmálum til fimm ára. Innleiðing ristilskimana er áhersluverkefni þeirrar áætlunar, samhliða því meginmarkmiði að hámarka árangur af öðrum lýðgrunduðum skimunum, þ.e. fyrir krabbameinum í leghálsi og brjóstum. Með skimunum er hægt að greina forstig meina og greina fleiri krabbamein á byrjunarstigi sem stóreykur líkur á lækningu. Árangur skimana á lýðheilsu veltur á góðri þátttöku og er í aðgerðaáætluninni sett markmið um að hún verði a.m.k. 75% innan næstu fimm ára. Verndum líf og heilsu okkar með þátttöku Ristil- og endaþarmskrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið sem greinist á Íslandi og um tíu prósent allra krabbameina sem greinast. Meðalaldur við greiningu eru 69 ár. Með snemmgreiningu má finna þessi mein á byrjunarstigi og eru þá oftast góðar líkur á lækningu. Það er því til mikils að vinna og mikið gleðiefni að þessum áfanga sé nú náð. Næstu þrír mánuðir verða nýttir til prófunar á ferlinu áður en almenn skimun hefst. Á því tímabili verður 200 einstaklingum sem náð hafa 69 ára aldri boðin þátttaka. Að þeim tíma liðnum hefst almenn boðun í skimun sem innleidd verður í þrepum eftir aldurshópum. Byrjað verður á aldurshópnum 68-69 ára en þegar frá líður er markmiðið að skimunin nái til allra á aldrinum 60 til 74 ára. Boð um þátttöku verða send í gegnum Heilsuveru, ásamt upplýsingum um fyrirkomulag. Ég hvet þau sem fá boð til að taka þátt. Þetta er einföld forvörn sem getur skipt sköpum fyrir líf og heilsu hvers og eins. Sama máli gegnir um þátttöku í legháls- og brjóstskimun. Þar þarf þátttakan að aukast. Árangur af lýðgrunduðum krabbameinsskimunum er ótvíræður. Með snemmgreiningu krabbameina aukast líkur á lækningu og eins er meðferð oft minna íþyngjandi ef mein greinist snemma. Fyrst og síðast hafa skimanir bjargað fjölda mannslífa. Greiður aðgangur að skimun skiptir máli Þátttaka erlendra kvenna hér á landi í krabbameinsskimunum hefur verið mun lakari en íslenskra. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur markvisst reynt að ná betur til þeirra með upplýsingagjöf og gerði einnig tilraun með síðdegisopnun fyrir leghálsskimanir til að kanna hvort þátttaka þeirra yrði betri ef þeim væri kleift að mæta eftir dagvinnutíma. Niðurstaðan bendir eindregið til að svo sé því rúm 60% kvenna sem mættu í síðdegisopnun voru með erlent ríkisfang á móti tæpum 40% kvenna með íslenskt ríkisfang. Á dagvinnutíma var hlutfallið á hinn veginn, tæp 70% íslenskra kvenna mættu á dagvinnutíma á móti 30% erlendra kvenna. Í þessu samhengi vil ég minna atvinnurekendur á að fólk á rétt á því að skreppa úr vinnu til að fara í skimun og hvet þá til að leggja þessari mikilvægu forvörn lið og axla samfélagslega ábyrgð með því að halda þeim rétti á lofti og hvetja starfsfólk sitt til þátttöku í skimunum. Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Árið 2021 var stofnuð Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana. Hún starfar innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en annast samhæfingu allra krabbameinsskimana á landsvísu. Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel. Innleiðing ristilskimana er viðamikið verkefni sem kallað hefur á samþættingu margra aðila. Undanfarin misseri hefur farið fram vönduð undirbúningsvinna og ég vil nota tækifærið til að þakka öllu því framúrskarandi fagfólki sem lagt hefur sitt af mörkum til að láta þetta langþráða lýðheilsuverkefni verða að veruleika. Skimað hefur verið fyrir leghálskrabbameini í 60 ár og fyrir brjóstakrabbameini í nærri 40 ár. Að hefja nú skimun fyrir ristilkrabbameini er því sögulegur áfangi og tímabær. Árangur og ávinningur af krabbameinsskimunum er óumdeildur og margsannaður. Það skiptir þó ekki síður máli að draga úr nýgengi krabbameina með því að hafa áhrif á lífsstíls- og umhverfistengda þætti sem eru þekktir áhættuþættir krabbameina. Um það er m.a. fjallað í fyrrnefndri aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum sem ég geri ráð fyrir að fái brautargengi á Alþingi og verði okkur leiðarljós á næstu árum í því stóra verkefni að efla lýðheilsu og sporna við nýgengi, heilsutjóni og dauðsföllum af völdum krabbameina. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er einkar ánægjulegt að greina frá því að innan fárra daga hefst fyrsti áfangi almennrar (lýðgrundaðrar) skimunar fyrir krabbameini í ristli. Þetta er langþráð og stórt skref í lýðheilsumálum á Íslandi. Í febrúar lagði ég fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn krabbameinsmálum til fimm ára. Innleiðing ristilskimana er áhersluverkefni þeirrar áætlunar, samhliða því meginmarkmiði að hámarka árangur af öðrum lýðgrunduðum skimunum, þ.e. fyrir krabbameinum í leghálsi og brjóstum. Með skimunum er hægt að greina forstig meina og greina fleiri krabbamein á byrjunarstigi sem stóreykur líkur á lækningu. Árangur skimana á lýðheilsu veltur á góðri þátttöku og er í aðgerðaáætluninni sett markmið um að hún verði a.m.k. 75% innan næstu fimm ára. Verndum líf og heilsu okkar með þátttöku Ristil- og endaþarmskrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið sem greinist á Íslandi og um tíu prósent allra krabbameina sem greinast. Meðalaldur við greiningu eru 69 ár. Með snemmgreiningu má finna þessi mein á byrjunarstigi og eru þá oftast góðar líkur á lækningu. Það er því til mikils að vinna og mikið gleðiefni að þessum áfanga sé nú náð. Næstu þrír mánuðir verða nýttir til prófunar á ferlinu áður en almenn skimun hefst. Á því tímabili verður 200 einstaklingum sem náð hafa 69 ára aldri boðin þátttaka. Að þeim tíma liðnum hefst almenn boðun í skimun sem innleidd verður í þrepum eftir aldurshópum. Byrjað verður á aldurshópnum 68-69 ára en þegar frá líður er markmiðið að skimunin nái til allra á aldrinum 60 til 74 ára. Boð um þátttöku verða send í gegnum Heilsuveru, ásamt upplýsingum um fyrirkomulag. Ég hvet þau sem fá boð til að taka þátt. Þetta er einföld forvörn sem getur skipt sköpum fyrir líf og heilsu hvers og eins. Sama máli gegnir um þátttöku í legháls- og brjóstskimun. Þar þarf þátttakan að aukast. Árangur af lýðgrunduðum krabbameinsskimunum er ótvíræður. Með snemmgreiningu krabbameina aukast líkur á lækningu og eins er meðferð oft minna íþyngjandi ef mein greinist snemma. Fyrst og síðast hafa skimanir bjargað fjölda mannslífa. Greiður aðgangur að skimun skiptir máli Þátttaka erlendra kvenna hér á landi í krabbameinsskimunum hefur verið mun lakari en íslenskra. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur markvisst reynt að ná betur til þeirra með upplýsingagjöf og gerði einnig tilraun með síðdegisopnun fyrir leghálsskimanir til að kanna hvort þátttaka þeirra yrði betri ef þeim væri kleift að mæta eftir dagvinnutíma. Niðurstaðan bendir eindregið til að svo sé því rúm 60% kvenna sem mættu í síðdegisopnun voru með erlent ríkisfang á móti tæpum 40% kvenna með íslenskt ríkisfang. Á dagvinnutíma var hlutfallið á hinn veginn, tæp 70% íslenskra kvenna mættu á dagvinnutíma á móti 30% erlendra kvenna. Í þessu samhengi vil ég minna atvinnurekendur á að fólk á rétt á því að skreppa úr vinnu til að fara í skimun og hvet þá til að leggja þessari mikilvægu forvörn lið og axla samfélagslega ábyrgð með því að halda þeim rétti á lofti og hvetja starfsfólk sitt til þátttöku í skimunum. Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Árið 2021 var stofnuð Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana. Hún starfar innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en annast samhæfingu allra krabbameinsskimana á landsvísu. Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel. Innleiðing ristilskimana er viðamikið verkefni sem kallað hefur á samþættingu margra aðila. Undanfarin misseri hefur farið fram vönduð undirbúningsvinna og ég vil nota tækifærið til að þakka öllu því framúrskarandi fagfólki sem lagt hefur sitt af mörkum til að láta þetta langþráða lýðheilsuverkefni verða að veruleika. Skimað hefur verið fyrir leghálskrabbameini í 60 ár og fyrir brjóstakrabbameini í nærri 40 ár. Að hefja nú skimun fyrir ristilkrabbameini er því sögulegur áfangi og tímabær. Árangur og ávinningur af krabbameinsskimunum er óumdeildur og margsannaður. Það skiptir þó ekki síður máli að draga úr nýgengi krabbameina með því að hafa áhrif á lífsstíls- og umhverfistengda þætti sem eru þekktir áhættuþættir krabbameina. Um það er m.a. fjallað í fyrrnefndri aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum sem ég geri ráð fyrir að fái brautargengi á Alþingi og verði okkur leiðarljós á næstu árum í því stóra verkefni að efla lýðheilsu og sporna við nýgengi, heilsutjóni og dauðsföllum af völdum krabbameina. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun