Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar 3. mars 2025 13:15 Það er einkar ánægjulegt að greina frá því að innan fárra daga hefst fyrsti áfangi almennrar (lýðgrundaðrar) skimunar fyrir krabbameini í ristli. Þetta er langþráð og stórt skref í lýðheilsumálum á Íslandi. Í febrúar lagði ég fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn krabbameinsmálum til fimm ára. Innleiðing ristilskimana er áhersluverkefni þeirrar áætlunar, samhliða því meginmarkmiði að hámarka árangur af öðrum lýðgrunduðum skimunum, þ.e. fyrir krabbameinum í leghálsi og brjóstum. Með skimunum er hægt að greina forstig meina og greina fleiri krabbamein á byrjunarstigi sem stóreykur líkur á lækningu. Árangur skimana á lýðheilsu veltur á góðri þátttöku og er í aðgerðaáætluninni sett markmið um að hún verði a.m.k. 75% innan næstu fimm ára. Verndum líf og heilsu okkar með þátttöku Ristil- og endaþarmskrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið sem greinist á Íslandi og um tíu prósent allra krabbameina sem greinast. Meðalaldur við greiningu eru 69 ár. Með snemmgreiningu má finna þessi mein á byrjunarstigi og eru þá oftast góðar líkur á lækningu. Það er því til mikils að vinna og mikið gleðiefni að þessum áfanga sé nú náð. Næstu þrír mánuðir verða nýttir til prófunar á ferlinu áður en almenn skimun hefst. Á því tímabili verður 200 einstaklingum sem náð hafa 69 ára aldri boðin þátttaka. Að þeim tíma liðnum hefst almenn boðun í skimun sem innleidd verður í þrepum eftir aldurshópum. Byrjað verður á aldurshópnum 68-69 ára en þegar frá líður er markmiðið að skimunin nái til allra á aldrinum 60 til 74 ára. Boð um þátttöku verða send í gegnum Heilsuveru, ásamt upplýsingum um fyrirkomulag. Ég hvet þau sem fá boð til að taka þátt. Þetta er einföld forvörn sem getur skipt sköpum fyrir líf og heilsu hvers og eins. Sama máli gegnir um þátttöku í legháls- og brjóstskimun. Þar þarf þátttakan að aukast. Árangur af lýðgrunduðum krabbameinsskimunum er ótvíræður. Með snemmgreiningu krabbameina aukast líkur á lækningu og eins er meðferð oft minna íþyngjandi ef mein greinist snemma. Fyrst og síðast hafa skimanir bjargað fjölda mannslífa. Greiður aðgangur að skimun skiptir máli Þátttaka erlendra kvenna hér á landi í krabbameinsskimunum hefur verið mun lakari en íslenskra. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur markvisst reynt að ná betur til þeirra með upplýsingagjöf og gerði einnig tilraun með síðdegisopnun fyrir leghálsskimanir til að kanna hvort þátttaka þeirra yrði betri ef þeim væri kleift að mæta eftir dagvinnutíma. Niðurstaðan bendir eindregið til að svo sé því rúm 60% kvenna sem mættu í síðdegisopnun voru með erlent ríkisfang á móti tæpum 40% kvenna með íslenskt ríkisfang. Á dagvinnutíma var hlutfallið á hinn veginn, tæp 70% íslenskra kvenna mættu á dagvinnutíma á móti 30% erlendra kvenna. Í þessu samhengi vil ég minna atvinnurekendur á að fólk á rétt á því að skreppa úr vinnu til að fara í skimun og hvet þá til að leggja þessari mikilvægu forvörn lið og axla samfélagslega ábyrgð með því að halda þeim rétti á lofti og hvetja starfsfólk sitt til þátttöku í skimunum. Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Árið 2021 var stofnuð Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana. Hún starfar innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en annast samhæfingu allra krabbameinsskimana á landsvísu. Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel. Innleiðing ristilskimana er viðamikið verkefni sem kallað hefur á samþættingu margra aðila. Undanfarin misseri hefur farið fram vönduð undirbúningsvinna og ég vil nota tækifærið til að þakka öllu því framúrskarandi fagfólki sem lagt hefur sitt af mörkum til að láta þetta langþráða lýðheilsuverkefni verða að veruleika. Skimað hefur verið fyrir leghálskrabbameini í 60 ár og fyrir brjóstakrabbameini í nærri 40 ár. Að hefja nú skimun fyrir ristilkrabbameini er því sögulegur áfangi og tímabær. Árangur og ávinningur af krabbameinsskimunum er óumdeildur og margsannaður. Það skiptir þó ekki síður máli að draga úr nýgengi krabbameina með því að hafa áhrif á lífsstíls- og umhverfistengda þætti sem eru þekktir áhættuþættir krabbameina. Um það er m.a. fjallað í fyrrnefndri aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum sem ég geri ráð fyrir að fái brautargengi á Alþingi og verði okkur leiðarljós á næstu árum í því stóra verkefni að efla lýðheilsu og sporna við nýgengi, heilsutjóni og dauðsföllum af völdum krabbameina. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það er einkar ánægjulegt að greina frá því að innan fárra daga hefst fyrsti áfangi almennrar (lýðgrundaðrar) skimunar fyrir krabbameini í ristli. Þetta er langþráð og stórt skref í lýðheilsumálum á Íslandi. Í febrúar lagði ég fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn krabbameinsmálum til fimm ára. Innleiðing ristilskimana er áhersluverkefni þeirrar áætlunar, samhliða því meginmarkmiði að hámarka árangur af öðrum lýðgrunduðum skimunum, þ.e. fyrir krabbameinum í leghálsi og brjóstum. Með skimunum er hægt að greina forstig meina og greina fleiri krabbamein á byrjunarstigi sem stóreykur líkur á lækningu. Árangur skimana á lýðheilsu veltur á góðri þátttöku og er í aðgerðaáætluninni sett markmið um að hún verði a.m.k. 75% innan næstu fimm ára. Verndum líf og heilsu okkar með þátttöku Ristil- og endaþarmskrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið sem greinist á Íslandi og um tíu prósent allra krabbameina sem greinast. Meðalaldur við greiningu eru 69 ár. Með snemmgreiningu má finna þessi mein á byrjunarstigi og eru þá oftast góðar líkur á lækningu. Það er því til mikils að vinna og mikið gleðiefni að þessum áfanga sé nú náð. Næstu þrír mánuðir verða nýttir til prófunar á ferlinu áður en almenn skimun hefst. Á því tímabili verður 200 einstaklingum sem náð hafa 69 ára aldri boðin þátttaka. Að þeim tíma liðnum hefst almenn boðun í skimun sem innleidd verður í þrepum eftir aldurshópum. Byrjað verður á aldurshópnum 68-69 ára en þegar frá líður er markmiðið að skimunin nái til allra á aldrinum 60 til 74 ára. Boð um þátttöku verða send í gegnum Heilsuveru, ásamt upplýsingum um fyrirkomulag. Ég hvet þau sem fá boð til að taka þátt. Þetta er einföld forvörn sem getur skipt sköpum fyrir líf og heilsu hvers og eins. Sama máli gegnir um þátttöku í legháls- og brjóstskimun. Þar þarf þátttakan að aukast. Árangur af lýðgrunduðum krabbameinsskimunum er ótvíræður. Með snemmgreiningu krabbameina aukast líkur á lækningu og eins er meðferð oft minna íþyngjandi ef mein greinist snemma. Fyrst og síðast hafa skimanir bjargað fjölda mannslífa. Greiður aðgangur að skimun skiptir máli Þátttaka erlendra kvenna hér á landi í krabbameinsskimunum hefur verið mun lakari en íslenskra. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur markvisst reynt að ná betur til þeirra með upplýsingagjöf og gerði einnig tilraun með síðdegisopnun fyrir leghálsskimanir til að kanna hvort þátttaka þeirra yrði betri ef þeim væri kleift að mæta eftir dagvinnutíma. Niðurstaðan bendir eindregið til að svo sé því rúm 60% kvenna sem mættu í síðdegisopnun voru með erlent ríkisfang á móti tæpum 40% kvenna með íslenskt ríkisfang. Á dagvinnutíma var hlutfallið á hinn veginn, tæp 70% íslenskra kvenna mættu á dagvinnutíma á móti 30% erlendra kvenna. Í þessu samhengi vil ég minna atvinnurekendur á að fólk á rétt á því að skreppa úr vinnu til að fara í skimun og hvet þá til að leggja þessari mikilvægu forvörn lið og axla samfélagslega ábyrgð með því að halda þeim rétti á lofti og hvetja starfsfólk sitt til þátttöku í skimunum. Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Árið 2021 var stofnuð Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana. Hún starfar innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en annast samhæfingu allra krabbameinsskimana á landsvísu. Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel. Innleiðing ristilskimana er viðamikið verkefni sem kallað hefur á samþættingu margra aðila. Undanfarin misseri hefur farið fram vönduð undirbúningsvinna og ég vil nota tækifærið til að þakka öllu því framúrskarandi fagfólki sem lagt hefur sitt af mörkum til að láta þetta langþráða lýðheilsuverkefni verða að veruleika. Skimað hefur verið fyrir leghálskrabbameini í 60 ár og fyrir brjóstakrabbameini í nærri 40 ár. Að hefja nú skimun fyrir ristilkrabbameini er því sögulegur áfangi og tímabær. Árangur og ávinningur af krabbameinsskimunum er óumdeildur og margsannaður. Það skiptir þó ekki síður máli að draga úr nýgengi krabbameina með því að hafa áhrif á lífsstíls- og umhverfistengda þætti sem eru þekktir áhættuþættir krabbameina. Um það er m.a. fjallað í fyrrnefndri aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum sem ég geri ráð fyrir að fái brautargengi á Alþingi og verði okkur leiðarljós á næstu árum í því stóra verkefni að efla lýðheilsu og sporna við nýgengi, heilsutjóni og dauðsföllum af völdum krabbameina. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar