Halla Gunnarsdóttir, formaður VR Agla Arnars Katrínardóttir skrifar 7. mars 2025 07:31 Ég fagna því að Halla skuli gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku í VR. Hún hefur sýnt að hún er öflugur formaður og talsmaður hagsmuna VR-inga. Í hreyfingu, sem var lengi vel nær eingöngu stýrt af ráðsettum körlum, er tekið eftir ungum konum eins og Höllu og það skiptir máli fyrir okkur öll. Í félaginu er stór hópur af ungu fólki, bæði í fullu starfi og vinnu með námi, sem veltir því ekki mikið fyrir sér hvað VR er eða af hverju stéttarfélög skipta máli. Þennan hóp getur Halla virkjað með því að tala áfram um þau mál sem á okkur brenna, bæði núna og í nánustu framtíð. Húsnæðismarkaðurinn er ekki glæsilegur fyrir ungt fólk í dag sem vill stofna eigið heimili, hvort sem er með því að leigja eða kaupa húsnæði. Sem stærsta stéttarfélag landsins á VR að hafa mikið vægi í umræðunni um lausnir og til þess þarf rödd félagsins að heyrast. Halla talar um húsnæðismálin með skýrum hætti þannig að allir skilja. Hún hefur líka reynslu og þekkingu af heildarsamtökum launafólks, ASÍ. Þar á VR að vera í lykilhlutverki og stuðla að samstöðu til að koma mikilvægustu málum áfram. Áhugaleysi ungs fólk um stéttarfélög fylgir því miður of oft lítil þekking á helstu kjara- og réttindamálum sem gerir okkur berskjaldaðri en aðra fyrir tilraunum til að hafa af okkur umsamin kjör. Tilboð um “jafnaðarlaun” fyrir vinnu sem fer meira og minna fram á kvöldin eða um helgar er dæmi um slíkar tilraunir. Með því að ná til okkar og vekja áhuga á stéttarfélaginu og því sem það gerir er um leið verið að stuðla að heilbrigðari vinnumarkaði. Stutt fræðslumyndbönd eins og þau sem Halla hefur verið að birta núna fyrir formannskjörið í VR er dæmi um efni sem við þurfum meira af. Ég vil því hvetja allt ungt fólk til að kanna fyrst félagsaðild sína og í framhaldinu skora á VRinga að kynna sér málin og kjósa. Allt um Höllu er á www.halla.is og svo er afar einfalt að kjósa á netinu frá 6. mars og fram að hádegi 13. mars. Kosningin er á www.vr.is. Höfundur er félagi í VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég fagna því að Halla skuli gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku í VR. Hún hefur sýnt að hún er öflugur formaður og talsmaður hagsmuna VR-inga. Í hreyfingu, sem var lengi vel nær eingöngu stýrt af ráðsettum körlum, er tekið eftir ungum konum eins og Höllu og það skiptir máli fyrir okkur öll. Í félaginu er stór hópur af ungu fólki, bæði í fullu starfi og vinnu með námi, sem veltir því ekki mikið fyrir sér hvað VR er eða af hverju stéttarfélög skipta máli. Þennan hóp getur Halla virkjað með því að tala áfram um þau mál sem á okkur brenna, bæði núna og í nánustu framtíð. Húsnæðismarkaðurinn er ekki glæsilegur fyrir ungt fólk í dag sem vill stofna eigið heimili, hvort sem er með því að leigja eða kaupa húsnæði. Sem stærsta stéttarfélag landsins á VR að hafa mikið vægi í umræðunni um lausnir og til þess þarf rödd félagsins að heyrast. Halla talar um húsnæðismálin með skýrum hætti þannig að allir skilja. Hún hefur líka reynslu og þekkingu af heildarsamtökum launafólks, ASÍ. Þar á VR að vera í lykilhlutverki og stuðla að samstöðu til að koma mikilvægustu málum áfram. Áhugaleysi ungs fólk um stéttarfélög fylgir því miður of oft lítil þekking á helstu kjara- og réttindamálum sem gerir okkur berskjaldaðri en aðra fyrir tilraunum til að hafa af okkur umsamin kjör. Tilboð um “jafnaðarlaun” fyrir vinnu sem fer meira og minna fram á kvöldin eða um helgar er dæmi um slíkar tilraunir. Með því að ná til okkar og vekja áhuga á stéttarfélaginu og því sem það gerir er um leið verið að stuðla að heilbrigðari vinnumarkaði. Stutt fræðslumyndbönd eins og þau sem Halla hefur verið að birta núna fyrir formannskjörið í VR er dæmi um efni sem við þurfum meira af. Ég vil því hvetja allt ungt fólk til að kanna fyrst félagsaðild sína og í framhaldinu skora á VRinga að kynna sér málin og kjósa. Allt um Höllu er á www.halla.is og svo er afar einfalt að kjósa á netinu frá 6. mars og fram að hádegi 13. mars. Kosningin er á www.vr.is. Höfundur er félagi í VR.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar