Körfubolti

Butler gleymdi að mála og greiða leiguna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jimmy Butler ætti nú að eiga fyrir leigunni.
Jimmy Butler ætti nú að eiga fyrir leigunni. vísir/getty

NBA-stjarnan Jimmy Butler fór með látum til Golden State Warriors frá Miami Heat á dögunum og hann gleymdi að ganga frá eftir sig í Miami.

Það er nefnilega búið að kæra hann fyrir greiða leiguna á húsinu sínu í Miami og fyrir að skilja við húsið í slæmu ástandi.

Hann er sagður skulda tveggja mánaða leigu og eigendur vilja bætur vegna ástandsins á kofanum. Leigan var átján milljónir á mánuði þannig að það munar um hana.

Eigendur segja að Butler hafi ekki hleypt viðgerðarmönnum í húsið til þess að sinna viðhaldi. Það hafi leitt til þess að húsið fór að leka og þarf til að mynda að skipta um gólfefni. Margt annað hafi líka verið í steik.

Þeir vilja fá tæpar 40 milljónir króna frá Butler. Annars munu þeir keyra málið áfram.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×