Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar 4. mars 2025 10:45 Kosningar í VR standa yfir á næstu dögum og nú er mikilvægt að allt félagsfólk taki sér tíma til að vega og meta þá valkosti sem í boði eru. Styrkur VR hefur ávallt falist í því að félagsfólk taki sjálfstæðar ákvarðanir á eigin forsendum, en ekki vegna þess að ákveðnir hópar eða fylkingar hafi þegar ákveðið hvað sé „rétt“ fyrir alla. VR er of mikilvægt til að ákvarðanir um forystu þess séu teknar inn í lokuðu rými. Við þekkjum öll mikilvægi þess að gera upplýstar ákvarðanir, sama hvort það er í starfi, í lífinu eða þegar kemur að framtíð VR. Þetta eru ekki kosningar þar sem við eigum bara að fylgja einhverri línu, heldur er þetta tækifæri til að velja þann leiðtoga sem raunverulega stendur fyrir það sem skiptir okkur máli. Ég hvet alla til að kynna sér frambjóðendur og stefnu þeirra á eigin forsendum. VR hefur lengi verið leiðandi afl í íslensku vinnumarkaðsumhverfi og það er á okkar ábyrgð að tryggja að umræðan og kosningaferlið fari fram með lýðræðislegum hætti. Trúnaðarráð VR gegnir lykilhlutverki í að tryggja sterkt og öflugt félag. Því langar mig að hvetja þau sem taka þátt í umræðunni fyrir hönd einstakra frambjóðenda að halda sig við fagleg vinnubrögð og tryggja að allir frambjóðendur fái sanngjarnan og jafnan vettvang. Þegar félagsfólk VR fær að taka upplýsta ákvörðun án þrýstings eða áróðurs styrkir það félagið okkar til framtíðar. Ég hef lagt mikla áherslu á að VR eigi að vera fyrir allt félagsfólk, ekki bara fámennan hóp. Þess vegna hvet ég alla til að kynna sér stefnu frambjóðenda, vega og meta hvað skiptir þá mestu máli og taka svo ákvörðun sem byggir á eigin gildum og framtíðarsýn. Ekki láta skoðun fárra móta niðurstöðuna, þetta er kosning alls félagsfólks VR. Því fleiri sem taka þátt, því sterkara verður félagið okkar. Ég skora á allt félagsfólk að nýta atkvæðisrétt sinn, á sínum eigin forsendum. Kosningar fara fram dagana 6. til 13. mars nk, ég hvet félgsfólk til að kynna sér mín áherlsumál á www.thorsteinnskuli.is Vonandi eru þið að eiga góðan dag. Kær kveðja, Þorsteinn Skúli Sveinsson Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Þorsteinn Skúli Sveinsson Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningar í VR standa yfir á næstu dögum og nú er mikilvægt að allt félagsfólk taki sér tíma til að vega og meta þá valkosti sem í boði eru. Styrkur VR hefur ávallt falist í því að félagsfólk taki sjálfstæðar ákvarðanir á eigin forsendum, en ekki vegna þess að ákveðnir hópar eða fylkingar hafi þegar ákveðið hvað sé „rétt“ fyrir alla. VR er of mikilvægt til að ákvarðanir um forystu þess séu teknar inn í lokuðu rými. Við þekkjum öll mikilvægi þess að gera upplýstar ákvarðanir, sama hvort það er í starfi, í lífinu eða þegar kemur að framtíð VR. Þetta eru ekki kosningar þar sem við eigum bara að fylgja einhverri línu, heldur er þetta tækifæri til að velja þann leiðtoga sem raunverulega stendur fyrir það sem skiptir okkur máli. Ég hvet alla til að kynna sér frambjóðendur og stefnu þeirra á eigin forsendum. VR hefur lengi verið leiðandi afl í íslensku vinnumarkaðsumhverfi og það er á okkar ábyrgð að tryggja að umræðan og kosningaferlið fari fram með lýðræðislegum hætti. Trúnaðarráð VR gegnir lykilhlutverki í að tryggja sterkt og öflugt félag. Því langar mig að hvetja þau sem taka þátt í umræðunni fyrir hönd einstakra frambjóðenda að halda sig við fagleg vinnubrögð og tryggja að allir frambjóðendur fái sanngjarnan og jafnan vettvang. Þegar félagsfólk VR fær að taka upplýsta ákvörðun án þrýstings eða áróðurs styrkir það félagið okkar til framtíðar. Ég hef lagt mikla áherslu á að VR eigi að vera fyrir allt félagsfólk, ekki bara fámennan hóp. Þess vegna hvet ég alla til að kynna sér stefnu frambjóðenda, vega og meta hvað skiptir þá mestu máli og taka svo ákvörðun sem byggir á eigin gildum og framtíðarsýn. Ekki láta skoðun fárra móta niðurstöðuna, þetta er kosning alls félagsfólks VR. Því fleiri sem taka þátt, því sterkara verður félagið okkar. Ég skora á allt félagsfólk að nýta atkvæðisrétt sinn, á sínum eigin forsendum. Kosningar fara fram dagana 6. til 13. mars nk, ég hvet félgsfólk til að kynna sér mín áherlsumál á www.thorsteinnskuli.is Vonandi eru þið að eiga góðan dag. Kær kveðja, Þorsteinn Skúli Sveinsson Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun