Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 5. mars 2025 08:30 Tryggja verður flug til Ísafjarðar til framtíðar. Engin óvissa má ríkja um svo mikið atvinnu og byggðamál fyrir Vestfirði og þjónustu við fólk og fyrirtæki. Allt frá frumdögum flugs á Íslandi hefur verið flogið milli Ísafjarðar og Reykjavíkur og jafnvel fleiri áfangastaða. Hagsmunir Icelandair geta ekki einir ráðið því hvort flogið verður áætlunarflug til og frá Ísafirði eða ekki. Fréttir um að Icelandair ætli að hætta flugi til Ísafjarðar á næsta ári komu eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ríki og sveitarfélög verða að bregaðst strax við og það er fagnaðarefni að samgönguráðherra hefur nú þegar lýst yfir að flugsamgöngur við Ísafjörð verði tryggðar. Innanlandsflugið skiptir miklu máli fyrir byggðir fjarri höfðuðborgarsvæðinu. Íbúar þurfa að sækja ýmsa grundvallarþjónustu til höfuðborgarinnar eins og heilbrigðisþjónustu,stjórnsýslu og verslun og þar eru helstu menntastofnanir landsins. Þá er flugið mikilvæg stoð í allri menningarstarfsemi fyrir vestan og tryggir íbúum á norðanverðum Vestfjörðum eðilegan aðgang þjónustu og afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu og tengsl við millilandaflugið. Atvinnulífið kallar á flugsamgöngur. Atvinnulíf hefur verið að byggjast hratt upp undanfarin ár á Vestfjörðum með öflugu fiskeldi og ferðaþjónustu þar sem flugið gegnir lykilhlutverki. Fjölmörg afleidd störf hafa skapast í kringum þessar atvinnugreinar. Öruggar flugsamgöngur er mikilvægur þáttur í þeirri uppbyggingu, nauðsynlegur valkostur fyrir íbúa svæðisins og hluti af almenningssamgöngum í nútímasamfélagi. Flugfar er dýrt og efla þarf Loftbrúna Það er vissulega orðið dýrt að fljúga innanlands en niðurgreiðslur í gegnum Loftbrúna til íbúa þessara staða hafa skipt miklu máli. Þar er í raun um ríkisstyrk að ræða til flugfélaga. Isavia hefur hins vegar lagt á bílastæðagjöld á Reykjarvíkurflugvelli sem eru of mikil og ósanngjörn og þau þarf að endurskoða strax. Bættar vegasamgöngur koma ekki í stað Innanlandsflugs Þótt vegasamgöngur fari hægt og bítandi batnandi koma þær ekki í staðinn fyrir flug til og frá þeim byggðum sem eru fjærst höfuðborgarsvæðinu. Það tekur þrátt fyrir allt fimm til sex klukkustundir að aka þessa vegalengd. Fólk sem þarf að komast til læknis eða sinna öðrum erindum á sem skemmstum tíma vinnu sinnar vegna eða eldra fólk sem hætt er að keyra treystir á flugið. Áætlanaflug er líka nýtt til sjúkraflugs í mörgum tilfellum. Icelandair hefur fengið mikinn stuðning frá stjórnvöldum Icelandair réttlætir ákvörðun sína með skipulagsbreytingum. Flugvélarnar sem nýttar hafi verið fyrir flug til Ísafjarðar hafi einnig verið notaðar í flug til Grænlands. Nú sé búið að leggja stærri flugbrautir á Grænlandi og því geti félagið flogið stærri flugvélum þangað. Þar af leiðandi verði óhagkvæmt fyrir félagið að halda áfram rekstri minni flugvélategundarinnar í flota félagsins. Alls kyns flugvélar og jafnvel minni þotur hafa lent á Ísafjarðarflugvelli í gegnum árin. Það er erfitt að trúa því að stærri flugvélar Icelandair í innanlandsflugi geti ekki lent á Ísafirði og tekið á loft þaðan. En kannski snýst þetta um sætanýtingu, að Icelandair treysti sér ekki til að selja fleiri sæti til og frá Ísafirði. Þetta þarf að skoða betur. Icelandair hefu fengið mikinn stuðning í gegnum árin frá ríkinu sem meðal annars hefur verið rökstutt með þjóðaröryggi varðandi samgöngur við landið. Félagið fékk einnig milljarða stuðning frá ríkinu í Covid faraldrinum til að tryggja launagreiðslur til starfsmanna. Þess vegna er eðilegt að gera vissar kröfur til þess að félagið sýni samfélagslega ábyrgð og vilja til að halda áfram flugi til Ísafjarðar við breyttar aðstæður hjá félaginu. Önnur flugfélög geta sinnt flugi til Ísafjarðar Þegar upp er staðið mun þetta snúast um samninga við þau flugfélög sem koma til greina og geta sinnt flugi til Ísafjarðar. Í því samhengi þarf að skoða allt innanlandsflug í heildarsamhengi og í samhengi við mögulega niðurgreiðslu ríkisins í innanlandsflugi eins og gert hefur verið með Loftbrúnni . Ég treysti því að samgönguráðherra og stjórnvöld í heild vinni hratt að því að tryggja flugsamgöngur til Ísafjarðar til framtíðar, hvort sem það verður gert með útboði eða beinum samningum við þau flugfélög sem sinnt hafa innanlandsflugi á landinu undanfarin ár. Óvissa má ekki ríkja í þessum mikilvægu samgöngumálum Vestfirðinga. Framtíð og fyrirsjáanleiki varðandi áætlunarflug til Ísafjarðar er stórt öryggis- og byggðamál fyrir fólk og fyrirtæki á Vestfjörðum. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins fyrir Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Flokkur fólksins Samgöngur Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Tryggja verður flug til Ísafjarðar til framtíðar. Engin óvissa má ríkja um svo mikið atvinnu og byggðamál fyrir Vestfirði og þjónustu við fólk og fyrirtæki. Allt frá frumdögum flugs á Íslandi hefur verið flogið milli Ísafjarðar og Reykjavíkur og jafnvel fleiri áfangastaða. Hagsmunir Icelandair geta ekki einir ráðið því hvort flogið verður áætlunarflug til og frá Ísafirði eða ekki. Fréttir um að Icelandair ætli að hætta flugi til Ísafjarðar á næsta ári komu eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ríki og sveitarfélög verða að bregaðst strax við og það er fagnaðarefni að samgönguráðherra hefur nú þegar lýst yfir að flugsamgöngur við Ísafjörð verði tryggðar. Innanlandsflugið skiptir miklu máli fyrir byggðir fjarri höfðuðborgarsvæðinu. Íbúar þurfa að sækja ýmsa grundvallarþjónustu til höfuðborgarinnar eins og heilbrigðisþjónustu,stjórnsýslu og verslun og þar eru helstu menntastofnanir landsins. Þá er flugið mikilvæg stoð í allri menningarstarfsemi fyrir vestan og tryggir íbúum á norðanverðum Vestfjörðum eðilegan aðgang þjónustu og afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu og tengsl við millilandaflugið. Atvinnulífið kallar á flugsamgöngur. Atvinnulíf hefur verið að byggjast hratt upp undanfarin ár á Vestfjörðum með öflugu fiskeldi og ferðaþjónustu þar sem flugið gegnir lykilhlutverki. Fjölmörg afleidd störf hafa skapast í kringum þessar atvinnugreinar. Öruggar flugsamgöngur er mikilvægur þáttur í þeirri uppbyggingu, nauðsynlegur valkostur fyrir íbúa svæðisins og hluti af almenningssamgöngum í nútímasamfélagi. Flugfar er dýrt og efla þarf Loftbrúna Það er vissulega orðið dýrt að fljúga innanlands en niðurgreiðslur í gegnum Loftbrúna til íbúa þessara staða hafa skipt miklu máli. Þar er í raun um ríkisstyrk að ræða til flugfélaga. Isavia hefur hins vegar lagt á bílastæðagjöld á Reykjarvíkurflugvelli sem eru of mikil og ósanngjörn og þau þarf að endurskoða strax. Bættar vegasamgöngur koma ekki í stað Innanlandsflugs Þótt vegasamgöngur fari hægt og bítandi batnandi koma þær ekki í staðinn fyrir flug til og frá þeim byggðum sem eru fjærst höfuðborgarsvæðinu. Það tekur þrátt fyrir allt fimm til sex klukkustundir að aka þessa vegalengd. Fólk sem þarf að komast til læknis eða sinna öðrum erindum á sem skemmstum tíma vinnu sinnar vegna eða eldra fólk sem hætt er að keyra treystir á flugið. Áætlanaflug er líka nýtt til sjúkraflugs í mörgum tilfellum. Icelandair hefur fengið mikinn stuðning frá stjórnvöldum Icelandair réttlætir ákvörðun sína með skipulagsbreytingum. Flugvélarnar sem nýttar hafi verið fyrir flug til Ísafjarðar hafi einnig verið notaðar í flug til Grænlands. Nú sé búið að leggja stærri flugbrautir á Grænlandi og því geti félagið flogið stærri flugvélum þangað. Þar af leiðandi verði óhagkvæmt fyrir félagið að halda áfram rekstri minni flugvélategundarinnar í flota félagsins. Alls kyns flugvélar og jafnvel minni þotur hafa lent á Ísafjarðarflugvelli í gegnum árin. Það er erfitt að trúa því að stærri flugvélar Icelandair í innanlandsflugi geti ekki lent á Ísafirði og tekið á loft þaðan. En kannski snýst þetta um sætanýtingu, að Icelandair treysti sér ekki til að selja fleiri sæti til og frá Ísafirði. Þetta þarf að skoða betur. Icelandair hefu fengið mikinn stuðning í gegnum árin frá ríkinu sem meðal annars hefur verið rökstutt með þjóðaröryggi varðandi samgöngur við landið. Félagið fékk einnig milljarða stuðning frá ríkinu í Covid faraldrinum til að tryggja launagreiðslur til starfsmanna. Þess vegna er eðilegt að gera vissar kröfur til þess að félagið sýni samfélagslega ábyrgð og vilja til að halda áfram flugi til Ísafjarðar við breyttar aðstæður hjá félaginu. Önnur flugfélög geta sinnt flugi til Ísafjarðar Þegar upp er staðið mun þetta snúast um samninga við þau flugfélög sem koma til greina og geta sinnt flugi til Ísafjarðar. Í því samhengi þarf að skoða allt innanlandsflug í heildarsamhengi og í samhengi við mögulega niðurgreiðslu ríkisins í innanlandsflugi eins og gert hefur verið með Loftbrúnni . Ég treysti því að samgönguráðherra og stjórnvöld í heild vinni hratt að því að tryggja flugsamgöngur til Ísafjarðar til framtíðar, hvort sem það verður gert með útboði eða beinum samningum við þau flugfélög sem sinnt hafa innanlandsflugi á landinu undanfarin ár. Óvissa má ekki ríkja í þessum mikilvægu samgöngumálum Vestfirðinga. Framtíð og fyrirsjáanleiki varðandi áætlunarflug til Ísafjarðar er stórt öryggis- og byggðamál fyrir fólk og fyrirtæki á Vestfjörðum. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins fyrir Norðvesturkjördæmi
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar