Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. mars 2025 10:35 Repúblikanar voru ánægðir með sinn mann í nótt. AP/Mandel Ngan Ummæli Donald Trump um Grænland í ræðu forsetans á bandaríska þinginu í nótt hafa vakið hörð viðbrögð í Danmörku. „Ég er í kvöld með skilaboð til hinna dásamlegu íbúa Grænlands,“ sagði Trump í ræðu sinni. „Við styðjum dyggilega rétt ykkar til að ákvarða eigin framtíð og, ef við óskið, bjóðum við ykkur velkomin í Bandaríkin. Við þörfumst Grænlands þjóðaröryggisins vegna og jafnvel vegna alþjóðaöryggis. Og við vinnum að því með öllum að reyna að fá það. En við þörfnumst þess raunverulega vegna alþjóðaöryggis. Og ég held að við munum eignast það. Með einum eða öðrum hætti munum við eignast það. Við munum tryggja öryggi ykkar. Við munum gera ykkur rík. Og saman munum við taka Grænland í hæðir sem þið hefðuð aldrei talið mögulegar. Þetta er afar fámenn þjóð en afar stórt landsvæði og afar mikilvægt fyrir hernaðaröryggi,“ sagði forsetinn. Sjálfsákvörðunarréttur eða hvað? Fjölmiðlar í Danmörku hafa bent á tvískinnungin í orðum Trump; að hann heiti því að virða sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga, á sama tíma og hann fullyrði að Bandaríkjamenn muni „fá“ eða „eignast“ landið með einum eða öðrum hætti. Fullyrðinguna má enda auðveldlega skilja sem hótun. Fréttaritari DR í Bandaríkjunum, Philip Khokar, segir að um sé að ræða fyrsta skiptið sem Trump talar um Grænland í opinberri ræðu. Orð hans sé ekki hægt að túlka öðruvísi en að það sé nú stefna Bandaríkjanna að innlima Grænland. Stjórnmálamenn í Danmörku virðast hafa valið að einblína frekar á fyrirheit Trump um að virða sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Troels Lund Poulsen, aðstoðarforsætisráðherra Danmerkur, sagði til að mynda að það myndi aldrei gerast að annað ríki sölsaði undir sig hluta konungsveldisins. Hann ítrekaði í morgun að Grænlendingar gætu einir ákveðið framtíð sína. Menn þyrftu augljóslega að eiga hreinskiptar samræður en staðreyndin væri enn sú að Bandaríkin væru meðal nánustu bandamanna Dana. Van- og lítilsvirðing Utanríkisráðherrann Lars Løkke Rasmussen var spurður um ræðu Trump á blaðamannafundi í Finnlandi og tók í sama streng og Poulsen; það bæri fyrst og fremst að hlýða á orð Trump um sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hann sagði hins vegar einnig að hvað sem Grænlendingar ákvæðu væri alveg ljóst að þeir gætu aldrei orðið fullkomlega sjálfstæð þjóð, án bandalags við aðra. Vissulega væru aðrir möguleikar í stöðunni en að tilheyra Danmörku en fullkomið sjálfstæði væri ekki þeirra á meðal. “One way or the other, we’re going to get it.” Trump repeats the threat of 🇺🇸 occupying, annexing or absorbing 🇬🇱 🇩🇰. That’s the Putin way of treating countries. https://t.co/NN8vaRYzxF— Carl Bildt (@carlbildt) March 5, 2025 Martin Lidegaard, formaður Radikale Venstre, sagði hins vegar ummæli Trump um Grænland og Grænlendinga bera vott um virðingaleysi og þá sagði Carl Bildt, fyrrverandi forsætis- og utanríkisráðherra Svíþjóðar, að yfirlýsingar Trump væru í anda Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Pelle Dragsted, formaður Einingaflokksins, sagði orð Trump mikið áhyggjuefni og að forsetinn hefði opinberað að Bandaríkin hefðu sagt skilið við bandalag sitt við Danmörku og Evrópu. Þá gagnrýndi Inger Støjberg, formaður Danmerkurdemókratana, ekki bara orð Trump heldur einnig viðbrögð samflokksmanna hans og benti á að þingmenn Repúblikanaflokksins hefðu hlegið og varaforsetinn J.D. Vance brosað þegar Trump talaði um „hina dásamlegu íbúa Grænlands“. Bandaríkin Donald Trump Danmörk Grænland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Sjá meira
„Ég er í kvöld með skilaboð til hinna dásamlegu íbúa Grænlands,“ sagði Trump í ræðu sinni. „Við styðjum dyggilega rétt ykkar til að ákvarða eigin framtíð og, ef við óskið, bjóðum við ykkur velkomin í Bandaríkin. Við þörfumst Grænlands þjóðaröryggisins vegna og jafnvel vegna alþjóðaöryggis. Og við vinnum að því með öllum að reyna að fá það. En við þörfnumst þess raunverulega vegna alþjóðaöryggis. Og ég held að við munum eignast það. Með einum eða öðrum hætti munum við eignast það. Við munum tryggja öryggi ykkar. Við munum gera ykkur rík. Og saman munum við taka Grænland í hæðir sem þið hefðuð aldrei talið mögulegar. Þetta er afar fámenn þjóð en afar stórt landsvæði og afar mikilvægt fyrir hernaðaröryggi,“ sagði forsetinn. Sjálfsákvörðunarréttur eða hvað? Fjölmiðlar í Danmörku hafa bent á tvískinnungin í orðum Trump; að hann heiti því að virða sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga, á sama tíma og hann fullyrði að Bandaríkjamenn muni „fá“ eða „eignast“ landið með einum eða öðrum hætti. Fullyrðinguna má enda auðveldlega skilja sem hótun. Fréttaritari DR í Bandaríkjunum, Philip Khokar, segir að um sé að ræða fyrsta skiptið sem Trump talar um Grænland í opinberri ræðu. Orð hans sé ekki hægt að túlka öðruvísi en að það sé nú stefna Bandaríkjanna að innlima Grænland. Stjórnmálamenn í Danmörku virðast hafa valið að einblína frekar á fyrirheit Trump um að virða sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Troels Lund Poulsen, aðstoðarforsætisráðherra Danmerkur, sagði til að mynda að það myndi aldrei gerast að annað ríki sölsaði undir sig hluta konungsveldisins. Hann ítrekaði í morgun að Grænlendingar gætu einir ákveðið framtíð sína. Menn þyrftu augljóslega að eiga hreinskiptar samræður en staðreyndin væri enn sú að Bandaríkin væru meðal nánustu bandamanna Dana. Van- og lítilsvirðing Utanríkisráðherrann Lars Løkke Rasmussen var spurður um ræðu Trump á blaðamannafundi í Finnlandi og tók í sama streng og Poulsen; það bæri fyrst og fremst að hlýða á orð Trump um sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hann sagði hins vegar einnig að hvað sem Grænlendingar ákvæðu væri alveg ljóst að þeir gætu aldrei orðið fullkomlega sjálfstæð þjóð, án bandalags við aðra. Vissulega væru aðrir möguleikar í stöðunni en að tilheyra Danmörku en fullkomið sjálfstæði væri ekki þeirra á meðal. “One way or the other, we’re going to get it.” Trump repeats the threat of 🇺🇸 occupying, annexing or absorbing 🇬🇱 🇩🇰. That’s the Putin way of treating countries. https://t.co/NN8vaRYzxF— Carl Bildt (@carlbildt) March 5, 2025 Martin Lidegaard, formaður Radikale Venstre, sagði hins vegar ummæli Trump um Grænland og Grænlendinga bera vott um virðingaleysi og þá sagði Carl Bildt, fyrrverandi forsætis- og utanríkisráðherra Svíþjóðar, að yfirlýsingar Trump væru í anda Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Pelle Dragsted, formaður Einingaflokksins, sagði orð Trump mikið áhyggjuefni og að forsetinn hefði opinberað að Bandaríkin hefðu sagt skilið við bandalag sitt við Danmörku og Evrópu. Þá gagnrýndi Inger Støjberg, formaður Danmerkurdemókratana, ekki bara orð Trump heldur einnig viðbrögð samflokksmanna hans og benti á að þingmenn Repúblikanaflokksins hefðu hlegið og varaforsetinn J.D. Vance brosað þegar Trump talaði um „hina dásamlegu íbúa Grænlands“.
Bandaríkin Donald Trump Danmörk Grænland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Sjá meira