Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2025 13:46 James Wade teygði út tunguna og sleikti háls Luke Humphries fyrir viðureign þeirra. Samsett/Getty/Skjáskot Furðulegt og „ógeðslegt“ atvik átti sér stað fyrir leik James Wade og Luke Humphries í átta manna úrslitum Opna breska mótsins í pílukasti og málið gæti dregið dilk á eftir sér fyrir Wade. Wade virtist sleikja háls Humphries þegar þeir heilsuðust uppi á sviði fyrir leik. Humphries, sem er fyrrverandi heimsmeistari, var augljóslega ekki skemmt. Fyrrverandi pílukappinn Paul Nicholson telur að Wade gæti verið refsað vegna málsins. Eftir tungufimleika Wade var Humphries, samkvæmt ensku götublöðunum, greinilega í slæmu skapi og þeir tókust ekki í hendur fyrir úrslitalegginn. Þess í stað virtist Luke labba með öxlina utan í Wade eftir að sá síðarnefndi hafði landað sigri. Humphries tjáði sig svo í færslu á samfélagsmiðlum sem hann síðar eyddi og sagði Wade ekki hafa átt inni neina virðingu hjá sér þrátt fyrir 10-9 sigurinn: „Það elska allir að sjá menn vera tapsára en ég er vanalega einn sá fagmannlegasti þegar kemur að því að takast á við tap í þessari íþrótt,“ skrifaði Humphries í færslunni sem hann eyddi, og bætti við: „Ég ætlaði ekki að láta eins og ég væri glaður og faðma mann sem átti enga virðingu skilið eftir það hvernig hann lét allan leikinn.“ Humphries called out James Wade after the 'disgusting' incident in a now-deleted post, but that isn't the end of it... 😬 pic.twitter.com/3HMrgLMh38— SPORTbible (@sportbible) March 5, 2025 Humphries hefur sætt einhverri gagnrýni en fyrrnefndur Paul Nicholson tók til varna fyrir hann í samtali við Sporting Life: „Það væri fáránlegt ef einhver kallaði Humphries tapsáran og ferilskrá hans, þegar kemur að því að taka tapi af auðmýkt, talar sínu máli. Það hafði greinilega byggst upp spenna og þeir skiptust ekki á hinu hefðbundna handabandi eða hnefafimmu fyrir úrslitalegginn, og það að Wade skyldi sleikja háls Humphries fyrir leikinn gæti hafa valdið vandamálum. Ég stend með Luke í þessu. Keppnismenn verða stundum að segja að nú sé nóg komið. Ef að menn eru að fara yfir strikið þá geta þeir ekki búist við því að fá virðingu í staðinn. Myndin sem birtist af James að reka út tunguna og snerta háls Luke var ógeðsleg og ég yrði ekki hissa ef að þetta yrði rannsakað. Hvort það var þetta sem angraði Luke eða eitthvað annað, þá var það ekki vegna þess að hann sé tapsár sem hann lét svona eftir leikinn,“ sagði Nicholson. Pílukast Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sjá meira
Wade virtist sleikja háls Humphries þegar þeir heilsuðust uppi á sviði fyrir leik. Humphries, sem er fyrrverandi heimsmeistari, var augljóslega ekki skemmt. Fyrrverandi pílukappinn Paul Nicholson telur að Wade gæti verið refsað vegna málsins. Eftir tungufimleika Wade var Humphries, samkvæmt ensku götublöðunum, greinilega í slæmu skapi og þeir tókust ekki í hendur fyrir úrslitalegginn. Þess í stað virtist Luke labba með öxlina utan í Wade eftir að sá síðarnefndi hafði landað sigri. Humphries tjáði sig svo í færslu á samfélagsmiðlum sem hann síðar eyddi og sagði Wade ekki hafa átt inni neina virðingu hjá sér þrátt fyrir 10-9 sigurinn: „Það elska allir að sjá menn vera tapsára en ég er vanalega einn sá fagmannlegasti þegar kemur að því að takast á við tap í þessari íþrótt,“ skrifaði Humphries í færslunni sem hann eyddi, og bætti við: „Ég ætlaði ekki að láta eins og ég væri glaður og faðma mann sem átti enga virðingu skilið eftir það hvernig hann lét allan leikinn.“ Humphries called out James Wade after the 'disgusting' incident in a now-deleted post, but that isn't the end of it... 😬 pic.twitter.com/3HMrgLMh38— SPORTbible (@sportbible) March 5, 2025 Humphries hefur sætt einhverri gagnrýni en fyrrnefndur Paul Nicholson tók til varna fyrir hann í samtali við Sporting Life: „Það væri fáránlegt ef einhver kallaði Humphries tapsáran og ferilskrá hans, þegar kemur að því að taka tapi af auðmýkt, talar sínu máli. Það hafði greinilega byggst upp spenna og þeir skiptust ekki á hinu hefðbundna handabandi eða hnefafimmu fyrir úrslitalegginn, og það að Wade skyldi sleikja háls Humphries fyrir leikinn gæti hafa valdið vandamálum. Ég stend með Luke í þessu. Keppnismenn verða stundum að segja að nú sé nóg komið. Ef að menn eru að fara yfir strikið þá geta þeir ekki búist við því að fá virðingu í staðinn. Myndin sem birtist af James að reka út tunguna og snerta háls Luke var ógeðsleg og ég yrði ekki hissa ef að þetta yrði rannsakað. Hvort það var þetta sem angraði Luke eða eitthvað annað, þá var það ekki vegna þess að hann sé tapsár sem hann lét svona eftir leikinn,“ sagði Nicholson.
Pílukast Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sjá meira