„Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Jakob Bjarnar skrifar 5. mars 2025 15:53 Snorri Másson vakti athygli á úttekt Viðskiptaráðs en þar kemur fram snarbrengluð rekstarstaða íslenskra fjölmiðla. Það eina sem ríkisstjórnin hyggst hins vegar gera, þrátt fyrir hagræðingartillögur, er að lækka þakið á styrkjum til stærstu miðlanna; þeirra einu sem sinna daglegum fréttaflutningi. vísir/vilhelm Snorri Másson þingmaður Miðflokksins kvaddi sér hljóðs á Alþingi í dag, í dagskrárliðnum Störf þingsins, og fór yfir það sem hann kallaði brenglað rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. „Út er komin fróðleg úttekt Viðskiptaráðs á umhverfi fjölmiðla á Íslandi. Ég vildi vekja athygli þingheims og ríkisstjórnarinnar á henni og lesa það sem kemur fram í þessari úttekt með opnum hug. Staða fjölmiðla á Íslandi er sú að þeir búa við stórkostlega brenglað rekstrarumhverfi,“ sagði Snorri. Einkareknir miðlar lepja dauðann úr skel Vísir greindi í morgun ítarlega frá þessari úttekt Viðskiptaráðs sem sýnir þessa sérkennilega stöðu fjölmiðla. „Ríkismiðillinn gnæfir yfir öllu, vex ár frá ári eins og púkinn á fjósbitanum á meðan einkamiðlar lepja margir dauðann úr skel. Ríkisvaldið ber mikla ábyrgð á þessu ástandi og ríkisstjórnin getur breytt miklu um stöðu Ríkisútvarpsins en það heyrist ekki mikið af slíkum áformum, ekki einu sinni í hinum víðfrægu hagræðingartillögum ríkisstjórnarinnar þótt sannarlega sé þarna tækifæri til hagræðingar,“ sagði Snorri sem áður starfaði sem blaðamaður og þekkir því vel til hvernig kaupin gerast á eyrinni. „Auk þess legg ég til að fjölmiðlanefnd ríkisins verði lögð niður“ Snorri sagði ríkisstjórnina þó ekki alveg verklausa þegar kæmi að fjölmiðlum, hún treystir sér til að „lækka styrkina til stærstu miðlanna sem fá um 100 milljónir hvor, mbl.is og Vísir, vel að merkja vinsælli vefir en vefur Ríkisútvarpsins sem fær sextíufalda upphæð á við þessa miðla. Nú á að lækka þennan bútasaumsstyrk til Morgunblaðsins og Vísis en ekki er greint frá því hvers vegna það er gert.“ Snorri telur þetta áhugavert samhengi hlutanna og sagði að endingu velta fyrir sér því að gera eins og Cato gamli, sem endaði allar ræður á sama hátt: Að endingu legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði. „Auk þess legg ég til að fjölmiðlanefnd ríkisins verði lögð niður,“ sagði Snorri – til að vekja athygli á fáránleika málsins. Alþingi Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart „Þegar við byrjuðum að skoða þetta óraði okkur fyrir að fækkun starfsmanna væri svona mikil hjá einkareknum fjölmiðlum. Í rauninni er umhverfið orðið þannig að ríkismiðillinn er með 27 prósent markaðshlutdeild á Íslandi á meðan hlutdeildin er 10 prósent á öðrum Norðurlöndum. Þannig að við erum komin með fjölmiðlaumhverfi sem að okkar mati er óheilbrigt,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. 5. mars 2025 14:03 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
„Út er komin fróðleg úttekt Viðskiptaráðs á umhverfi fjölmiðla á Íslandi. Ég vildi vekja athygli þingheims og ríkisstjórnarinnar á henni og lesa það sem kemur fram í þessari úttekt með opnum hug. Staða fjölmiðla á Íslandi er sú að þeir búa við stórkostlega brenglað rekstrarumhverfi,“ sagði Snorri. Einkareknir miðlar lepja dauðann úr skel Vísir greindi í morgun ítarlega frá þessari úttekt Viðskiptaráðs sem sýnir þessa sérkennilega stöðu fjölmiðla. „Ríkismiðillinn gnæfir yfir öllu, vex ár frá ári eins og púkinn á fjósbitanum á meðan einkamiðlar lepja margir dauðann úr skel. Ríkisvaldið ber mikla ábyrgð á þessu ástandi og ríkisstjórnin getur breytt miklu um stöðu Ríkisútvarpsins en það heyrist ekki mikið af slíkum áformum, ekki einu sinni í hinum víðfrægu hagræðingartillögum ríkisstjórnarinnar þótt sannarlega sé þarna tækifæri til hagræðingar,“ sagði Snorri sem áður starfaði sem blaðamaður og þekkir því vel til hvernig kaupin gerast á eyrinni. „Auk þess legg ég til að fjölmiðlanefnd ríkisins verði lögð niður“ Snorri sagði ríkisstjórnina þó ekki alveg verklausa þegar kæmi að fjölmiðlum, hún treystir sér til að „lækka styrkina til stærstu miðlanna sem fá um 100 milljónir hvor, mbl.is og Vísir, vel að merkja vinsælli vefir en vefur Ríkisútvarpsins sem fær sextíufalda upphæð á við þessa miðla. Nú á að lækka þennan bútasaumsstyrk til Morgunblaðsins og Vísis en ekki er greint frá því hvers vegna það er gert.“ Snorri telur þetta áhugavert samhengi hlutanna og sagði að endingu velta fyrir sér því að gera eins og Cato gamli, sem endaði allar ræður á sama hátt: Að endingu legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði. „Auk þess legg ég til að fjölmiðlanefnd ríkisins verði lögð niður,“ sagði Snorri – til að vekja athygli á fáránleika málsins.
Alþingi Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart „Þegar við byrjuðum að skoða þetta óraði okkur fyrir að fækkun starfsmanna væri svona mikil hjá einkareknum fjölmiðlum. Í rauninni er umhverfið orðið þannig að ríkismiðillinn er með 27 prósent markaðshlutdeild á Íslandi á meðan hlutdeildin er 10 prósent á öðrum Norðurlöndum. Þannig að við erum komin með fjölmiðlaumhverfi sem að okkar mati er óheilbrigt,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. 5. mars 2025 14:03 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart „Þegar við byrjuðum að skoða þetta óraði okkur fyrir að fækkun starfsmanna væri svona mikil hjá einkareknum fjölmiðlum. Í rauninni er umhverfið orðið þannig að ríkismiðillinn er með 27 prósent markaðshlutdeild á Íslandi á meðan hlutdeildin er 10 prósent á öðrum Norðurlöndum. Þannig að við erum komin með fjölmiðlaumhverfi sem að okkar mati er óheilbrigt,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. 5. mars 2025 14:03