Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar 6. mars 2025 06:01 Það er eiginlega illskiljanlegt, þegar góðir menn og gegnir, skynsamir menn, tjá sig með þeim hætti, að Atlantshafsbandalagið, NATO, full aðild og þáttaka í starfi þess, sé flott mál og fínt, en full aðild að ESB slæmt eða ómögulegt áform, sem hafna beri. Það er nefnilega svo, að í grundvallaratriðum eru það nákvæmlega sömu bræðra- og vinaþjóðirnar okkar, sem standa að báðum þessum bandalögum. Í þeim skilningi er hér um nákvæmlega sama vina- og samstarfshópinn að ræða. Sömu vinirnir, sömu samherjarnir. Í báðum tilvikum eru skuldbindingar okkar miklar, við verðum um margt að fylgja sameiginlegri stefnu - m.a. leggja landið okkar til, ef þörf krefur - stefnu, sem við eigum þó fullan þátt í að móta hjá NATO, gætum líka átt hjá ESB, ef við værum þar inni, en á móti koma öryggi og margvíslegir kostir - fríðindi, tækifæri, gífurlegur markaðsaðgangur og réttindi - sem bæta hag okkar og velferð og vega miklu þyngra. Í NATO eru meðlimsríkin 32, og þau 4 evrópsku ríki, sem þar eru, en ekki í ESB, Albania, Svartfjallaland, Norður Makedónía og Tyrkland, eru með öllum krafti og öllum ráðum að reyna að komast inn í ESB líka. Í ESB eru nú 27 ríki, þar af 23 í NATO, og EES-ríkin Ísland og Noregur eru auðvitað líka í NATO. 25. Þetta er þessvegna mest sami félagsskapurinn. Hvert er svo hlutverk þessara tveggja bandalaga og hverjir eru kostirnir við aðild: - NATO gætir í stöðunni sameiginlegra varna, öryggis, sjálfstæðis og frelsis aðildarríkjanna - ESB gætir sameiginlegra mannréttinda í aðildarríkjunum - ESB gætir líka sameiginlegra efnahagsmála og velferðar þeirra - ESB gætir ennfremur öryggis fyrirtækja aðildarríkja, atvinnustarfsemi og almennings - ESB tryggir samkeppni, neytendarétt og neytendavernd í aðildarríkjunum (það hefur knúið fram sanngjörn símakjör fyrir alla ESB- og EES símanotendur, styrkt réttindi ferðamanna gagnvart flugfélögum og annarri ferðaþjónustu, tryggt neytendum sanngjörn þjónustugjöld banka, tryggt sameiginlega sjúkraþjónustu allra ESB og EES borgara o.s.frv.) - ESB gegnir forystuhlutverki í því, að tryggja þegnum aðildarríkjanna frelsi til orðs og æðis og mest mögulegt lýðræði í álfunni - ESB ver þegna aðildarríka gegn einokun og markaðsmisnotkun stórfyrirtækja og alþjóðlegra auðhringja - ESB er leiðandi afl í uppbyggingu menntunar og menningar í aðildarríkjunum - ESB leiðir tæknilega framþróun, innleiðingu stafrænna lausna og fjármögnun framtíðartækni í aðildarríkjunum - ESB gegnir algjöru forystuhlutverkir meðal aðildarríkjanna, hvað varðar umhverfisvernd og minnkun mengunar og eiturefna, spillingu lofts, láðs og lagar, eyðingu dýra, náttúru og skóglendis, ekki bara í Evrópu, heldur um allan heim. Nú er það auðvitað svo, að Bandaríkin og Kanada eru líka í NATO, án þess að vera í ESB. Náinn viðskipta- og samvinnusamningur, fríverzlunarsamningur, er hins vegar kominn á milli ESB og Kanada, sem tók 7 ár að fullgera. Þar eru tengsl orðin mjög náin, þó að haf sé á milli. Má nánast líta á Kanada sem auka-ESB-aðildarríki. Svipaður viðskipta- og samstarfssamningur var í burðaliðunum milli ESB og USA, með Obama sat þar við stjórnvölinn. Í því gerðist fátt í tíð Bidens, og nú er kominn þar annar maður við stjórnvölinn, sem ekki mun tengja og sameina, heildur rjúfa, kljúfa og spilla. Setja allt, sem var gott, í algjört uppnám. Í augum undirritaðs er hér á ferðinni makalaust fífl. Í raun er líklegt, að NATO muni standa uppi án BNA, áður en langt um líður. Þessi þróun og staða er endanleg staðfesting á þeirri þörf, að Evrópa, nú ESB og NATO, bæði bandalögin með höfuðstöðvar í Brüssel, verði að tryggja eigin evrópskar lausnir og framtíðarvelferð, hagsmuni og öryggi, þar sem augljóst er, að valdataka manns, eins og Donalds Trump, getur aftur átt sér stað í USA. Það er ekkert lengur á BNA að treysta! Þessi uppbygging evrópskrar varnar- og hernaðargetu er nú þegar hafin, og verður það ESB, sem mun leiða hana, ekki NATO. ESB hefur eigin fjárhag, eigin getu til fjármögnunar og uppbyggingu stórra framkvæmdasjóða, sem efnahagsbandalag, en NATO ekki. NATO hefur ekki eigin fjárhag, nema til síns stjórnunar/reksturs, en er að öðru leyti háð framlagi aðildarríkjanna með vopn, verjur, herafla varnarfjármuni. Von der Leyen var á dögunum að lýsa yfir því áformi framkvæmdastjórnar ESB, að byggja upp gífurlega sterkan sjóð, 500 milljarða Evra, til að efla og styrkja varnar- og hernaðargetu ESB-ríkjanna. Nýtt kanslaraefni í Þýzklandi, Friedrich Merz, og ný ríkisstjórn Þýzkalands ætla líka að taka risaskref, m.a. með því að fjárfesta 300 milljörðum Evra í uppbyggingu og styrkingu þýzka hersins. Til hliðar við það, er svo stefnt á að innleiða herskyldu í Þýzkalandi aftur. Það má minna á það hér, að lengi vel eftir seinni heimsstyrjöld var Þjóðverjum meinað, að byggja upp herstyrk. BNA, Bretland og Frakkar höfðu þar allir sínar eigin herstöðvar, um áratuga skeið, einmitt til að halda Þóðverjum niðri, og eru BNA enn með 4 herstöðvar þar. Þær munu væntanlega hverfa, verða lagðar niður, og er það vel. ESB verður því vaxandi kjarni Evrópu, hryggjarstykkið, í öllu tilliti, menningarlegu, viðskipta- og efnahagslegu og varnar- og hernaðarlegu, á komandi árum. NATO kynni að hverfa. T.a.m. Írland virðist skilja þetta nú þegar; er bara aðili að ESB, ekki að NATO. Það er mikilvægt, að allir hér, sem með þessi mál fara og þykjast nokkuð um þau vita, þó það sé ekki einhlítt, skilji þetta! Allir þeir, sem hafa verið hlynntir aðild okkar að NATO, þar sem við höfum fullan aðgang að umræðu og ákvörðunum, getum látið rödd okkar heyrast, ættu nú að styðja fulla aðild okkar að ESB, með sama hætti, en ávinningur okkar af fullri aðild þar er í raun ennþá eða langtum meiri og mikilvægari. Með fullri aðild, fengjum við 6 menn á Evrópuþingið og okkar eigin kommissar, ráðherra, af þá 28 í framkvæmdastjórninni, en allar aðildarþjóðirnar hafa bara einn ráðherra hver, líka Þjóðverjar, Frakkar og Ítalir. Ef við sendum svo góðan mann, eða konu (þó að þær séu auðvitað líka menn), til Brüssel, er ekki loku fyrir það skotið, að okkar fulltrúi gæti orðið forseti framkvæmdastjórnarinnar, á sama hátt og Jean-Claude Juncker, frá öðru smáríki, Lúxembúrg, var um langt árabil forseti og með honum á valdastóli Donald Tusk, frá Pólandi, sem heldur ekki er eitt af stærstu ESB-ríkjunum. Þar áður var José Manuel Barroso, frá Portugal, 10 milljón manna landi, forseti framkvæmdastjórnarinnar, og nú er forseti Evrópuþingsins frá smáríkinu Möltu, Roberta Metsola, en ESB velur ekki menn í valdastöður eftir stærð eða fjölmenni landanna, sem þeir koma frá, heldur eftir hæfileikum, kostum og getu einstaklingsins. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt NATO Evrópusambandið Öryggis- og varnarmál Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Það er eiginlega illskiljanlegt, þegar góðir menn og gegnir, skynsamir menn, tjá sig með þeim hætti, að Atlantshafsbandalagið, NATO, full aðild og þáttaka í starfi þess, sé flott mál og fínt, en full aðild að ESB slæmt eða ómögulegt áform, sem hafna beri. Það er nefnilega svo, að í grundvallaratriðum eru það nákvæmlega sömu bræðra- og vinaþjóðirnar okkar, sem standa að báðum þessum bandalögum. Í þeim skilningi er hér um nákvæmlega sama vina- og samstarfshópinn að ræða. Sömu vinirnir, sömu samherjarnir. Í báðum tilvikum eru skuldbindingar okkar miklar, við verðum um margt að fylgja sameiginlegri stefnu - m.a. leggja landið okkar til, ef þörf krefur - stefnu, sem við eigum þó fullan þátt í að móta hjá NATO, gætum líka átt hjá ESB, ef við værum þar inni, en á móti koma öryggi og margvíslegir kostir - fríðindi, tækifæri, gífurlegur markaðsaðgangur og réttindi - sem bæta hag okkar og velferð og vega miklu þyngra. Í NATO eru meðlimsríkin 32, og þau 4 evrópsku ríki, sem þar eru, en ekki í ESB, Albania, Svartfjallaland, Norður Makedónía og Tyrkland, eru með öllum krafti og öllum ráðum að reyna að komast inn í ESB líka. Í ESB eru nú 27 ríki, þar af 23 í NATO, og EES-ríkin Ísland og Noregur eru auðvitað líka í NATO. 25. Þetta er þessvegna mest sami félagsskapurinn. Hvert er svo hlutverk þessara tveggja bandalaga og hverjir eru kostirnir við aðild: - NATO gætir í stöðunni sameiginlegra varna, öryggis, sjálfstæðis og frelsis aðildarríkjanna - ESB gætir sameiginlegra mannréttinda í aðildarríkjunum - ESB gætir líka sameiginlegra efnahagsmála og velferðar þeirra - ESB gætir ennfremur öryggis fyrirtækja aðildarríkja, atvinnustarfsemi og almennings - ESB tryggir samkeppni, neytendarétt og neytendavernd í aðildarríkjunum (það hefur knúið fram sanngjörn símakjör fyrir alla ESB- og EES símanotendur, styrkt réttindi ferðamanna gagnvart flugfélögum og annarri ferðaþjónustu, tryggt neytendum sanngjörn þjónustugjöld banka, tryggt sameiginlega sjúkraþjónustu allra ESB og EES borgara o.s.frv.) - ESB gegnir forystuhlutverki í því, að tryggja þegnum aðildarríkjanna frelsi til orðs og æðis og mest mögulegt lýðræði í álfunni - ESB ver þegna aðildarríka gegn einokun og markaðsmisnotkun stórfyrirtækja og alþjóðlegra auðhringja - ESB er leiðandi afl í uppbyggingu menntunar og menningar í aðildarríkjunum - ESB leiðir tæknilega framþróun, innleiðingu stafrænna lausna og fjármögnun framtíðartækni í aðildarríkjunum - ESB gegnir algjöru forystuhlutverkir meðal aðildarríkjanna, hvað varðar umhverfisvernd og minnkun mengunar og eiturefna, spillingu lofts, láðs og lagar, eyðingu dýra, náttúru og skóglendis, ekki bara í Evrópu, heldur um allan heim. Nú er það auðvitað svo, að Bandaríkin og Kanada eru líka í NATO, án þess að vera í ESB. Náinn viðskipta- og samvinnusamningur, fríverzlunarsamningur, er hins vegar kominn á milli ESB og Kanada, sem tók 7 ár að fullgera. Þar eru tengsl orðin mjög náin, þó að haf sé á milli. Má nánast líta á Kanada sem auka-ESB-aðildarríki. Svipaður viðskipta- og samstarfssamningur var í burðaliðunum milli ESB og USA, með Obama sat þar við stjórnvölinn. Í því gerðist fátt í tíð Bidens, og nú er kominn þar annar maður við stjórnvölinn, sem ekki mun tengja og sameina, heildur rjúfa, kljúfa og spilla. Setja allt, sem var gott, í algjört uppnám. Í augum undirritaðs er hér á ferðinni makalaust fífl. Í raun er líklegt, að NATO muni standa uppi án BNA, áður en langt um líður. Þessi þróun og staða er endanleg staðfesting á þeirri þörf, að Evrópa, nú ESB og NATO, bæði bandalögin með höfuðstöðvar í Brüssel, verði að tryggja eigin evrópskar lausnir og framtíðarvelferð, hagsmuni og öryggi, þar sem augljóst er, að valdataka manns, eins og Donalds Trump, getur aftur átt sér stað í USA. Það er ekkert lengur á BNA að treysta! Þessi uppbygging evrópskrar varnar- og hernaðargetu er nú þegar hafin, og verður það ESB, sem mun leiða hana, ekki NATO. ESB hefur eigin fjárhag, eigin getu til fjármögnunar og uppbyggingu stórra framkvæmdasjóða, sem efnahagsbandalag, en NATO ekki. NATO hefur ekki eigin fjárhag, nema til síns stjórnunar/reksturs, en er að öðru leyti háð framlagi aðildarríkjanna með vopn, verjur, herafla varnarfjármuni. Von der Leyen var á dögunum að lýsa yfir því áformi framkvæmdastjórnar ESB, að byggja upp gífurlega sterkan sjóð, 500 milljarða Evra, til að efla og styrkja varnar- og hernaðargetu ESB-ríkjanna. Nýtt kanslaraefni í Þýzklandi, Friedrich Merz, og ný ríkisstjórn Þýzkalands ætla líka að taka risaskref, m.a. með því að fjárfesta 300 milljörðum Evra í uppbyggingu og styrkingu þýzka hersins. Til hliðar við það, er svo stefnt á að innleiða herskyldu í Þýzkalandi aftur. Það má minna á það hér, að lengi vel eftir seinni heimsstyrjöld var Þjóðverjum meinað, að byggja upp herstyrk. BNA, Bretland og Frakkar höfðu þar allir sínar eigin herstöðvar, um áratuga skeið, einmitt til að halda Þóðverjum niðri, og eru BNA enn með 4 herstöðvar þar. Þær munu væntanlega hverfa, verða lagðar niður, og er það vel. ESB verður því vaxandi kjarni Evrópu, hryggjarstykkið, í öllu tilliti, menningarlegu, viðskipta- og efnahagslegu og varnar- og hernaðarlegu, á komandi árum. NATO kynni að hverfa. T.a.m. Írland virðist skilja þetta nú þegar; er bara aðili að ESB, ekki að NATO. Það er mikilvægt, að allir hér, sem með þessi mál fara og þykjast nokkuð um þau vita, þó það sé ekki einhlítt, skilji þetta! Allir þeir, sem hafa verið hlynntir aðild okkar að NATO, þar sem við höfum fullan aðgang að umræðu og ákvörðunum, getum látið rödd okkar heyrast, ættu nú að styðja fulla aðild okkar að ESB, með sama hætti, en ávinningur okkar af fullri aðild þar er í raun ennþá eða langtum meiri og mikilvægari. Með fullri aðild, fengjum við 6 menn á Evrópuþingið og okkar eigin kommissar, ráðherra, af þá 28 í framkvæmdastjórninni, en allar aðildarþjóðirnar hafa bara einn ráðherra hver, líka Þjóðverjar, Frakkar og Ítalir. Ef við sendum svo góðan mann, eða konu (þó að þær séu auðvitað líka menn), til Brüssel, er ekki loku fyrir það skotið, að okkar fulltrúi gæti orðið forseti framkvæmdastjórnarinnar, á sama hátt og Jean-Claude Juncker, frá öðru smáríki, Lúxembúrg, var um langt árabil forseti og með honum á valdastóli Donald Tusk, frá Pólandi, sem heldur ekki er eitt af stærstu ESB-ríkjunum. Þar áður var José Manuel Barroso, frá Portugal, 10 milljón manna landi, forseti framkvæmdastjórnarinnar, og nú er forseti Evrópuþingsins frá smáríkinu Möltu, Roberta Metsola, en ESB velur ekki menn í valdastöður eftir stærð eða fjölmenni landanna, sem þeir koma frá, heldur eftir hæfileikum, kostum og getu einstaklingsins. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun