Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar 6. mars 2025 12:00 Á næstu dögum stendur félagsfólk VR frammi fyrir mikilvægu vali. Kosningar hefjast í dag og þá gefst tækifæri til að velja sér formann sem stendur með félagsfólki og berst fyrir hagsmunum þess af krafti. Ég býð mig fram til þess að leiða VR inn í öflugra og samheldnara tímabil og ég veit hvað þarf að gera til að svo megi verða. Samstaða er lykillinn að sterkara VR Sem formaður mun ég tryggja að ný stjórn VR standi saman, óháð því hverjir verða kjörnir inn. Við þurfum að þétta raðirnar og vinna saman að sameiginlegu markmiði: að bæta kjör félagsfólks. Ég tala skýrt og á mannamáli, en ekki í háfleygum frösum. Félagsfólk á að finna fyrir því að rödd þess skiptir máli. Spurningin einföld: Viljið þið sterkara VR sem berst fyrir ykkur, eða VR sem heldur áfram á sömu braut? Baráttumál sem skipta máli Ég er tilbúinn að taka slaginn fyrir ykkur í þeim málum sem skipta raunverulega máli. 1. Fjölskylduvænn vinnumarkaður Enginn á að þurfa að velja á milli atvinnu og fjölskyldu. Óvissa um dagvistunarúrræði eftir fæðingarorlof veldur óþarfa álagi. Aðrir frambjóðendur tala um að brúa bilið, en engar raunverulegar lausnir hafa verið lagðar fram. Ég mun beita mér fyrir því að finna og framkvæma lausnir. 2. Varasjóðurinn á að þjóna félagsfólki – ekki safna fé Varasjóðurinn á að vera skjól fyrir félagsfólk þegar þess þarf, ekki sparisjóður VR. Ég er ósamála því að þeir sem eiga meira fái meira. Ég mun beita mér fyrir réttlátari úthlutunarreglum sem tryggja að sjóðurinn nýtist öllum sem á honum þurfa að halda. Félagsfólk hefur sjálft lýst yfir óánægju: „Ég hef búið hér á landi í 7 ár, verið á sama vinnustaðnum öll þau ár og ekki hafa laun mín lækkað, en ég fæ alltaf það sama úr varasjóðnum – í kringum 20.000 kr. Hvar er jafnréttið?“ „Það tekur því ekki að taka úr sjóðnum því þetta eru svo lágar upphæðir.“ Og ég vil ekki þurfa heyra það aftur að félagsfólk sé hætt í VR því það fær m.a. ekki fæðingarstyrk, en það er raunin. Ég mun tryggja að þetta breytist. 3. Jöfnun réttinda á vinnumarkaði VR á að vera leiðandi í kjarabaráttu en ekki að fylgja í spor annarra. Við þurfum að tryggja að félagsfólk VR njóti sömu réttinda og aðrir, bæði í veikindarétti og þegar kemur að launahækkunum. Nýlega var samið um 24% launahækkun fyrir kennara sem er mjög góður árangur og samgleðst ég þeim. Tel ég þau eiga það fyllilega skilið enda er þetta fólkið sem er að mennta börnin okkar en ekki má gleyma félagsfólki VR sem er ekki síður mikilvægt, sem situr eftir með mun minni hækkun.Af hverju hefur ekkert heyrst frá VR? Þetta eru spurningar sem ég vil fá svör við og bregðast við með skýrum aðgerðum. Opnari og skýrari samskipti Félagsfólk VR á ekki að þurfa að bíða eftir kosningum til að fá að hitta formann sinn. Ég vil tryggja regluleg samskipti við félagsfólk, samningsaðila og stjórnvöld til að bæta kjör og leysa brýn mál hratt og örugglega. VR á að tala skýrt fyrir réttindum félagsfólks og tryggja að enginn sé skilinn eftir. Ég er tilbúinn – eruð þið það líka? Ég hef unnið innan VR í 14 ár. Ég þekki félagið inn og út og veit hvar breytinga er þörf. Ég læt engan stöðva mig í að berjast fyrir félagsfólk. Félagsfólk VR á betra skilið. Við þurfum VR sem stendur fast fyrir félagsfólk, VR sem lætur ekki aðrar stéttir taka forskot á réttindi og launakjör og VR sem forgangsraðar hagsmunum félagsfólks, ekki pólitískum hagsmunum. Ef þið viljið breytingar, ef þið viljið VR sem stendur með ykkur þá er valið skýrt. Kjósið breytingar. Kjósið rétt. Kjósið mig. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Skúli Sveinsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á næstu dögum stendur félagsfólk VR frammi fyrir mikilvægu vali. Kosningar hefjast í dag og þá gefst tækifæri til að velja sér formann sem stendur með félagsfólki og berst fyrir hagsmunum þess af krafti. Ég býð mig fram til þess að leiða VR inn í öflugra og samheldnara tímabil og ég veit hvað þarf að gera til að svo megi verða. Samstaða er lykillinn að sterkara VR Sem formaður mun ég tryggja að ný stjórn VR standi saman, óháð því hverjir verða kjörnir inn. Við þurfum að þétta raðirnar og vinna saman að sameiginlegu markmiði: að bæta kjör félagsfólks. Ég tala skýrt og á mannamáli, en ekki í háfleygum frösum. Félagsfólk á að finna fyrir því að rödd þess skiptir máli. Spurningin einföld: Viljið þið sterkara VR sem berst fyrir ykkur, eða VR sem heldur áfram á sömu braut? Baráttumál sem skipta máli Ég er tilbúinn að taka slaginn fyrir ykkur í þeim málum sem skipta raunverulega máli. 1. Fjölskylduvænn vinnumarkaður Enginn á að þurfa að velja á milli atvinnu og fjölskyldu. Óvissa um dagvistunarúrræði eftir fæðingarorlof veldur óþarfa álagi. Aðrir frambjóðendur tala um að brúa bilið, en engar raunverulegar lausnir hafa verið lagðar fram. Ég mun beita mér fyrir því að finna og framkvæma lausnir. 2. Varasjóðurinn á að þjóna félagsfólki – ekki safna fé Varasjóðurinn á að vera skjól fyrir félagsfólk þegar þess þarf, ekki sparisjóður VR. Ég er ósamála því að þeir sem eiga meira fái meira. Ég mun beita mér fyrir réttlátari úthlutunarreglum sem tryggja að sjóðurinn nýtist öllum sem á honum þurfa að halda. Félagsfólk hefur sjálft lýst yfir óánægju: „Ég hef búið hér á landi í 7 ár, verið á sama vinnustaðnum öll þau ár og ekki hafa laun mín lækkað, en ég fæ alltaf það sama úr varasjóðnum – í kringum 20.000 kr. Hvar er jafnréttið?“ „Það tekur því ekki að taka úr sjóðnum því þetta eru svo lágar upphæðir.“ Og ég vil ekki þurfa heyra það aftur að félagsfólk sé hætt í VR því það fær m.a. ekki fæðingarstyrk, en það er raunin. Ég mun tryggja að þetta breytist. 3. Jöfnun réttinda á vinnumarkaði VR á að vera leiðandi í kjarabaráttu en ekki að fylgja í spor annarra. Við þurfum að tryggja að félagsfólk VR njóti sömu réttinda og aðrir, bæði í veikindarétti og þegar kemur að launahækkunum. Nýlega var samið um 24% launahækkun fyrir kennara sem er mjög góður árangur og samgleðst ég þeim. Tel ég þau eiga það fyllilega skilið enda er þetta fólkið sem er að mennta börnin okkar en ekki má gleyma félagsfólki VR sem er ekki síður mikilvægt, sem situr eftir með mun minni hækkun.Af hverju hefur ekkert heyrst frá VR? Þetta eru spurningar sem ég vil fá svör við og bregðast við með skýrum aðgerðum. Opnari og skýrari samskipti Félagsfólk VR á ekki að þurfa að bíða eftir kosningum til að fá að hitta formann sinn. Ég vil tryggja regluleg samskipti við félagsfólk, samningsaðila og stjórnvöld til að bæta kjör og leysa brýn mál hratt og örugglega. VR á að tala skýrt fyrir réttindum félagsfólks og tryggja að enginn sé skilinn eftir. Ég er tilbúinn – eruð þið það líka? Ég hef unnið innan VR í 14 ár. Ég þekki félagið inn og út og veit hvar breytinga er þörf. Ég læt engan stöðva mig í að berjast fyrir félagsfólk. Félagsfólk VR á betra skilið. Við þurfum VR sem stendur fast fyrir félagsfólk, VR sem lætur ekki aðrar stéttir taka forskot á réttindi og launakjör og VR sem forgangsraðar hagsmunum félagsfólks, ekki pólitískum hagsmunum. Ef þið viljið breytingar, ef þið viljið VR sem stendur með ykkur þá er valið skýrt. Kjósið breytingar. Kjósið rétt. Kjósið mig. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar