„Ég get alltaf stólað á Collin“ Siggeir Ævarsson skrifar 6. mars 2025 21:59 Borche Ilievski, þjálfari ÍR, fagnar sætum sigri í leikslok. Í bakgrunni má sjá Collin Pryor, sem skoraði sigurkörfu kvöldsins Vísir/Hulda Margrét ÍR lagði KR í háspennuleik í Bónus-deild karla í kvöld, 97-96, en sigurinn þýðir að ÍR jafnar KR að stigum og á enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var í sjöunda himni með sigurinn í kvöld og að heppnin hafi loks verið með hans mönnum. „Þeir voru að síga fram úr og ég hélt að við værum að fara að kasta þessu frá okkur tók ég eina ákvörðun og það var að setja Collin inn á. Ég hugsaði þessa skiptingu fyrst og fremst varnarlega en svo endaði hann á að skora mikilvægustu körfu leiksins! Ég er virkilega ánægður með þennan sigur.“ Alltaf hægt að treysta á Collin Pryor Collin Pryor byrjaði leikinn fyrir ÍR en sat svo á bekknum allt þar til í lokin. Hann var klár þegar kallið kom og skilaði heldur betur sínu. „Ég get alltaf stólað á Collin“. Maðurinn sem er jafn hokinn af reynslu og hann getur fært okkur sigur eins og í kvöld. En Linards var að valda okkur miklum vandræðum og Collin átti í vandræðum með að dekka hann. Þar sem Linards spilaði nánast allan leikinn hélt hann Collin í raun á bekknum. En þegar á reyndi vildi ég hafa hann inn á. Ég vildi hafa hann inn á til að sinna varnarhlutverki því þeir voru að ráðast á Oscar og þess vegna setti ég Collin aftur inn á og þegar upp var staðið var það hárrétt ákvörðun af minni hálfu.“ Leikurinn í kvöld var nokkuð fast leikinn en Borche var þó ekkert sérstaklega ánægður með varnarleikinn en tveir leikmenn KR gerðu ÍR-ingum lífið leitt í kvöld sóknarlega. „Linards var óstöðvandi í fyrri hálfleik og skoraði 20 af 44 stigum KR. Þegar Nim (Nimrod Hilliard) byrjaði að skora fór ég að hafa áhyggjur því Nim er ótrúlegur leikmaður og hefði getað klárað leikinn fyrir þá. En við höfðum trú og gáfumst aldrei upp. Við vorum heppnir í lokin sérstaklega með vörnina því við tókum sénsa og Nim var sennilega mjög hissa hversu opinn hann var. Í þetta skiptið var heppnin með okkur, öfugt við það sem gerðist á móti Val og Njarðvík.“ ÍR-ingar eru nú með örlögin í sínum höndum en liðið á eftir tvo leiki gegn föllnum liðum Hattar og Hauka. En þeir leikur eru sannarlega sýnd veiði en ekki gefin. „Við megum ekki vanmeta Hött og Hauka og við höfum þegar átt slæman leik gegn Haukum. Þetta eru góð lið með unga leikmenn sem leggja sig alla fram. Við þurfum að fara þangað og leggja allt í sölurnar. Næstu tveir leikir verða sennilega efiðustu leikir tímabilsins, jafnvel erfiðari en þessi.“ Stuðningsmenn ÍR, Ghetto Hooligans, fögnuðu ógurlega í leikslok en Borche og stuðningsmannasveitin virðast eiga í mjög innilegu sambandi þar sem Borche fagnar alltaf með þeim í leikslok. „Þeir nutu leiksins í botn en ég held að þeir séu orðnir svolítið þreyttir á að upplifa svona spennuleiki trekk í trekk. Þetta var eins og úrslitakeppnisleikur í kvöld og síðustu tveir eiginlega líka.“ Ghetto Hooligans standa þétt við bakið á BorcheVísir/Hulda Margrét Bónus-deild karla Körfubolti ÍR Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var í sjöunda himni með sigurinn í kvöld og að heppnin hafi loks verið með hans mönnum. „Þeir voru að síga fram úr og ég hélt að við værum að fara að kasta þessu frá okkur tók ég eina ákvörðun og það var að setja Collin inn á. Ég hugsaði þessa skiptingu fyrst og fremst varnarlega en svo endaði hann á að skora mikilvægustu körfu leiksins! Ég er virkilega ánægður með þennan sigur.“ Alltaf hægt að treysta á Collin Pryor Collin Pryor byrjaði leikinn fyrir ÍR en sat svo á bekknum allt þar til í lokin. Hann var klár þegar kallið kom og skilaði heldur betur sínu. „Ég get alltaf stólað á Collin“. Maðurinn sem er jafn hokinn af reynslu og hann getur fært okkur sigur eins og í kvöld. En Linards var að valda okkur miklum vandræðum og Collin átti í vandræðum með að dekka hann. Þar sem Linards spilaði nánast allan leikinn hélt hann Collin í raun á bekknum. En þegar á reyndi vildi ég hafa hann inn á. Ég vildi hafa hann inn á til að sinna varnarhlutverki því þeir voru að ráðast á Oscar og þess vegna setti ég Collin aftur inn á og þegar upp var staðið var það hárrétt ákvörðun af minni hálfu.“ Leikurinn í kvöld var nokkuð fast leikinn en Borche var þó ekkert sérstaklega ánægður með varnarleikinn en tveir leikmenn KR gerðu ÍR-ingum lífið leitt í kvöld sóknarlega. „Linards var óstöðvandi í fyrri hálfleik og skoraði 20 af 44 stigum KR. Þegar Nim (Nimrod Hilliard) byrjaði að skora fór ég að hafa áhyggjur því Nim er ótrúlegur leikmaður og hefði getað klárað leikinn fyrir þá. En við höfðum trú og gáfumst aldrei upp. Við vorum heppnir í lokin sérstaklega með vörnina því við tókum sénsa og Nim var sennilega mjög hissa hversu opinn hann var. Í þetta skiptið var heppnin með okkur, öfugt við það sem gerðist á móti Val og Njarðvík.“ ÍR-ingar eru nú með örlögin í sínum höndum en liðið á eftir tvo leiki gegn föllnum liðum Hattar og Hauka. En þeir leikur eru sannarlega sýnd veiði en ekki gefin. „Við megum ekki vanmeta Hött og Hauka og við höfum þegar átt slæman leik gegn Haukum. Þetta eru góð lið með unga leikmenn sem leggja sig alla fram. Við þurfum að fara þangað og leggja allt í sölurnar. Næstu tveir leikir verða sennilega efiðustu leikir tímabilsins, jafnvel erfiðari en þessi.“ Stuðningsmenn ÍR, Ghetto Hooligans, fögnuðu ógurlega í leikslok en Borche og stuðningsmannasveitin virðast eiga í mjög innilegu sambandi þar sem Borche fagnar alltaf með þeim í leikslok. „Þeir nutu leiksins í botn en ég held að þeir séu orðnir svolítið þreyttir á að upplifa svona spennuleiki trekk í trekk. Þetta var eins og úrslitakeppnisleikur í kvöld og síðustu tveir eiginlega líka.“ Ghetto Hooligans standa þétt við bakið á BorcheVísir/Hulda Margrét
Bónus-deild karla Körfubolti ÍR Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira