Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar 8. mars 2025 09:02 Þeir eru orðnir nokkrir, áratugirnir sem ég hef verið félagi í VR og ég hef sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið í áranna rás. Ég hef setið í stjórn með smá hléi, frá 2015 og um tíma var ég stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Ég hef fylgt félaginu í gegnum ýmsar breytingar, sameiningar og nafnabreytingu og fleiri formannsskipti en hollt getur talist! Nú ríður á að kjósa góðan formann og góða stjórn. Ég vil hvetja allt félagsfólk VR til að veita Höllu Gunnarsdóttur brautargengi og nýta kosningaréttinn sinn. Og ekki væri verra ef fólk væri til í að smella atkvæði á mig í leiðinni í stjórnarkjöri! Í þessum kosningum gengur í gildi breyting sem samþykkt var á síðasta aðalfundi þar sem kjörtímabilið var lengt úr tveimur árum í fjögur. Það er því mikið undir fyrir okkur VR-félaga að velja gott fólk í brúna! Sjálfur gef ég kost á mér til áframhaldandi setu í stjórn. Þótt ég sé farinn að eldast þá er ég enn í fullu fjöri og tel ég að reynsla mín og þekking komi að góðum notum fyrir félagið og ég hef tekið hvatningu meðstjórnenda minna og fjölmargra annarra félagsmanna um að bjóða mig áfram fram til stjórnar. Öllu mikilvægari er þó kosning til formanns enda er það sá einstaklingur sem mest mæðir á í starfi félagsins og við eigum hvað mest undir. Halla Gunnarsdóttir tók við því embætti laust fyrir áramót og gefur nú kost á sér til áframhaldandi setu. Ég get vottað að í Höllu eigum við hörkugóðan formann og það væri mikill happafengur fyrir félagið ef okkur tækist að halda í hana áfram. Halla er greind, reynd og fylgin sér og er fljót að setja sig inn í mál. Hún hefur stýrt starfi og fundum stjórnar og trúnaðarráðs með miklum myndarbrag, enda hefur hún bæði til að bera félagsþroska og hressleika (sem er ekki síður mikilvægt!). Hún tekur afstöðu í erfiðum málum með hagsmuni félagsfólks VR að leiðarljósi og hleypur aldrei í felur eða skilar auðu þegar á reynir. En hún ástundar líka lýðræðisleg vinnubrögð, hlustar á ólík sjónarmið og reynir alltaf til þrautar að finna lausn á ágreiningsmálum. Allt eru þetta eiginleikar sem formaður VR þarf að hafa, enda er VR stórt félag og innan þess bæði ólíkar skoðanir og hagsmunir. Höfundur er varaformaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir eru orðnir nokkrir, áratugirnir sem ég hef verið félagi í VR og ég hef sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið í áranna rás. Ég hef setið í stjórn með smá hléi, frá 2015 og um tíma var ég stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Ég hef fylgt félaginu í gegnum ýmsar breytingar, sameiningar og nafnabreytingu og fleiri formannsskipti en hollt getur talist! Nú ríður á að kjósa góðan formann og góða stjórn. Ég vil hvetja allt félagsfólk VR til að veita Höllu Gunnarsdóttur brautargengi og nýta kosningaréttinn sinn. Og ekki væri verra ef fólk væri til í að smella atkvæði á mig í leiðinni í stjórnarkjöri! Í þessum kosningum gengur í gildi breyting sem samþykkt var á síðasta aðalfundi þar sem kjörtímabilið var lengt úr tveimur árum í fjögur. Það er því mikið undir fyrir okkur VR-félaga að velja gott fólk í brúna! Sjálfur gef ég kost á mér til áframhaldandi setu í stjórn. Þótt ég sé farinn að eldast þá er ég enn í fullu fjöri og tel ég að reynsla mín og þekking komi að góðum notum fyrir félagið og ég hef tekið hvatningu meðstjórnenda minna og fjölmargra annarra félagsmanna um að bjóða mig áfram fram til stjórnar. Öllu mikilvægari er þó kosning til formanns enda er það sá einstaklingur sem mest mæðir á í starfi félagsins og við eigum hvað mest undir. Halla Gunnarsdóttir tók við því embætti laust fyrir áramót og gefur nú kost á sér til áframhaldandi setu. Ég get vottað að í Höllu eigum við hörkugóðan formann og það væri mikill happafengur fyrir félagið ef okkur tækist að halda í hana áfram. Halla er greind, reynd og fylgin sér og er fljót að setja sig inn í mál. Hún hefur stýrt starfi og fundum stjórnar og trúnaðarráðs með miklum myndarbrag, enda hefur hún bæði til að bera félagsþroska og hressleika (sem er ekki síður mikilvægt!). Hún tekur afstöðu í erfiðum málum með hagsmuni félagsfólks VR að leiðarljósi og hleypur aldrei í felur eða skilar auðu þegar á reynir. En hún ástundar líka lýðræðisleg vinnubrögð, hlustar á ólík sjónarmið og reynir alltaf til þrautar að finna lausn á ágreiningsmálum. Allt eru þetta eiginleikar sem formaður VR þarf að hafa, enda er VR stórt félag og innan þess bæði ólíkar skoðanir og hagsmunir. Höfundur er varaformaður VR.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar