Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 7. mars 2025 18:01 Sumarið 2010 lét ég Höllu Gunnarsdóttur, þá vinkonu mína til 15 ára, plata mig í göngu á Austfjörðum. Hún hafði skipulagt nokkra daga göngu, fyrir lítinn hóp, frá Norðfirði til Borgarfjarðar Eystri og enda þar á hagyrðingarmóti þar sú sama ætlaði að taka þátt, ein kvenna. Eins og svo oft þegar Halla á í hlut. En vert er að rifja upp að þremur árum áður, árið 2007, hafði hún boðið sig fram til formanns KSÍ, fyrst kvenna. Aftur að göngunni. Á öðrum göngudegi var gengið frá Mjóafirði yfir til Seyðisfjarðar og átti sú ganga að vera nokkuð auðveld og aflíðandi um og taka um það bil 6 klukkutíma. Annað kom á daginn þegar við vorum fljótlega farin að klifra upp nánast lóðréttan halla í lausri möl en gátum nú samt gripið í einhverjar rætur. Þetta var svona “gengið með allt á bakinu” gönguferð því það fannst Höllu miklu meira sport og því ekki boðið upp á trúss inn í hennar skipulagi. Þegar við vorum búin að vera á göngu í rúmlega 8 klukkutíma var farið að rökkva og rigna. Við vorum orðin villt og ganga í einhvern hring minnir mig. Ég var hætt að treysta fótum mínum og undirlagi og datt á rassinn í miðju lúpínuengi í fjallshlíðinni. Þar brotnaði ég alveg saman, var að niðurlotum komin og fór að skæla. Ég var orðin drulluósátt við Höllu að hafa platað mig, miðborgarbarnið sjálft, í þessa ömurlegu fjallgöngu. Sagði við (ok æpti á) hana að ég ætlaði bara að sitja þarna í lúpínuhafinu og gefast upp.Halla ræddi pollróleg við mig um að það væri ekki í boði að hætta við og líkti stöðu okkar við barnsfæðingu sem væri farin af stað og kona sem væri komin með 8 í útvíkkun gæti ekki bara hætt við að fæða barnið þá og þegar. Þess má geta að þarna hafði hvorug okkar fætt barn. Halla benti mér á ljóstýru, ekki svo langt í burtu frá okkur, sagði mér að þetta væri gistiheimilið okkar á Skálanesi við Seyðisfjörð. Þar biðu eftir okkar vertar með uppábúin rúm, ofbakaðan lax, smælki og salat - og ískaldan bjór.Ég reis upp og stuttu síðar komum við í Skálanes. Sjaldan hef ég upplifað jafn mikla sigurtilfinningu og þegar ég sporðrenndi laxinum og þambaði bjórinn. Rúllaði svo upp restinni af gönguferðinni okkar.Þetta er langt frá því að vera eina skiptið sem mig langar að gefast upp í brekkum lífsins fjallganga en Halla hefur með sínum brennandi baráttukrafti og trausta taki híft mig aftur á fætur með og blásið byr undir báða mína vængi.Nákvæmlega þannig er hún og mun hún sinna starfi sínu sem formaður VR, stærsta stéttarfélagi landsins, fái hún áframhaldandi umboð til þess í þessum kosningum. Í henni logar eldur réttlætis fyrir allt félagsfólk og mun hún aldrei gefast upp að berjast fyrir því. Halla hikar heldur ekki við að vera umdeild á leið sinni að markmiði sínu, eins og ég upplifði svo skýrt þegar ég var emjandi í miðju lúpínuhafinu á Austfjörðum. Halla er með augun á ljósinu framundan og gefst aldrei upp. Ég treysti engum betur fyrir því að vera formaður VR.Höfundur er stjórnarkona í VR og vinkona Höllu Gunnarsdóttur til 30 ára Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Diljá Ámundadóttir Zoëga Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Sumarið 2010 lét ég Höllu Gunnarsdóttur, þá vinkonu mína til 15 ára, plata mig í göngu á Austfjörðum. Hún hafði skipulagt nokkra daga göngu, fyrir lítinn hóp, frá Norðfirði til Borgarfjarðar Eystri og enda þar á hagyrðingarmóti þar sú sama ætlaði að taka þátt, ein kvenna. Eins og svo oft þegar Halla á í hlut. En vert er að rifja upp að þremur árum áður, árið 2007, hafði hún boðið sig fram til formanns KSÍ, fyrst kvenna. Aftur að göngunni. Á öðrum göngudegi var gengið frá Mjóafirði yfir til Seyðisfjarðar og átti sú ganga að vera nokkuð auðveld og aflíðandi um og taka um það bil 6 klukkutíma. Annað kom á daginn þegar við vorum fljótlega farin að klifra upp nánast lóðréttan halla í lausri möl en gátum nú samt gripið í einhverjar rætur. Þetta var svona “gengið með allt á bakinu” gönguferð því það fannst Höllu miklu meira sport og því ekki boðið upp á trúss inn í hennar skipulagi. Þegar við vorum búin að vera á göngu í rúmlega 8 klukkutíma var farið að rökkva og rigna. Við vorum orðin villt og ganga í einhvern hring minnir mig. Ég var hætt að treysta fótum mínum og undirlagi og datt á rassinn í miðju lúpínuengi í fjallshlíðinni. Þar brotnaði ég alveg saman, var að niðurlotum komin og fór að skæla. Ég var orðin drulluósátt við Höllu að hafa platað mig, miðborgarbarnið sjálft, í þessa ömurlegu fjallgöngu. Sagði við (ok æpti á) hana að ég ætlaði bara að sitja þarna í lúpínuhafinu og gefast upp.Halla ræddi pollróleg við mig um að það væri ekki í boði að hætta við og líkti stöðu okkar við barnsfæðingu sem væri farin af stað og kona sem væri komin með 8 í útvíkkun gæti ekki bara hætt við að fæða barnið þá og þegar. Þess má geta að þarna hafði hvorug okkar fætt barn. Halla benti mér á ljóstýru, ekki svo langt í burtu frá okkur, sagði mér að þetta væri gistiheimilið okkar á Skálanesi við Seyðisfjörð. Þar biðu eftir okkar vertar með uppábúin rúm, ofbakaðan lax, smælki og salat - og ískaldan bjór.Ég reis upp og stuttu síðar komum við í Skálanes. Sjaldan hef ég upplifað jafn mikla sigurtilfinningu og þegar ég sporðrenndi laxinum og þambaði bjórinn. Rúllaði svo upp restinni af gönguferðinni okkar.Þetta er langt frá því að vera eina skiptið sem mig langar að gefast upp í brekkum lífsins fjallganga en Halla hefur með sínum brennandi baráttukrafti og trausta taki híft mig aftur á fætur með og blásið byr undir báða mína vængi.Nákvæmlega þannig er hún og mun hún sinna starfi sínu sem formaður VR, stærsta stéttarfélagi landsins, fái hún áframhaldandi umboð til þess í þessum kosningum. Í henni logar eldur réttlætis fyrir allt félagsfólk og mun hún aldrei gefast upp að berjast fyrir því. Halla hikar heldur ekki við að vera umdeild á leið sinni að markmiði sínu, eins og ég upplifði svo skýrt þegar ég var emjandi í miðju lúpínuhafinu á Austfjörðum. Halla er með augun á ljósinu framundan og gefst aldrei upp. Ég treysti engum betur fyrir því að vera formaður VR.Höfundur er stjórnarkona í VR og vinkona Höllu Gunnarsdóttur til 30 ára
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar