Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 7. mars 2025 18:01 Sumarið 2010 lét ég Höllu Gunnarsdóttur, þá vinkonu mína til 15 ára, plata mig í göngu á Austfjörðum. Hún hafði skipulagt nokkra daga göngu, fyrir lítinn hóp, frá Norðfirði til Borgarfjarðar Eystri og enda þar á hagyrðingarmóti þar sú sama ætlaði að taka þátt, ein kvenna. Eins og svo oft þegar Halla á í hlut. En vert er að rifja upp að þremur árum áður, árið 2007, hafði hún boðið sig fram til formanns KSÍ, fyrst kvenna. Aftur að göngunni. Á öðrum göngudegi var gengið frá Mjóafirði yfir til Seyðisfjarðar og átti sú ganga að vera nokkuð auðveld og aflíðandi um og taka um það bil 6 klukkutíma. Annað kom á daginn þegar við vorum fljótlega farin að klifra upp nánast lóðréttan halla í lausri möl en gátum nú samt gripið í einhverjar rætur. Þetta var svona “gengið með allt á bakinu” gönguferð því það fannst Höllu miklu meira sport og því ekki boðið upp á trúss inn í hennar skipulagi. Þegar við vorum búin að vera á göngu í rúmlega 8 klukkutíma var farið að rökkva og rigna. Við vorum orðin villt og ganga í einhvern hring minnir mig. Ég var hætt að treysta fótum mínum og undirlagi og datt á rassinn í miðju lúpínuengi í fjallshlíðinni. Þar brotnaði ég alveg saman, var að niðurlotum komin og fór að skæla. Ég var orðin drulluósátt við Höllu að hafa platað mig, miðborgarbarnið sjálft, í þessa ömurlegu fjallgöngu. Sagði við (ok æpti á) hana að ég ætlaði bara að sitja þarna í lúpínuhafinu og gefast upp.Halla ræddi pollróleg við mig um að það væri ekki í boði að hætta við og líkti stöðu okkar við barnsfæðingu sem væri farin af stað og kona sem væri komin með 8 í útvíkkun gæti ekki bara hætt við að fæða barnið þá og þegar. Þess má geta að þarna hafði hvorug okkar fætt barn. Halla benti mér á ljóstýru, ekki svo langt í burtu frá okkur, sagði mér að þetta væri gistiheimilið okkar á Skálanesi við Seyðisfjörð. Þar biðu eftir okkar vertar með uppábúin rúm, ofbakaðan lax, smælki og salat - og ískaldan bjór.Ég reis upp og stuttu síðar komum við í Skálanes. Sjaldan hef ég upplifað jafn mikla sigurtilfinningu og þegar ég sporðrenndi laxinum og þambaði bjórinn. Rúllaði svo upp restinni af gönguferðinni okkar.Þetta er langt frá því að vera eina skiptið sem mig langar að gefast upp í brekkum lífsins fjallganga en Halla hefur með sínum brennandi baráttukrafti og trausta taki híft mig aftur á fætur með og blásið byr undir báða mína vængi.Nákvæmlega þannig er hún og mun hún sinna starfi sínu sem formaður VR, stærsta stéttarfélagi landsins, fái hún áframhaldandi umboð til þess í þessum kosningum. Í henni logar eldur réttlætis fyrir allt félagsfólk og mun hún aldrei gefast upp að berjast fyrir því. Halla hikar heldur ekki við að vera umdeild á leið sinni að markmiði sínu, eins og ég upplifði svo skýrt þegar ég var emjandi í miðju lúpínuhafinu á Austfjörðum. Halla er með augun á ljósinu framundan og gefst aldrei upp. Ég treysti engum betur fyrir því að vera formaður VR.Höfundur er stjórnarkona í VR og vinkona Höllu Gunnarsdóttur til 30 ára Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Diljá Ámundadóttir Zoëga Mest lesið Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Skoðun Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Sjá meira
Sumarið 2010 lét ég Höllu Gunnarsdóttur, þá vinkonu mína til 15 ára, plata mig í göngu á Austfjörðum. Hún hafði skipulagt nokkra daga göngu, fyrir lítinn hóp, frá Norðfirði til Borgarfjarðar Eystri og enda þar á hagyrðingarmóti þar sú sama ætlaði að taka þátt, ein kvenna. Eins og svo oft þegar Halla á í hlut. En vert er að rifja upp að þremur árum áður, árið 2007, hafði hún boðið sig fram til formanns KSÍ, fyrst kvenna. Aftur að göngunni. Á öðrum göngudegi var gengið frá Mjóafirði yfir til Seyðisfjarðar og átti sú ganga að vera nokkuð auðveld og aflíðandi um og taka um það bil 6 klukkutíma. Annað kom á daginn þegar við vorum fljótlega farin að klifra upp nánast lóðréttan halla í lausri möl en gátum nú samt gripið í einhverjar rætur. Þetta var svona “gengið með allt á bakinu” gönguferð því það fannst Höllu miklu meira sport og því ekki boðið upp á trúss inn í hennar skipulagi. Þegar við vorum búin að vera á göngu í rúmlega 8 klukkutíma var farið að rökkva og rigna. Við vorum orðin villt og ganga í einhvern hring minnir mig. Ég var hætt að treysta fótum mínum og undirlagi og datt á rassinn í miðju lúpínuengi í fjallshlíðinni. Þar brotnaði ég alveg saman, var að niðurlotum komin og fór að skæla. Ég var orðin drulluósátt við Höllu að hafa platað mig, miðborgarbarnið sjálft, í þessa ömurlegu fjallgöngu. Sagði við (ok æpti á) hana að ég ætlaði bara að sitja þarna í lúpínuhafinu og gefast upp.Halla ræddi pollróleg við mig um að það væri ekki í boði að hætta við og líkti stöðu okkar við barnsfæðingu sem væri farin af stað og kona sem væri komin með 8 í útvíkkun gæti ekki bara hætt við að fæða barnið þá og þegar. Þess má geta að þarna hafði hvorug okkar fætt barn. Halla benti mér á ljóstýru, ekki svo langt í burtu frá okkur, sagði mér að þetta væri gistiheimilið okkar á Skálanesi við Seyðisfjörð. Þar biðu eftir okkar vertar með uppábúin rúm, ofbakaðan lax, smælki og salat - og ískaldan bjór.Ég reis upp og stuttu síðar komum við í Skálanes. Sjaldan hef ég upplifað jafn mikla sigurtilfinningu og þegar ég sporðrenndi laxinum og þambaði bjórinn. Rúllaði svo upp restinni af gönguferðinni okkar.Þetta er langt frá því að vera eina skiptið sem mig langar að gefast upp í brekkum lífsins fjallganga en Halla hefur með sínum brennandi baráttukrafti og trausta taki híft mig aftur á fætur með og blásið byr undir báða mína vængi.Nákvæmlega þannig er hún og mun hún sinna starfi sínu sem formaður VR, stærsta stéttarfélagi landsins, fái hún áframhaldandi umboð til þess í þessum kosningum. Í henni logar eldur réttlætis fyrir allt félagsfólk og mun hún aldrei gefast upp að berjast fyrir því. Halla hikar heldur ekki við að vera umdeild á leið sinni að markmiði sínu, eins og ég upplifði svo skýrt þegar ég var emjandi í miðju lúpínuhafinu á Austfjörðum. Halla er með augun á ljósinu framundan og gefst aldrei upp. Ég treysti engum betur fyrir því að vera formaður VR.Höfundur er stjórnarkona í VR og vinkona Höllu Gunnarsdóttur til 30 ára
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun