Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 7. mars 2025 20:24 Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/Egill Aðalsteinsson Mikil óvissa ríkir á alþjóðasviðinu eftir aðgerðir Bandaríkjaforseta í tollamálum. Komi til tollastríðs milli ríkja Evrópusambandsins og Bandaríkjanna er versta sviðsmynd Íslendinga að „klemmast einhvern veginn á milli“ að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta að setja verndartolla á fjölda vara frá Kanada og Mexíkó og síðan að fresta þeim um mánuð höfðu mikil áhrif á markaði um allan heim. Þrátt fyrir tímabundna afléttingu tolla hyggst Trump halda sínu striki með álagningu frekari tolla. Trump hefur áður sagst ætla leggja 25 prósenta tolla á vörur frá ríkjum Evrópusambandsins. Óvíst er hvort að tollarnir yrðu lagðir einnig á EES-ríki líkt og Ísland. „Tollastríð auðvitað hljómar mjög illa í eyrum okkar, eins og eyrum flestra. Áhrifanna hefur ekki gætt að miklu leyti enda hafa ekki verið kynntar neinar aðgerðir gagnvart Íslandi. Óvissan er það sem er langverst og við sjáum það á hvort sem það sé á mörkuðum hér eða annars staðar hvernig hún hefur áhrif á markaði,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Enn sé mikil óvissa um hvernig tolla sé um að ræða og að hvaða mörkuðum og löndum þeir koma til með að beinast að. „Það er óvissa. Svo er það hitt að tollum er svarað með tollum annars staðar þannig þetta gæti haft víðtæk áhrif. En versta sviðsmyndin fyrir okkur er að við klemmumst einhvern veginn á milli Bandaríkjanna og Evrópu með okkar helstu útflutningsvörur. Það væri langversta sviðsmyndin en ég hins vegar held ég að það sé afar ólíklegt,“ segir Sigurður. Þessi versta sviðsmynd að mati Sigurðar myndi leiða til þess að erfitt væri að koma íslenskum útflutningsvörum í verð. „Þá þyrfti að sætta sig við það að njóta verri kjara eða reyna finna aðra markaði. Það getur haft áhrif hérna innlands,“ segir hann. Ísland hafi áður lent í tollgjöldum á útflutningsvörur árið 2018. „Við þessar aðstæður er meginmál að stjórnvöld sinni hagsmunagæslu, það er gott að heyra orð forsætisráðherra í þá veru,“ segir hann. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að varnarsamningur Íslands við Bandaríkin standi á styrkum fótum þrátt fyrir stefnubreytingu Bandaríkjanna í varnarmálum. Í Bandaríkjunum sé það til skoðunar að koma ekki þeim ríkjum til varnar sem eru í Atlantshafsbandalaginu sem verja minna en tveimur prósentum af landsframleiðslu til varnarmála. Ísland er meðal þeirra ríkja. „Við þurfum að efla tengsl okkar bæði til vesturs og austurs við þessar aðstæður vegna þess að við byggjum okkar lífskjör á því að framleiða og flytja út. Þess vegna þurfum við greiðan aðgang að mörkuðum,“ segir Sigurður. Íslendingar geti gripið til aðgerða í varnarmálunum að sögn Sigurðar, til að mynda með að efla stofnanir líkt og Landhelgisgæsluna og lögregluna. „En við getum líka horft á framleiðslu því hér eru auðvitað framleiddar ýmsar vörur sem að nýtast við öryggi eða varnir. Þannig að við höfum sannarlega ýmislegt fram að færa þar sem við getum lagt áherslu á. Svo er það auðvitað sérþekking á ákveðnum sviðum sem við búum yfir sem geti nýst öðrum.“ Skattar og tollar Bandaríkin Efnahagsmál Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta að setja verndartolla á fjölda vara frá Kanada og Mexíkó og síðan að fresta þeim um mánuð höfðu mikil áhrif á markaði um allan heim. Þrátt fyrir tímabundna afléttingu tolla hyggst Trump halda sínu striki með álagningu frekari tolla. Trump hefur áður sagst ætla leggja 25 prósenta tolla á vörur frá ríkjum Evrópusambandsins. Óvíst er hvort að tollarnir yrðu lagðir einnig á EES-ríki líkt og Ísland. „Tollastríð auðvitað hljómar mjög illa í eyrum okkar, eins og eyrum flestra. Áhrifanna hefur ekki gætt að miklu leyti enda hafa ekki verið kynntar neinar aðgerðir gagnvart Íslandi. Óvissan er það sem er langverst og við sjáum það á hvort sem það sé á mörkuðum hér eða annars staðar hvernig hún hefur áhrif á markaði,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Enn sé mikil óvissa um hvernig tolla sé um að ræða og að hvaða mörkuðum og löndum þeir koma til með að beinast að. „Það er óvissa. Svo er það hitt að tollum er svarað með tollum annars staðar þannig þetta gæti haft víðtæk áhrif. En versta sviðsmyndin fyrir okkur er að við klemmumst einhvern veginn á milli Bandaríkjanna og Evrópu með okkar helstu útflutningsvörur. Það væri langversta sviðsmyndin en ég hins vegar held ég að það sé afar ólíklegt,“ segir Sigurður. Þessi versta sviðsmynd að mati Sigurðar myndi leiða til þess að erfitt væri að koma íslenskum útflutningsvörum í verð. „Þá þyrfti að sætta sig við það að njóta verri kjara eða reyna finna aðra markaði. Það getur haft áhrif hérna innlands,“ segir hann. Ísland hafi áður lent í tollgjöldum á útflutningsvörur árið 2018. „Við þessar aðstæður er meginmál að stjórnvöld sinni hagsmunagæslu, það er gott að heyra orð forsætisráðherra í þá veru,“ segir hann. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að varnarsamningur Íslands við Bandaríkin standi á styrkum fótum þrátt fyrir stefnubreytingu Bandaríkjanna í varnarmálum. Í Bandaríkjunum sé það til skoðunar að koma ekki þeim ríkjum til varnar sem eru í Atlantshafsbandalaginu sem verja minna en tveimur prósentum af landsframleiðslu til varnarmála. Ísland er meðal þeirra ríkja. „Við þurfum að efla tengsl okkar bæði til vesturs og austurs við þessar aðstæður vegna þess að við byggjum okkar lífskjör á því að framleiða og flytja út. Þess vegna þurfum við greiðan aðgang að mörkuðum,“ segir Sigurður. Íslendingar geti gripið til aðgerða í varnarmálunum að sögn Sigurðar, til að mynda með að efla stofnanir líkt og Landhelgisgæsluna og lögregluna. „En við getum líka horft á framleiðslu því hér eru auðvitað framleiddar ýmsar vörur sem að nýtast við öryggi eða varnir. Þannig að við höfum sannarlega ýmislegt fram að færa þar sem við getum lagt áherslu á. Svo er það auðvitað sérþekking á ákveðnum sviðum sem við búum yfir sem geti nýst öðrum.“
Skattar og tollar Bandaríkin Efnahagsmál Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira