Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar 8. mars 2025 14:01 Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna síðustu 100 ár hafa baráttusamtök kvenna krafist friðar og jafnréttis. Barist hefur verið fyrir kvenfrelsi á öllum sviðum samfélagsins og krafan um launajafnrétti kynja og að jafnverðmætum störfum skuli greidd jöfn laun, hefur verið hávær í gegnum áratugina. Undanfarnar vikur hefur farið nokkuð fyrir umfjöllun um virðismatskerfi einkum í tengslum við kjarasamninga kennara. Í því samhengi hefur verið lögð áhersla á að virðismatskerfi séu eða geti verið tæki til að ná fram launajafnrétti. Í tilefni dagsins er ekki úr vegi að fjalla aðeins um þessi virðismatskerfi og hvernig þau geti stuðlað að launajafnrétti. Launasetning á málefnalegum grunni Í launasetningu felst mat á virði starfs fyrir launagreiðanda. Slíkt mat getur byggt á alls kyns viðmiðum sem eru mismálefnaleg. Það er til dæmis ekki málefnalegt að ákveða laun fólks út frá því hvað liði í ensku deildinni það heldur með, frændsemi, hjúskaparstöðu eða öðrum breytum sem koma starfinu ekki við. Það er aftur á móti málefnalegt að líta til þeirrar þekkingar og færni sem starf gerir kröfu um, þeirrar ábyrgðar og því álagi sem það felur í sér og þess vinnuumhverfis sem starfið er unnið innan. Jafnréttislög og alþjóðlegar skuldbindingar gera kröfu um að þau viðmið sem launasetning byggir á séu málefnaleg, feli ekki í sér mismunun og séu til þess fallin að jafnverðmætum störfum fylgi jöfn laun og kjör. Virðismatskerfi Það má hugsa sér atvinnurekanda þar sem launaákvarðanir, og þar af leiðandi virðismat starfa, byggja á stjórnunarreynslu, ábyrgð á fjármunum og ábyrgð á eignum. Mat starfa út frá slíkum þáttum endurspegla störf í fjármálaþjónustu og mannvirkjagerð mun betur en störf í heilbrigðis-, fræðslu-, og velferðarþjónustu því horft er fram hjá mikilvægum matsþáttum eins og samskiptafærni, tilfinningalegu álagi og ábyrgð á velferð fólks. Virðismatskerfi eru í raun safn vel skilgreindra viðmiða sem endurspegla fjölbreytt störf, og hægt er að byggja heildstætt mat starfa á til grundvallar launasetningu. Það er í vali á matsþáttum sem galdurinn liggur. Viðmiðin eða matsþættirnir þurfa að endurspegla fjölbreytileika starfa og endurspegla þætti í störfum í heilbrigðis-, fræðslu-, og velferðarþjónustu til jafns við þætti í störfum í fjármálaþjónustu og mannvirkjagerð. Ef það tekst fáum við virðismatskerfi sem stuðlar að sanngjarnri og málefnalegri launasetningu í þágu launajafnréttis. Virðismatskerfi til að leiðrétta vanmat hefðbundinna kvennastarfa Þessi aðferðafræði er ekki ný af nálinni. Grunnlaunasetning sveitarfélaga hefur byggt að stórum hluta á starfsmatskerfi (sem er virðismatskerfi) í um aldarfjórðung sem hefur skilað góðum árangri í baráttunni gegn launamun kynjanna. Rannsóknir sýna að launamunur kynja meðal starfsfólks sveitarfélaga er um helmingi minni en meðal starfsfólks ríkisins og þriðjungur af launamun starfsfólks á almennum vinnumarkaði. Launamun kynjanna má að stærstum hluta rekja til kynskipts vinnumarkaðar, til þess að karlar og konur starfa í ólíkum atvinnugreinum og störfum og að hin hefðbundnu kvennastörf eru að jafnaði metin minna virði en hefðbundin karlastörf. Virðismatskerfi eru notuð víða um heim til að jafna leikinn og leiðrétta vanmat starfa í heilbrigðis-, fræðslu-, og velferðarþjónustu. Með því að meta öll störf, bæði hefðbundin kvennastörf og hefðbundin karlastörf, út frá sömu viðmiðum í vel útfærðu virðismatskerfi má leiðrétta vanmat kvennastarfa og stuðla þannig að sanngjarnri launasetningu í þágu launajafnréttis. Gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna. Framkvæmdastýra Jafnlaunastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Sjá meira
Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna síðustu 100 ár hafa baráttusamtök kvenna krafist friðar og jafnréttis. Barist hefur verið fyrir kvenfrelsi á öllum sviðum samfélagsins og krafan um launajafnrétti kynja og að jafnverðmætum störfum skuli greidd jöfn laun, hefur verið hávær í gegnum áratugina. Undanfarnar vikur hefur farið nokkuð fyrir umfjöllun um virðismatskerfi einkum í tengslum við kjarasamninga kennara. Í því samhengi hefur verið lögð áhersla á að virðismatskerfi séu eða geti verið tæki til að ná fram launajafnrétti. Í tilefni dagsins er ekki úr vegi að fjalla aðeins um þessi virðismatskerfi og hvernig þau geti stuðlað að launajafnrétti. Launasetning á málefnalegum grunni Í launasetningu felst mat á virði starfs fyrir launagreiðanda. Slíkt mat getur byggt á alls kyns viðmiðum sem eru mismálefnaleg. Það er til dæmis ekki málefnalegt að ákveða laun fólks út frá því hvað liði í ensku deildinni það heldur með, frændsemi, hjúskaparstöðu eða öðrum breytum sem koma starfinu ekki við. Það er aftur á móti málefnalegt að líta til þeirrar þekkingar og færni sem starf gerir kröfu um, þeirrar ábyrgðar og því álagi sem það felur í sér og þess vinnuumhverfis sem starfið er unnið innan. Jafnréttislög og alþjóðlegar skuldbindingar gera kröfu um að þau viðmið sem launasetning byggir á séu málefnaleg, feli ekki í sér mismunun og séu til þess fallin að jafnverðmætum störfum fylgi jöfn laun og kjör. Virðismatskerfi Það má hugsa sér atvinnurekanda þar sem launaákvarðanir, og þar af leiðandi virðismat starfa, byggja á stjórnunarreynslu, ábyrgð á fjármunum og ábyrgð á eignum. Mat starfa út frá slíkum þáttum endurspegla störf í fjármálaþjónustu og mannvirkjagerð mun betur en störf í heilbrigðis-, fræðslu-, og velferðarþjónustu því horft er fram hjá mikilvægum matsþáttum eins og samskiptafærni, tilfinningalegu álagi og ábyrgð á velferð fólks. Virðismatskerfi eru í raun safn vel skilgreindra viðmiða sem endurspegla fjölbreytt störf, og hægt er að byggja heildstætt mat starfa á til grundvallar launasetningu. Það er í vali á matsþáttum sem galdurinn liggur. Viðmiðin eða matsþættirnir þurfa að endurspegla fjölbreytileika starfa og endurspegla þætti í störfum í heilbrigðis-, fræðslu-, og velferðarþjónustu til jafns við þætti í störfum í fjármálaþjónustu og mannvirkjagerð. Ef það tekst fáum við virðismatskerfi sem stuðlar að sanngjarnri og málefnalegri launasetningu í þágu launajafnréttis. Virðismatskerfi til að leiðrétta vanmat hefðbundinna kvennastarfa Þessi aðferðafræði er ekki ný af nálinni. Grunnlaunasetning sveitarfélaga hefur byggt að stórum hluta á starfsmatskerfi (sem er virðismatskerfi) í um aldarfjórðung sem hefur skilað góðum árangri í baráttunni gegn launamun kynjanna. Rannsóknir sýna að launamunur kynja meðal starfsfólks sveitarfélaga er um helmingi minni en meðal starfsfólks ríkisins og þriðjungur af launamun starfsfólks á almennum vinnumarkaði. Launamun kynjanna má að stærstum hluta rekja til kynskipts vinnumarkaðar, til þess að karlar og konur starfa í ólíkum atvinnugreinum og störfum og að hin hefðbundnu kvennastörf eru að jafnaði metin minna virði en hefðbundin karlastörf. Virðismatskerfi eru notuð víða um heim til að jafna leikinn og leiðrétta vanmat starfa í heilbrigðis-, fræðslu-, og velferðarþjónustu. Með því að meta öll störf, bæði hefðbundin kvennastörf og hefðbundin karlastörf, út frá sömu viðmiðum í vel útfærðu virðismatskerfi má leiðrétta vanmat kvennastarfa og stuðla þannig að sanngjarnri launasetningu í þágu launajafnréttis. Gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna. Framkvæmdastýra Jafnlaunastofu.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun